Freyr - 01.03.1994, Side 14
Alþjódaleikar á íslenskum hestum hafa verið haldnir alltfrá árinu 1970. Leikarnir, sem haldnir eru á tveggja ára fresti, voru
fyrst einskorðaðir við þátttöku ýmissa Evrópuþjóða, en síðustu árin er þátttakan orðin meiri. Myndin að ofan sýnir mjög
venjulegar aðstœður til þessa móthalds erlendis og erfrá EM í Pýskalandi 1983.
Heimsleikarnir
á íslenskum hestum
Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur Búnaðarfélags íslands
Undirbúningur
í samræmi við núverandi stefnu
leiðbeiningaþjónustunnar, að auka
alþjóðlegt samstarf um ræktun ís-
lenska hestisins, tóku íslendingar
þátt í kynbótasýningu Heimsleik-
anna á íslenskum hestum og sendu
tvo kynbótadómara til starfa á leik-
unum.
Vali íslensku þátttökuhrossanna
var hagað á þann veg að haldnar
voru tvær sýningar vegna forskoð-
unar fyrir heimsleikana. Ein í Mið-
Þýskalandi, hún var haldin í þorpi
sem heitir Kaufungen og hin var
haldin í Víðidal í Reykjavík. Auk
þess voru hross dæmd á héraðssýn-
ingum víða um land og á Fjórðungs-
mótinu með þátttöku í Heimsleik-
unum í huga. Dæmt var í öllum
atriðum í samræmi við íslenskar
dómareglur, einungis var bætt við að
dæma fet. Dómarnir voru síðan
reiknaðir út með tveimur aðferðum;
með núgildandi vægjum, án fetsins
vegna aðaluppgjörsins og með
Kristinn Hugason.
FEIF-vægjum, nteð fetið inni þegar
þátttökuhrossin voru valin til sýn-
ingarinnar á Heimsleikunum.
Forskoðun á erlendri
grundu
í Kaufungen voru einungis tekin
til dóms hross sem fædd voru á ís-
landi, alls voru dæmdir sjö stóðhest-
ar fullorðnir (sjö vetra og eldri),
fjórir stóðhestar fimm og sex vetra,
16 hryssur fullorðnar og átta hryssur
fimm og sex vetra en á Heimsleikun-
um er aldursflokkaskipting sýninga-
hrossa á kynbótasýningum einmitt
sú sem fram kom hér á undan.
Stóðhestar, fullorðnir. Petta var
afar sterkur flokkur en hestarnir
náðu allir nema tveir yfir 8,00 í
aðaleinkunn og enginn hlaut lægri
aðaleinkunn en 7,75. Efstur í
flokknum samkvæmt íslensku upp-
gjöri var Náttar frá Miðfelli
(85187016), (7,85 8,47 8,16). Náttar
er mjúkbyggður og reiðhestslegur
en of snúinn í fótum, hann er flug-
vakur og fjölhæfur gæðingur. For-
eldrar Náttars eru Náttfari frá Ytra-
Dalsgerði og Vika frá Vatnsleysu.
Gammur frá Tóftum (86187020) var
í öðru sæti (7,85 8,46 8,15). Gamm-
ur er farinn að sverna t.d. um háls og
haus og lækkaði því lítillega í bygg-
ingu en hann er skörungur; flugvak-
158 FREYR • 5*94