Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 9
Músahögninn, háríðnitcekið sem
Baldvin heldur á, heldur fjárhúsum
og hlöðu hreinum afmúsum.
þýðir ekkert fyrir mig að ætla að
stökkva úr eigin verkum og þar að
auki eru miklu betur búin verkstæði
hér nærlendis heldur en það sem ég
ræð við fyrir sjálfan mig. En ég hef
verið svolítið með snjóblásara hérna
á veturna svo og tekið alla þá vinnu
sem fengist hefur á þessi tæki sem ég
á. Ég er líka með ólæknandi byssu-
og sleðadellu. Svo á ég bát og fer á
sjó ef stund gefst. Þetta er lítil trilla.
Hvar geymirðu hana milli
róðra?
Ég er með hana á vagni; gerði veg
niður í fjöru og vör í hana af því að
fjaran hér er ekkert nema stórgrýti,
fer svo með trilluna og vagninn og
bakka út í sjó.
Er eitthvað að hafa úr sjónum
hérna?
Ja, aðallega ánægjuna, en það má
nú eiginlega segja að við kaupum
engan fisk til heimilis.
Þarttu að fara langt til fiskjar?
Nei, nei, svona rétt þannig að
fljóti, á vorin sérstaklega. Þá gengur
þorskur hérna á víkina til að hrygna.
(Þetta hefur Hámundur heljarskinn
fundið; innsk. blm.)
Þetta er eitt af því sem fiskifræð-
ingar vilja ekki viðurkenna að sé til.
Maður getur fengið sæmilega vænan
fisk hérna á vorin og hann er saltað-
ur og hertur og frystur; en þetta er
eingöngu til heimilis. Og svo er farið
í fugl og sel.
Hvað gerirðu við selinn?
Hann fer nú mest í smábútum til
kunningjanna.
Þú hefur ekkert reynt við
hnísur?
Nei, það er lítið um hnísur hérna,
það er helst á vorin og þá er sauð-
burður og maður fer ekkert á sjó um
sauðburð.
í íbúðarhúsinu á Stóru-Hámund-
arstöðum er símtól nokkurt, nefnt
„vígvallasími". Þetta er handsnúið
tæki sem framleiðir eigið rafmagn.
Þaðan er bein símalína út í fjárhús og
auk þess kalltæki við hjónarúmið og
annað eins úti í fjárhúsi.
Frjósemi er mikil í sauðfé Bald-
vins og í fyrravor vantaði 7 lömb upp á
að allar ær hefðu borið tveim lömb-
um að jafnaði; átján voru þrílembd-
ar, og 25 einlembur. Þegar blaða-
maður átti viðtalið við Baldvin
snemma sumars var vitað um aðeins
eitt lamb sem hefði drepist eftir
sauðburð í vor.
Notið þið sœðingarþjónustu?
Við eigum kost á að fá sætt annað
hvert ár og það höfum við reynt að
nota til þess að fá nýtt blóð í stofn-
inn.
Gólf votheyshlöðunnar eða flat-
gryfjunnar á Stóru-Hámundarstöð-
um er í sömu hæð og garðabotnar í
fjárhúsunum. Baldvin losar vothey-
ið úr stálinu með rafmagnsskera og
flytur það í hjólbörum fram í garð-
ana. Dauf votheyslykt var í hlöð-
unni.
Bil eru á milli garða og hlöðu-
veggs og lausar brýr á. Hægt er að
hringreka í öllum húsunum því
gangur er við garðahausa fremst líka
og lausir garðar þar til þess að nota á
sauðburði. Moðið fer niður í kjall-
ara, er sópað niður. - Afskapíega
þægilegt, segir Baldvin.
Gólfrimlareru úr járnbentri stein-
steypu; þau hjónin handsteyptu þá
alla, rúmlega 1400 stykki og notuðu
til þess 18 mót. Bil á milli rimlanna
er 20 mm. Halli landsins er þaulnýtt-
ur, eins og áður sagði, til þæginda
við vinnu við fjárhúsin. Dráttarvél
keyrt beint inn í áburðarkjallara,
henni má líka aka beint inn á
fjárhúsgang um hliðardyr og loks er
heyvagni bakkað inn eða upp á stæð-
____________________________________
Símtól og kalltœki í fjárhúsunum.
Kalltcekið er tengt við annað heima í
hjónaherbergi.
una í hlöðunni og svo troðið með
dráttarvél jafnóðum.
Þau Baldvin og Elín vinna mikið
ein að heyskapnum; hann gengur
fljótt og vel. Þau eiga þrjá syni,
Harald Lárus, rafeindavirkja, bú-
settan á Akureyri, Brynjar Orn, við
nám í rafeindavirkjun í Reykjavík og
Bjarka Þór, nema í Verkmennta-
skólanum á Akureyri. Þeir yngri eru
yfirleitt í vinnu af bæ á sumrin til að
Gólfið á garðanum og hlöðunni eru í
sömu hœð. Votheyinu hjólað fram í
garðann um lausa brú sem lögð er á
ganginn.
5*94 • FREYR153