Freyr - 01.01.1992, Síða 43
1.’92
FREYR 35
Hagþjónusta landbúnaðarins
Ársskýrsla 1990
Rit 1: 1991
Freyr hefur borist Ársskýrsla Hag-
þjónustu landbúnaðarins fyrir árið
1990. Þar er greint frá starfi stofn-
unarinnar fyrsta starfsár hennar og
viðfangsefnum í þjónustu landbún-
aðarins.
Starfsemi Hagþjónustunnar
hófst formlega með athöfn á
Hvanneyri 5. apríl sl., en þar er
stofnunin til húsa. Hagþjónustan
hefur tekið við verkefnum Bú-
reikningastofu landbúnaðarins en
að auki eru henni ætluð mjörg önn-
ur viðfangsefni.
Bændasamtökin áttu hugmynd
að því að koma Hagþjónustu land-
búnaðarins á fót. I ályktunum frá
þeim var lagt til að hagstofnunin
sæi einkum um yfirumsjón með
búreikningahaldi bænda, að hafa
frumkvæði að áætlanagerð fyrir
bændur og einstakar búgreinar, að
safna hagtölum landbúnaðarins og
vinna úr þeim, að hafa yfirumsjón
með hagrannsóknum í landbúnaði
og undirbúa verðlagningu.
Lagafrumvarp um Hagstofnun
landbúnaðarins var lagt fram á Al-
þingi 1989. í því var verksvið stofn-
unarinnar aukið frá því sem að
ofan greinir. Með lögum nr. 63/
1989 var svo Hagþjónusta land-
búnaðarins stofnuð. Hún hefur að-
setur á Hvanneyri sem áður sagði
og heyrir undir landbúnaðarráð-
herra. Stofnunin starfar fyrir fé úr
ríkissjóði og fyrir eigin tekjur. For-
stöðumaður hennar er Magnús B.
Jónsson, en fulltrúar frá Búnaðar-
félagi íslands, Búvísindadeild
Bændaskólans á Hvanneyri, Hag-
stofu Islands og Þjóðhagsstofnun
skipa stjórn hennar.
I þessa fyrstu starfsskýrslu Hag-
þjónustunnar ritar Magnús B.
Jónsson skýrslu um störf hennar.
Hann getur þess að starfsemin hafi
verið í mótum en sé að festast í
sessi. Starf Hagþjónustunnar að
búreikningum var tvíþætt: að taka
þátt í endurskipuleggja búreikn-
ingakerfið og að meta afkomu
bænda í nokkrum búgreinum.
Samstarf var eflt við búnaðarsam-
Að gefnu tilefni.
Frh. afbls. 36.
í umsögn ráðstefnu Alþjóða-
sambands búvöruframleiðenda,
sem að framan getur er staðreynd-
um snúið við. Nóg hefði verið að
viðurkenna það forystuhlutverk
sem landbúnaðurinn hefir haft um
verndun og græðslu landsins, eink-
um um síðasta hálfrar aldar skeið.
böndin. Síðari hluta ársins var far-
ið að safna hagtölum landbúnaðar-
ins. Fleiri voru viðfangsefni stofn-
unarinnar þótt ekki verði rakið
hér.
Auk starfsskýrslna þeirra er
vinna hjá stofnuninni eru birt
ávörp og erindi er flutt voru við
opnun Hagþjónustunnar eftir Þórð
Friðjónsson, stjórnarformann,
Steingrím J. Sigfússon, þáverandi
landbúnaðarráðherra, Hallgrím
Snorrason, hagstofustjóra,
Magnús B. Jónsson, forstöðu-
mann Hagþjónustunnar, Ketil A.
Hannesson, hagfræðiráðunaut og
Ernu Bjarnadóttur búnaðarhag-
fræðing.
Þá er birt rekstrar- og efnahags-
yfirlit átta greina landbúnaðar eftir
Ernu Bjarnadóttur. Niðurstöður
úr vinnuskýrslum eftir Gunnar
Rúnar Kristjánsson og Chabani
Ramdani og loks er skrá um rit
starfsmanna Hagþjónustu land-
búnaðarins 1990. Margt er athygl-
isvert að finna í þessari fyrstu
ársskýrslu Hagþjónustunnar og
fróðlegt þótti undirrituðum að lesa
um niðurstöður úr vinnuskýrslum.
' J.J.D.
En að því þurfa allir sem einn að
vinna.
Athuga ber að grein þessi er
einvörðungu miðuð við íslenskar
aðstæður.
Grímur Gíslason,
Blönduósi.