Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1992, Qupperneq 42

Freyr - 01.01.1992, Qupperneq 42
34 FREYR 1.’92 Arnaldur Bjarnason, atvinnumálafulltrúi Námsstefnur vettvangur upplýsinga frœðslu og skoðanaskipta Einn mikilvœgur þáttur í þeirri viðleitni að skapa umrœðu um nauðsyn þess að efla fjölþreytt atvinnulíf í sveitum og strjálbýli, er að miðla upplýsingum og frœðslu. Á árinu 1991 hefur verið efnt til svokallaðra námsstefna á 4 stöð- um; Hvanneyri, Húnavöllum, Vopnafirði og í Suðursveit. Námsstefnurnar hafa byggst upp á stuttum erindum um efni sem snertir á einn eða annan veg at- vinnustarfsemi í sveitum og ný- sköpun atvinnu. Par er rætt um hlutverk sveitarfélaga í atvinnu- málum, hlutverk búnaðarsam- banda og ráðunauta þeirra á þess- um vettvangi. Verkefni og viðhorf atvinnumálafulltrúa bænda, starf- semi og verkefni atvinnuþróunar- félaga og átaksverkefna. Sagt er frá reglum og þjónustu Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins og annarra sjóða sem styðja við at- vinnuuppbyggingu og nýsköpun. Upplýst er um ferðaþjónustu- möguleika í sveitum og hlunninda- möguleika. Þá er smá kennslu- stund f nýsköpunarvinnubröðgum og stofn- og rekstraráætlunum. Al- mennt hafa námsstefnurnar mælst vel fyrir og verið vel sóttar. Þær miða fyrst og fremst að því að vekja til umhugsunar um atvinnu- mál og möguleika og að upplýsa, en einnig að stuðla að beinni sam- skiptum þeirra ráðgjafa og fyrirles- ara sem erindin flytja og einstak- linga sem vilja afla sér frekari upp- lýsinga og ráðgjafar. Árni Snæbjörnsson tók mynd- irnar á síðustu námsstefnu að Hrolllaugsstöðum í Suðursveit þann 26. nóvember.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.