Freyr - 01.03.1994, Page 23
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Bútœknideild, Hvanneyri
BUVCLRPROFBNIR
Ár1993
Nr. 633 Ár 1993
Nr. 634
Spennugjafar fyrir rafgirðingar
REIME - mykjudreifari
Samanburður á þrettán spennustöðvum
fyrir rafgirðingar.
YFIRLIT
Sumarið 1993 voru spennustöðvar fyrir rafgirðingar
reyndar við Bútæknideild Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins. Eftirfarandi stöðvar voru reyndar:
AKO S6000
AKO S8000
Electric Shepherd, Model EMS 2000
Electric Shepherd, Model EMS 3000
Elefant M45
Elefant M90
Gallagher M800
Gallagher M1500
Spennustöðvarnar eru allar gerðar fyrir venjulegt
veiturafmagn, þ.e. 220V riðspennu. Ýmsar mælingar
voru gerðar og koma niðurstöður þeirra fram bæði í
myndrænu formi og talnaformi í eftirfarandi prófunar-
skýrslu ásamt almennum upplýsingum um hverja
spennustöð. Tekið skal fram að ekki var notast við
upplýsingar sem gefnar eru upp í bæklingum og hand-
bókum með spennustöðvunum, sökum þess að þær tölur
eru fengnar með ólíkum aðferðum og því erfitt að nota
þær í beinum samanburði. Því var valin sú leið að birta
einungis niðurstöður sem fengust með beinum mæling-
um. Þetta gefur möguleika á að bera saman spennu-
stöðvarnar við sömu aðstæður og með sömu mælitækj-
um.
í skýrslunni kemur fram hvernig slögin frá spennu-
stöðvum líta út. Þar kemur fram að slög stöðva geta
verið tiltölulega ólík milli tegunda. Nefna má að spenn-
an fellur mishratt við aukið álag, og lögun slaganna og
lengd er mismunandi eftir því hvaða spennustöð um er
aðræða. Frh. ábls. 171.
HOTLINE P600
HOTLINE P1000
PEL 605
PEL 610
REDSNAP
Gerð: Reime 4250. Framleiðandi: Reime a.s., Noregi.
Innflytjandi: Bújöfur hf., Reykjavík.
YFIRLIT
Reime 4250 mykjudreifarinn var prófaður af Bútækni-
deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins vorið 1993.
Á reynslutímanum, sem var skammur, var dreifarinn
notaður til dreifingar á 180 til 200 tonnum af mykju.
Dreifarinn er ætlaður til flutnings og dreifingar á
þunnfljótandi búfjáráburði. Hann rúmar um 4 tonn og er
léttbyggður, m.a. vegna þess að mykjutankurinn er
gerður úr trefjaplasti. Tómur vegur hann um 860 kg.
Framan við tankinn er miðflóttaaflsdæla, tengd aflúttaki
dráttarvélar með drifskafti. Hún dælir mykjunni út í tvo
dreifistúta aftast á dreifaranum. Þunn mykja dreifist
mjög vel en þykk mykja (>10% þe.) fremur illa. Til að
lækka þurrefnismagnið svo að meðhöndlunin gangi við-
unandi vel er algengt að þurfi auk þvagsins um 5-6 tonn
af vatni á hvern grip í fjósi. Losun á þunnri mykju úr
tankinum tekur 1,1 til 1,8 mín. en lengri tíma tekur að
tæma dreifarann af þykkari mykju. Afköst við útakstur
eru mjög háð þykkt mykjunnar en eru oft á bilinu 6-12
tonn á klst. Ætla verður 40-50 kW (55-68 hö) dráttarvél
fyrir dreifarann. Á prófunartímanum komu ekki fram
neinar bilanir eða óeðlilegt slit. Hann er auðveldur í
notkun og virðist traustbyggður.
5*94 - FREYR167