Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1992, Page 37

Freyr - 01.01.1992, Page 37
1.’92 FREYR 29 Frá Búvísindadeild á Hvanneyri Tíu nýir búfrœðikandidatar frá Hvanneyri Hinn 1. desember sl. voru brautskráðir 10 kandidatar frá Búvísindadeild Bœndaskói- ans á Hvanneyri. Þetta er tuttugasti og annar hópurinn, sem þaðan útskrifast, frá því að deildin hóf stört árið 1947. Brautskráning fór nú fram á óvenjulegum tíma, þar eða verk- fall BHMR vorið 1989 tafði nám þessa hóps verulega. Bestum heildarárangri á kandí- datsprófi náði Sigríður Jónsdóttir frá Gýgjarhólskoti í Biskupstung- um og hlaut hún fyrir viðurkenn- ingu frá Félagi íslenskra búfræði- kandídata. Sigríður hlaut einnig viðurkenningu Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins fyrir bestu lokaritgerð (aðalverkefni). Búnaðarfélag íslands veitti við- urkenningu fyrir besta árangur í jarðræktar- og búfjárræktargrein- um, þeim Sigurði Kristjánssyni frá Skuggahlíð í Norðfirði og Guðrún J. Stefánsdóttir frá Kagaðarhóli í A.-Húnavatnssýslu. Þá veitti Stofnlánadeild landbúnaðarins Guðrúnu Lárusdóttur frá Kirkju- bæjarklaustri II viðurkenningu fyr- ir besta árangur í hagfærði- og bú- stjórnargreinum, en þetta er fyrsti hópurinn sem námi lýkur eftir nýrri skipan þeirra. Hagfræði- og bústjórnarkennslu við Búvísinda- deild hefur verið aukin að mun, og nýtur deildin góðs af nábýli við nýstofnaða Hagþjónustu landbún- aðarins í þeim efnum. Margir gestir voru viðstaddir brautskráninguna og mörg ávörp flutt. Landssamband kúabænda af- henti Búvísindadeild 100 þús. kr. til kaupa á hugbúnaði eða tækjum við bókasafn skólans. Var það við- urkenning fyrir skoðanakönnun meðal kúabænda, sem hinir nýút- skrifuðu kandídatar höfðu unnið að fyrir Landssambandið, en verk- ið var liður í tölfræðinámi þeirra. Hinir nýbökuðu kandídatar eru allir komnir til starfa innan land- búnaðarins; tveir við búrekstur, en átta við kennslu ráðgjafar- og rannsóknastörf. Atvinnumögu- leikar fólks með búvísindamennt- un virðast því vera mjög góðir. Nú eru 13 nemendur á öðru námsári við Búvísindadeild, en nám við deildina tekur þrjú ár að afloknu stúdentsprófi og eins árs almennu búnaðarnámi. Gert er ráð fyrir að taka nýjan námshóp inn í deildina næsta haust, - 1992.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.