Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1994, Side 28

Freyr - 01.03.1994, Side 28
Greinoflokkur um hogfræöi 3. grein Almennt um fjárfestingar Gunnar R. Kristjánsson, Hagþjónustu landbúnaðarins í þessari grein er œtlunin að fjalla almennt um fjárfestingar, notkun arðsemisútreikninga og þá þœtti sem liggja til grundvallar fjárfestingarákvörðunum. Flokkun fjárfestinga. Fjárfestingar eru í eðli sínu mjög breytilegar. Þó má gróflega flokka þær í 7 flokka: A. Þvingaðar fjárfestingar, t.d. með löggjöf. B. Bráðafjárfestingar, t.d. til að halda markaðsstöðu. C. Endurnýjunarfjárfestingar, D. Kostnaðarsparandi og tekjuauk- andi fjárfestingar. E. Fjárfestingar í sambandi við ný verkefni og nýja markaði. F. Velferðarfjárfestingar. Flagkvæmnisútreikningar fjár- festinga skipta mismiklu máli eftir því í hvaða flokki fjárfestingin lendir og ábatinn er líka breytilegur. Ekki er hægt að búast við neinum ábata sé fjárfestingin lögbundin. Slíkar fjár- festingar ganga út á að finna ódýr- ustu lausnina. Það er heldur ekki hægt að ákvarða ábatann fyrir flokk F. Flokkur B nær yfir fjárfestingar sem nauðsynlegt er að njóti forgangs ef fyrirtækið vill halda núverandi markaðsstöðu. Flokkur C nær yfir fjárfestingar til að viðhalda núver- andi afkastagetu. Spurningin er oft- ast sú hvort skipta eigi út gömlum vélum nú eða seinna. I flokki D eru fjárfestingar sem fyrst og fremst er ætlað að bæta arðsemina. Flokkur E nær yfir fjárfestingar þar sem er erfitt að segja til um hver ábatinn verður. Áhættan er mest þegar þess- ar fjárfestingar eru metnar, t.d. vöruþróun, markaðssetning o.fl. Hvað erfjárfesting? Venjulega hefst hvert fjárfesting- arferli á því að leggja þarf til ein- hvern stofnkostnað. Með tímanum greiðir fjárfestingin sig upp og inn- borganir verða væntanlega hærri en útborganir. Þess vegna er hægt að Gunnar R. Kristjánsson. skilgreina fjárfestingu sem röð af inn- og útborgunum sem falla til á mismunandi tíma. Fjárfestingum er gjarnan stillt upp eins og mynd 1 sýnir. Þar sem greiðslur falla á mismun- andi tíma er ekki hægt að bera upp- hæðirnar saman vegna þess að virði þeirra breytist með tímanum. Sagt er að peningar hafi tímagildi. Virði 100 krónu seðils í dag er ekki það sama og virði hans eftir eitt ár. Mis- munur inn- og útborgana er leiðrétt- ur með vaxtareikningi. Við útreikn- ingana eru notaðir svokallaðir reiknivextir en þeir eru mælikvarði á þær kröfur sem fjárfestar gera um arð af því fjármagni sem þeir leggja í fjárfestinguna. Arðsemi. Til eru ýmsar aðferðir til að meta arðsemi fjárfestinga. Allar þessar aðferðir hafa einhverja annmarka, mismikla þó. „Kjarni allra fjárfest- ingareikninga er sá að bornar eru saman fjárupphæðir, sem falla á mis- munandi tíma“. (Gylfi Þ. Gíslason. 1986:96). Það er því grundvallarat- riði að þær aðferðir sem notaðar eru taki tillit til þess að verðgildi peninga er háð tíma. Þar sem ekki gefst tækifæri til að gera grein fyrir öllum aðferðum verður umfjöllunin aðeins miðuð við núvirðisaðferðina en það er sú aðferð sem líklega hefur náð mestri útbreiðslu. Aðferðin snýst um að reikna út tekjur og gjöld sem falla til í framtíðinni til verðlags dagsins í dag og bera saman við stofnkostnað fjárfestingarinnar. Sé núvirðið jafnhátt eða hærra en stofn- kostnaðurinn telst fjárfestingin arð- bær. Núvirði fjárfestingarinnar í Tafla 1. Ár Út- borgun Inn- borgun Greiðslu- flæði Afvöxtunar- stofn Núvirði 0 . . . . -1000 -1000 uo-° -1000 1 . . . . -100 -100 uo-1 -91 2 ... . 400 400 1,1(H 331 3 . . . . -200 -200 1,10-3 -150 4 . . . . 500 500 1,1(H 342 5 ... . 500 500 1,10-5 310 6 ... . 700 700 1,1(H 395 Samtals 137 172 FREYR - 5*94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.