Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1994, Page 21

Freyr - 01.03.1994, Page 21
Mynd 2. Samhengi milli dóms fyrir fitu á lifandi lambi og mœldrar fitu á falli. Tafla 5. Útreikningur á kostnaði og hugsanlegum ávinningi (tapi) af vetrareldi vorlamba. Bær/ Fall- Verð Fall- Verð á FE Ávinningur slátrun þungi kg kjöts þungi kg kjöts alls (tap)/lamb F2, kg V2, kg Fi, kg Vj, kr kr. kr. 1-1 13,3 447 14,1 394 24,2 1428 2 16,7 441 9,9 368 91,5 1873 2-2 14,8 438 9,9 365 65,2 1565 3-1 14,1 441 11,9 400 19,3 1072 3 15,3 438 11,0 385 68,5 1096 4 14,4 438 9,3 340 90,4 1337 4-4 18,2 438 8,1 340 116,4 2890 5-2 15,6 440 11,8 385 55,2 1217 4 16,1 438 9,7 340 92,9 1896 6-2 15,3 438 8,3 380 63,0 2287 3 15,8 438 7,5 340 85,2 2666 4 15,6 438 6,7 300 100,0 2823 7-1 13,2 438 11,7 400 16,1 780 3 14,4 440 9,2 365 68,7 1458 8-1 14,9 428 13,7 400 13,9 619 að, húsaleigu, fjármagnskostnað og laun. Ekki verður lagt mat á það hér hversu góð sú greiðsla er fyrir annan kostnað og vinnu. Þó má benda á að hér er um verulegar upphæðir að ræða, eða frá kr. 619 upp í 2890 á lamb. í fyrra tilfellinu er um að ræða greiðslu fyrir 34 daga vinnu og ann- an kostnað en í hinu síðari 174 daga. Þá skal á það bent að fóðurverð er í öllum tilvikum metið kr. 20 á FE. Ályktanir og umrœður. Hér að framan eru dregnar saman nokkrar niðurstöður úr verkefninu síslátrun vorlamba. Sé tilgangur verkefnisins skoðaður má benda á eftirfarandi: 1. markmið, að auka fjölbreytni hafi náðst að því leyti að varan seld- ist og framleiðslan gekk hjá bændun- um. Að mati forstöðumanns fram- leiðslusviðs KB gekk salan vel. Þeir sem seldu kjötið vilja áfram fá ferskt kjöt og það er e.t.v. besti dómurinn á þennan þátt. Hvort markmiði2, að kynna gæði fersks kjöts, hafi verið náð er hæpið að halda fram, en það er væntanlega hluti af því að kjötið selst. Þó má minna á að athugun sem gerð var árið 1980 bendir til þess að íslenskum neytendum þyki ferskt kjöt betra en kjöt sem hefur verið fryst (Jón R. Björnsson 1980)5. Það er sömuleiðis erfitt að draga ályktun um hvort 3. markmið hafi náðst; að auka neyslu dilkakjöts - kindakjöts, enda þótt benda megi á að viss rök hníga að því að aukin neysla á fersku kjöti leiði til aukinnar neyslu á dilka- kjöti almennt. Hér skal hins vegar fjallað nokkuð ítarlegar um 4. og 5. markmið, gæðastjórn dilka- og kindakjöts- framleiðslunnar og samhengi milli mats á eiginleikum lambsins lifandi og á fallinu. Fyrst ber að nefna að af þeim lömbum sem slátrað var fóru 4 í 2. fl. og eitt var talið sjúkt. Öll lömbin sem ekki fóru í * fl. eða í 1. fl. A voru talin á mörkunum að vera sláturhæf, utan eitt. Því má segja að aðeins eitt lamb hafi flokkast öðru- vísi en búist var við. Það verður að teljast viðunandi árangur. Samkvæmt útreikningum var samhengi milli samanlagðrar ein- kunnar lambsins lifandi og á fallinu heldur lakari en fyrir fitu á fallinu. Á mynd 1 er sýnt samhengi milli fitu- dóms á lambinu lifandi og mældrar fitu á fallinu. Það hefur komið fram að við dóm á lambinu lifandi var gefin einkunn fyrir vöðvafyllingu á baki og í lærum. Á fallinu er hins vegar gefið fyrir bak og fyrir læri en er í raun fyrir læri og malir saman. Því er ekki hægt að búast við að samræmi sé betra. Mynd 2 sýnir samhengið fyrir fitu- dóm á lambinu lifandi og mældrar fitu á skrokknum. Eins og lýst er áður er fita á lifandi lambi metin með þuklun á síðu (á öftustu rifjum), og sú niðurstaða borin saman við mælda fitu á fallinu. Samhengið verður að teljast viðun- andi: Hins vegar er árangur lakari hvað varðar eiginleikana, hold á baki og læri. Telja verður eðlilegt að breyta mati á lærum á lifandi lambi. Að þessu sinni voru læri metin ein- göngu, en á fallinu eru metin læri og malir saman enda þótt það sé kallað einkunn fyrir læri. Því er eðlilegt að meta saman malir og læri á lambinu 5*94 - FREYR165

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.