Freyr - 01.03.1994, Qupperneq 11
KflRTÖFlURflEKT I
Samkeppni og áburður
Magnús Óskarsson, Hvanneyri
f 28 ár hafa verið gerðar tilraunir með kartöflurœkt á Hvanneyri. í þremur stuttum greinum
verður skýrt frá niðurstöðum þeirra ásamt hugleiðingum höfundar um erfiðleika kartöflu-
bœnda.
Samkeppni í kartöflurœkt.
I öllum vestrænum löndum, þar á
meðal hér á landi, hafa kartöflur átt
undir högg að sækja. Pær hafa orðið
undir í samkeppni við aðrar matvör-
ur, t.d. ódýr hrísgrjón og pasta. Þó
efast fáir um að kartöflur séu holl
fæða. Hér á landi eru þær t.d. mikil-
vægur C-vítamíngjafi. Ein orsökin
fyrir minnkandi markaðshlutdeild
er að kartöflurnar hafa ekki ætíð
verið nógu góðar. Bærug R. (1981)
og ýmsir fleiri hafa bent á að það sé
mjög erfitt að samræma kröfu neyt-
enda um hámarks gæði kartaflna og
jafnframt að halda verði á þeim niðri.
Bjor T. ( 1993 ) skýrði nýlega frá
því, hvernig norskir bændur hyggj-
ast reyna að bregðast við útlendri
samkeppni á sviði matvælafram-
leiðslu, þegar EES, GATT og e.t.v.
Efnahagsbandalagið fara að hafa
áhrif á norskan markað. Bændur,
þar á meðal kartöflubændur, hafa
ákveðið að hefja herferð til að selja
góð norsk matvæli undir sérstöku
merki og slagorðinu „Godt norsk“.
Það er nú verið að undirbúa þessa
herferð, m.a. hafa verið skipaðar
nefndir fyrir hverja framleiðslu-
grein. Kartöflunefndin fékk 94 kart-
öflubændur til að rækta kartöflur
sumarið 1993 eftir bráðabirgðaregl-
um nefndarinnar. Ætlunin er að allir
norskir kartöflubændur eigi þess
kost að skrá sig til að rækta undir
gæðaeftirliti árið 1995. Þeir sem
standast kröfur eftirlitsins fá að selja
undir merkinu „Godt norsk“
Helstu reglur sem kartöflunefnd-
in setti til bráðabirgða eru:
* Að upptökuskemmdir á kartöfl-
um séu í lágmarki.
* Að lítið sem ekkert sé af rotnunar-
skemmdum (kartöflumyglu. þurr-
rotnun og kláða) á kartöflunum.
* Engar grænar kartöflur.
Magnús Óskarsson.
* Mikil bragðgæði (góð afbrigði,
ekki óhófs notkun á áburði og
ekki óbragð að plöntuvarnarefn-
um).
* Illgresi verði aðallega eytt með
verkfærum og eins lítið verði not-
að af öðrum plöntuvarnarefnum
eins og mögulegt er að komast af
með.
Bændurnir, sem taka þátt í átak-
inu eiga að fylla út skýrslur um rækt-
unina og vera undir eftirliti. Þeir
eiga að fá aðstoð frá ráðunautum og
sérfræðingum. Hætt er við að staða
íslenskra bænda gagnvart útlendum
kartöflum sé ekki ósvipuð og þeirra
norsku.
Áburðarmagn á kartöflur.
Kartöflujurtin hefur fremur lélegt
rótarkerfi. Þess vegna þurfa kartöfl-
ur annað hvort frjóan jarðveg eða
allmikinn áburð. Þó er algengt að of
mikið sé borið á af köfnunarefni. Ef
um ofgnótt köfnunarefnis er að ræða
verða grösin stór en undirvöxtur
lítill. Orsökin er að köfnunarefni
ýtir undir blaðvöxt og lengir þann
tíma, sem grösin eru í vexti. Fyrst,
þegar blaðvexti er að mestu lokið,
geta kartöflurnar farið að þroskast.
Á íslandi, er þá oftar en ekki, of
stuttur tími fyrir kartöflurnar til að
þroskast.
Ef kartöflur ná ekki eðlilegum
þroska verða þær vatnsmiklar, sem
kemur niður á bragðgæðum. I kart-
öflum, sem eru vanþroskaðar, er
einnig hætta á að meira sé af óæski-
legum köfnunarefnissamböndum,
svo sem nítrati.
Á íslandi virðist vera notaður
meiri áburður á kartöflur en í öðrum
norðlægum löndum. Oft er t.d. ráð-
lagt að bera á 150 - 250 kg/ha af
köfnunarefni. Hins vegar er ráðlagt
að bera á 70-100 kg/ha í Norður-
Noregi og 70-95 kg/ha í Finnlandi. I
suðlægari löndum, þar sem vaxtar-
tími er lengri og meiri uppskeruvon,
er eðlilega borið meira á, t.d. er
ráðlagt að bera á 120- 140 kg/ha í
Danmörku.
Hér á landi er ráðlagt að bera á 50-
70 kg/ha af fosfór og 150 - 250 kg/ha
kalí. í norður héruðum hinna Norð-
urlandanna er talið nóg að bera á 25-
50 kg/ha af fosfór og 50- 180 kg/ha af
kalí. Ef uppskera er mikil í kartöflu-
garði er líklegt að með uppskerunni
sé fjarlægt 60-90 kg/ha köfnunar-
efni, 9-14 kg/ha fosfór og 100-130 kg/
ha af kalí.
Bjarni Helgason (1979) tók saman
yfirlit yfir þær áburðartilraunir, sem
gerðar höfðu verið á íslandi til birt-
ingartíma. Þar kemur fram að í flest-
um tilraununum gefa stórir skammt-
ar af áburði mesta uppskeru. Það
kann að skýra þessar niðurstöður að
margar tilraunirnar voru gerðar á
mögru mólendi eða sandjarðvegi.
5‘9A - FREYR155