Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1994, Page 25

Freyr - 01.03.1994, Page 25
Ár 1993 Nr. 637 Borello - stjörnumúgavél Gerð: Borello 4000S. Framleiðandi: Borello Stefano C.s.n.c., Ítalíu. Innflytjandi: Orkutækni hf., Reykjavík. YFIRLIT Borello 4000S stjörnumúgavélin var reynd af Bútækni- deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1993 og notuð alls um 71 klst. Stjörnumúgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og knúin frá aflúttaki. Hún vegur um 515 kg. Múgavélin reyndist raka vel og skilja eftir litla dreif við algengar aðstæður. Magn dreifa í rakafari mældist að jafnaði um 85 kg þe/ha eða sem svarar 1,0 hb/ha við ökuhraða 5-10 km/klst. Við bestu aðstæður er dreifarmagnið um 60 kg þe/ha. Þrátt fyrir mikla vinnslubreidd reyndist vélin fylgja vel ójöfnum á yfirborði landsins. Hún getur rakað frá girðingum og skurðbökkum. Liður í beislisbúnaði vélarinnar gefur svigrúm til að vinna með vélinni í beygjum. Rakstrarfar vélarinnar er allt að 3,1 m að breidd. Hæfilegur ökuhraði var oftast um 8-12 km/klst. og afköst að jafnaði um 2,4 hs/klst. Vélin rýrir fram- þunga meðalstórra dráttarvélar talsvert og getur þurft að þyngja þær til að uppfylla ákvæði um þungahlutföll á dráttarvélum. Múgavélin er lipur í tengingu og notkun, virðist traustbyggð og engar bilanir komu fram á reynslutímabilinu. Ár 1993 Nr. 638 Deutz-Fahr - sláttuþyrla Gerð: Ðeutz-Fahr SM 324 SC. Framleiðandi: Green- land Nieuw-Vennep BV, Hollandi. Innflytjandi: Þór hf., Reykjavík. YFIRLIT Sláttuþyrlan Deutz-Fahr SM 324 SC með sambyggðum heyknosara var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins sumarið 1993. Hún var notuð alls um 25 klst. sem er óvenju skammur prófunartími. Hún er tengd á þrítengi dráttarvélar og lyft upp í flutningsstöðu ýmist til hliðar eða aftan við dráttarvél. Þyngd hennar er 800 kg. Sláttuþyrlan reyndist að jafnaði slá hreint og jafnt og var stubblengd í sláttufari að meðaltali 62 mm við ökuhraða 5-13 km/klst. Hægt er að stilla sláttunánd bæði með meiðum undir skífubakka svo og með lengd yfirtengis. Sláttubúnaður vélarinnar fylgdi vel ójöfnum landsins þrátt fyrir mikla vinnslubreidd. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar er allt að 2,45 m. Knosar- inn er fasttengdur á burðargrind vélarinnar og má stilla knosunarstigið með handföngum. Auka má verulega þurrkunarhraða heysins með knosuninni. Ætla verður að minnsta kosti 50 kW (68 hö) dráttarvél fyrir þyrluna til að nýta afkastagetu hennar. Sláttuþyrlan er tiltölu- lega lipur í stjórnun en þyngd hennar getur í flutningi raskað þungahlutföllum meðalstórrar dráttarvéla. Hnífaslit á reynslutímanum var innan eðlilegra marka. Hlífðardúkar vélarinnar eru vel úr garði gerðir en frákast knosarans er fremur mikið opið. Dagleg um- hirða er fljótleg. í lok reynslutímans var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á vélinni og engar meiri háttar bilanir komu fram á reynslutímanum. Sláttuþyrlan virð- ist vera traustbyggð og vönduð að allri gerð. 5*94 • FREYR169

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.