Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1994, Qupperneq 34

Freyr - 01.03.1994, Qupperneq 34
Ráðunaufafundur 1994 Möguleikar lambakjöts á erlendum mörkuðum Ari Teitsson, héraðsráðunautur Þegar rœtt er um möguleika íslensks lambakjöts á erlendum mörkuðum hlýtur það að vera gert út frá þeirri grunnforsendu að kjötið skili þeim sem við framleiðsluferilinn vinna lífvœnlegum launum fyrir vinnu sína. Hve hátt verð þarf að nást fyrir kjötið til að það markmið náist getur hins vegar verið breytilegt vegna mismunandi vinnuþarfar og breyti- leika í öðrum kostnaði. Heimsmarkaðsverð á lambakjöti Hæpið er að tala um heimsmark- aðsverð á landbúnaðarvörum en orðið er þó oft notað til að skilgreina það markaðsverð sem gildir þegar þjóðir með mikla framleiðslu um- fram innanlandsþarfir afsetja hana í miklu magni þar sem kaupáhugi er fyrir hendi. Dæmi um slíkt er sala Nýsjálendinga á lambakjöti en þeir munu nú selja kjötið í heilum skrokkum á 160 kr./kg á höfnum við Norðursjóinn, (Bretland, Holland, Þýskaland, Danmörk). Þetta er í raun það verð sem í dag er hægt að reikna með fyrir óskilgreint lamba- kjöt í heilum skrokkum í frjálsri milliríkj averslun. Möguleikar á hœrra verði fyrir íslenskt lambakjöt Þrátt fyrir að íslenskt lambakjöt hafi verið flutt út í nokkrum mæli á hverju ári í nokkra áratugi hefur hvergi tekist að skapa því markað sem greiðir fyrir gæði íslenska kjöts- ins nema í Færeyjum en þar er greitt nálægt 60 kr. hærra verð á kg fyrir íslenskt kjöt en nýsjálenskt. Innflutningskvótar og tollaívilnanir í Svíþjóð höfum við umsamda heimild til að flytja inn allt að 650 tonn af lambakjöti á tímabilinu frá 1. janúar til 30. júní ár hvert án þess að á kjötið leggist tollur. 178 FREYR - 5*94 Ari Teitsson. Tollur á innflutt nýsjálenskt kjöt á sama tíma er á bilinu 120-150 kr./kg og gefur þetta okkur möguleika á að ná þar betra verði en ella, en margt fólk af arabiskum uppruna er í Sví- þjóð og þar því áhugi á neyslu kinda- kjöts. Sambærilegir samningar eru í gildi við Noreg um 600 tonna innflutning en önnur staða er þar á mörkuðum. Innflutningsheimildir með tollaí- vilnunum til EB landa eru 600 tonn á ári en þar er sá hængur á að aðeins tvö sláturhús hafa viðurkenningu EB og enn aðeins vegna heilla skrokka. Framlelðsla undlr sérstökum gœðamerkjum Vitað er að íslenskt lambakjöt er meiri náttúruafurð (minna notað af hjálparefnum við framleiðsluna) en flest annað kjöt sem ekki er þó af villtum dýrum. Þetta gefur tvímælalaust mögu- leika á sölu á hærra verði, einkum ef hægt er að staðfesta hreinleikann eftir viðurkenndum aðferðum. Það merkasta sem unnist hefur á því sviði er án efa sú verklýsing sem Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir og Erlendur Garðarsson hafa unnið og er nú til staðfestingar hjá heil- brigðisyfirvöldum í BNA. Sú stað- festing gerir mögulegt að flytja til BNA kjöt merkt: Án hormóna, án lyfjaleifa, án illgresiseyðingarlyfja, án skordýraeiturslyfja. Síðari tvær fullyrðingarnar eiga keppinautar okkar á þessum markaði erfitt með að uppfylla. Meginatriði nefndrar verklýsing- ar eru eftirfarandi: Hvert lamb sérmerkt. Bóndi ábyrgist að ekkert af nefndum efnum hafi verið notað eða fundist í fóðri lambsins. Hóp bóndans af sérmerktum lömbum slátrað sér í sláturhúsi með sérstöku vottorði frá bónda. Kjöt bóndans síðan geymt að- greintfrá öðru kjöti. Allt kjötsemfer á markað merkt viðkomandi bónda ásamt ná- kvœmri merkingu um fjölda stykkja og magn. Þetta má í raun kalla vistvænt kjöt. Skilgreining á vistvænu og líf- rænu kjöti er skemmra á veg komið í EB löndum en þar, eins og í BNA, er vaxandi áhugi á hollustu matvæla samfara vandamálum sem upp hafa komið vegna aukaefna í kjöti.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.