Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Síða 47

Freyr - 01.01.1992, Síða 47
frumvarpi um dýrasjúkdóma sem unnið hefur verið að að forgöngu landbúnaðarráðuneytisins. Guðmundur Jónsson, sem sat í nefnd þeirri er vann frumvarps- drögin, skýrði frekar tilurð frum- varpsins. Pað á að koma í staðinn fyrir sértæk lög af ýmsu tagi sem rammalög. Síðan á að taka á ein- stökum málum með útgáfu reglu- gerða. Drögin voru rædd ítarlega og ákveðið að framkvæmdastjóri, Guðmundur Stefánsson og Guð- mundur Jónsson taki saman fram- komnar athugasemdir og komi þeim til landbúnaðarráðuneytis- ins. Almennt var stjórnin ánægð með þá stefnu sem tekin er í þess- um frumvarpsdrögum. Bréf Geitfjárrœktarfélags íslands. Framkvæmdastjóri kynnti stofnun Geitfjárræktarfélags íslands, sem stofnað var í Bændahöllinni í nóv- ember sl. Markmið þess er að vinna að ræktun geitfjár og auka verðmæti geitfjárafurða með kynningu og markaðsleit. Félagið óskar eftir aðild að Stéttarsambandi bænda sem bú- greinafélag samkvæmt ákvörðun stofnfundar. Stjórnin taldi að svo komnu máli ekki fært að veita Geitfjárfélagi íslands fulla aðild að Stéttarsam- bandi bænda og fól framkvæmda- stjóra að rita formanni félagsins bréf þar að lútandi. Úðalyf menga grunnvatn Grunnvatn í flestum EB-löndum er mengað af eitruðum úðunarlyfj- um, segir í skýrslu sem lögð var fram á jólaföstu á fundi umhverfis- ráðherra EB í Haag í Hollandi. I þeirri skýrslu segir að notkun úð- unarefna (jurtlyfja o.þ.h.) sé kom- in yfir öryggismörk í þremur fjórðu hlutum alls ræktaðs lands í EB- löndum. DRAITARVEIA KEÐjUR Smíöum keðjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur ó lager. Sendum hvert d land sem er. CAP G.A. Pétursson hf snjókeðjumarkaðurinn Nútíöinni Faxateni 14, sími 68 55 80

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.