Freyr - 01.01.1992, Page 36
28 FREYR
1.’92
Ár 1991 Nr. 624
KR - afrúllari
Gerð: KR-afrúllari. Framleiðandi: Kaupfélag Rang-
æinga, Hvolsvelli.
YFIRLIT
KR afrúllarinn var reyndur af Bútæknideild Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins fyrri hluta árs 1991 og
notaður við dreifingu á um 805 votheysrúllum og 48
þurrheysrúllum við breytilegar aðstæður.
Afrúllarinn er ætlaður til að mata hey úr rúllubögg-
um af öllum stærðum á öllum þurrkstigum. Hann er
ýmist tengdur á þrítengi dráttarvéla eða ámokst-
urstæki og vegur 175 kg. Veltibúnaðurinn er knúinn
■- RITSTJÓRNARGREIN
GATT-viðrœðurnar.
Frh. afbls. 8.
verði gert. Endurskoðun núgildandi sam-
komulags er eina færa leiðin til þess að
koma heimsverslun með landbúnaðaraf-
urðir í viðunandi horf. Aðeins var á það
bent að drögin væru óaðgengileg fyrir
líslenskan landbúnað og þess krafist að
stjórnvöld neyttu samningsréttar síns með
því að gera fyrirvara við drögin eða höfn-
uðu að öðrum kosti landbúnaðarhluta
þeirra. Þá er það ennfremur mikill mis-
skilningur að „landbúnaðarmafían“ svo-
kallaða hafi farið með sigur af hólmi og
neytendur sitji eftir með allan „stríðs-
kostnaðinn“, eins Neytendasamtökin hafa
látið að liggja. Það er ekki neytendum
þessa lands til hagsbóta að senda landbún-
aðinn í harla vonlausan lífróður undan
frá vökvakerfi dráttarvélar. Með tækinu má taka
rúllur beint úr stæðum og dreifa úr þeim t.d. á
fóðurgang. Mælingar á afköstum við gjafir við algeng-
ar aðstæður sýndu að vélavinnan er um 6 mín/hb en
það svarar til um 39 mín/tonn þurrefnis. Heildarvinn-
an við heyfóðrun með tækinu var um 80 mín/tonn
þurrefnis. Dreifigæði eru mjög háð þurrkstigi heys,
bagga- og heygerð. Á grófu forþurrkuðu heyi í fast-
kjarna böggum matast heyið í nokkuð samfelldum
streng en á smágerðu heyi úr lauskjarna böggum
matast aðeins hluti af böggunum jafnt. Á tækið má
einnig tengja staurabor og hræritunnu fyrir stein-
steypu en ekki gafst færi á að reyna þau með viðeig-
andi mælingum. Frumathuganir benda til að þau skili
vel sínu hlutverki. í heild má segja að KR afrúllarinn
sé einfalt, sterkbyggt tæki sem létti verulega vinnu við
flutning og dreifingu heys úr rúlluböggum. Engar
bilanir komu fram á reynslutímanum.
Athugið.
Bútœknideild Rala býður upp ú úskrift að Búvélapróf-
unum gegn vœgu úrgjaldi. Áskrifendur fú sendar
skýrslurnar í heild um leið og þœr koma út en í
mörgum tilvikum er óskað eftir ítarlegri upplýsingum
en birtist hér í blaðinu. Þeir sem óska eftir að gerast
úskrifendur eða fú núnari upplýsingar hafi samband
við skrifstofu Bútœknideildar ú Hvanneyri, síma
93-70000.
niðurgreiddri fjöldaframleiðslu. GATT-
yfirlýsing stjórnvalda sýnir glöggt að þau
eru á þessu máli og eru þar gerðir nauðsyn-
legir fyrirvarar við þá þætti samningsdrag-
anna sem hefðu komið verst niður á land-
búnaðinum. Þessir fyrirvarar verða hvorki
til þess að eyðileggja fyrir samningunum
né draga þá á langinn og ljóst er að íslensk-
ur landbúnaður á afar erfiða tíma í vænd-
um við að laga sig að því breytta rekstrar-
umhverfi sem nýtt GATT-samkomulag
mun hafa í för með sér.
Vonandi verður þessi umræða til þess að
sem flestir geri sér grein fyrir að GATT-
viðræðurnar fela ekki í sér stríð neytenda
og bænda heldur hringiðu alþjóðlegra við-
skiptahagsmuna. Það getur enginn nema
þjóðin sjálf gætt þess að hún sogist ekki
niður á botn hennar.
Helga Guðrún Jónasdóttir.