Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1994, Qupperneq 6

Freyr - 01.03.1994, Qupperneq 6
 FRfl RITSTJÓRN Að vera langlífur í landinu Undarleg umræða hefur farið fram með þjóðinni síðustu mánuði í tenglsum við það að í gildi eru að ganga tvennir alþjóðlegir við- skiptasamningar sem Island á aðild að, EES og GATT. Mest áberandi í þeirri umræðu hafa verið formenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, og fleiri framámenn þessara flokka sem láta sig landbúnað varða. Þungamiðja umræðunnar hefur verið sú að hvaða marki standi skuli vörð um íslenskan landbúnað. Alkunna er að alþjóðaviðskipti með búvörur hafa um árabil ekki lotið lögmál- um heilbrigðra viðskiptahátta. Viðskipti hafa farið fram á verði undir framleiðslukostnaði og mismunurinn verði greiddur úr ríkissjóði viðkomandi landa sem útflutningsbætur eða hvers kyns millifærslur til bænda og úrvinnslu- aðila. Annars vegar hefur hér verið um að ræða tímabundna offramleiðslu, m.a. vegna árferðis, og hins vegar, og í meira mæli, við- leitni ríkra þjóða til að ná varanlega undir sig mörkuðum í öðrum löndum fyrir búvörur, en viðurkennt er að slík yfirráð jafngildi völdum og áhrifum, auk þess að gefa tekjur. Bakhliðar á þessu máli eru ýmsar. í fyrsta lagi hefur hið lága verð á búvörum leitt af sér umhverfisspjöll, jarðvegur hefur eyðst og spillst af notkun eiturefna og ofnotkun áburð- ar. Þá hefur heilnæmi afurðanna rýrnað í vaxandi mæli vegna lyfjaleifa sem í þeim finn- ast og hormóna sem auka vöxt búfjár en berast síðan í neytendur og virka á þá eins og búféð. Önnur bakhlið málsins er sú að eigin mat- vælaöflun er veigamikill hluti af fullveldi og sjálfstæði hverrar þjóðar, jafnframt því að vera hluti af menningararfleið hennar. Þeim hugs- unarhætti þjóðar að hætta að afla sér þess matar sem náttúrufar lands hennar býður upp á og hún hefur stundað öldum saman, en ætla í þess stað að lifa af innfluttum matvælum á lágu verði, verður ekki jafnað við annað frekar en það þegar einstaklingur verður vímuefnum að bráð. Enginn efast um að sælan sem vímuefni veita í upphafi sé mikil en sú sæla er skamm- vinn. Þeir sem þeirra neyta, verða háðir þeim og hætta að verða sjálf sín ráðandi. Kunn eru dæmi þess að fátækar þjóðir í þriðja heiminum hafi fengið matargjafir þegar hörmungar hafa steðjað að. Afleiðing þess hefur orðið sú að bændur þess lands hafa ekki getað keppt við þann gjafamat sem í boði er og flosnað upp og flutt til borganna þar sem þeir hafa bæst við þá sem þar þiggja mat að gjöf. Matvæli eru ólík mörgum öðrum vörum að því leyti að þau hafa takmarkað geymsluþol, og stundum allt niður í fáar vikur. Umfram- birgðum verður því að koma fljótt í lóg og þá er betra að fá fyrir þau lítið brot framleiðslu- kostnaðar en að fleygja þeim. Þannig verður til „heimsmarkaðsverð“ sem talsmenn óhefts innflutnings bera saman við verð innlendrar framleiðslu. Þeir sem láta sig dreyma um að snæða af því nægtaborði eru komnir í hlutverk vímuefnaneytandans sem sækir í „sæluna“ en skeytir ekki um framtíð sína. Sálfræðingar hafa sagt að sæla sé því aðeins heilbrigð að viðkomandi hafi unnið fyrir henni og hún skili honum sem sterkari einstaklingi og færari um að takast á við lífið. I sveita þíns andlitis skalt þú brauðs þíns neyta, segir í Heilagri ritningu. Það er ekki í eðli framsækins lífs að fá hlutina upp í hendurnar án þess að vinna fyrir þeim. Bent hefur verið á að þar sem náttúran agar börn sín hæfilega, hafi framfarir orðið mestar og menning blómstrað mest. Sjálfsvirðing þjóðar er m.a. fólgin í því að standa á eigin fótum um grundvallarþarfir sínar, vímuefnaneytandinn sækir í gervisælu hvernig sem hún er fengin og á sér ekki viðreisnar von nema hann bjargist frá því að vera háður henni. Tilgangur með alþjóðlegum samningum um viðskipti er ekki að brjóta niður sjálfsbjargar- hvöt þjóða. Ef það fælist í þeim, væru samn- ingarnir af hinu illa. M.E. ÍSO FREYR - 5*94

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.