Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 9
Æðarvarpið á Stað stendur á gömlum merg. Héðinn og Snœbjörn Árnasynir gœla við spaka ceðarkollu. Ljósm. Árni Snctbjörnsson. bæir, Staður og Árbær sem er hérna norðan við ána. Við erum líka sam- an um dúntekjuna, vinnum að því saman og skiptum afrakstrinum í lokin. Veturinn 1993-1994 voru um 400 kindur á fóðrum á Stað og sjö mjólk- andi kýr. Mjólk er seld til mjólkur- búsins í Búðardal. í nýlegu húsi, sem stendur fyrir ofan kirkjuna, reka Staðarbændur ferðaþjónustu. Þar eru sjö rúm og er húsið mest leigt fyrir vikuleigu í júlí og ágúst. Aðsókn er mjög góð, en ferðaþjónustu hófu Staðarhjón 1988, og segja að skemmtilegt sé að sinna henni. Ferðatíminn er stuttur, frá því í júnílok og framundir miðjan ágúst, og ofurlítið lengur í góðum berja- sumrum. Eiríkur segir að hjá þeim á Stað sé ekki berjaland, en í næsta nágrenni. Féð á Stað gengur mest á fjallinu fyrir ofan bæinn og inn í Hlíð í Þorskafirði, en það er jörð sem Ei- ríkur á þar. Á gamla túninu í Hlíð hefur Eirík- ur geldneyti allt sumarið. Einnig hefur hann upprekstur í Kollabúð- um og flytur þangað nokkrar kindur á vorin. Aðspurður segir Eiríkur að smalamennska sé talsvert fyrirhafn- arsöm, það sé sumsstaðar erfitt land, giljótt og klettótt. Fuglabjarg er inn með Þorskafirðinum, fyrir ofan Laugaland. Þar þurfti á árum áður að sækja kindur sem voru í sjálfheldu, en af einhverjum orsök- um hafa bændur verið lausir við það síðari árin. Á þessu svæði er ágætt sauðland og meðalvigt hjá Eiríki er um 16 kíló. Vetrarbeit fyrirfé er góð á Stað og var hún nýtt fyrr á árum; var þá beitt á fjöruna og flóann (þ.e. mýrlent land) og á fjallið líka þegar fór að vora. Dúntekjan á Stað er í eyjunum við landið og talsvert upp í landið, upp um allan flóann. Dúnninn er full- unninn heima fyrir í vélum. Jón Þórðarson í Árbæ sér um það verk. Samstarf nágrannanna Talsverð hlunnindi eru af grá- sleppu þegar þannig árar, en vorið 1993 áraði illa fyrir hana. Eiríkur segir að farið sé að sækja lengra og lengra út eftir henni. Þeir Þórður bóndi í Ábæ eiga bát saman og gera sameiginlega út. „Við erum með sameiginlegan rekstur í mörgu" segir Eiríkur, „t.d. um allt sem viðkemur varpinu og útgerðinni. Við byggðum okkur vélageymslu og heimilisverkstæði og rekum það saman; rúllubinditæki eigum við saman og heyjum sameig- inlega. Þetta munar helmingi í tækjakaupum, t.d. í sambandi við verkstæðið, þarna eru tveir um hvert tæki. Og þetta er ágætt á veturna þegar maður er mikið að vinna á verkstæðinu, ef að þurfa að vera tveir við verk, þá er oft annar til taks, það er þægilegt. Um 350 manns búa í Reykhóla- sveit sem má telja í hópi góðsveita landsins. Þar er fjölbreytileg nátt- úrufegurð. Sveitin er gróin og grös- ug, kjarri og lyngi vaxin allvíða og þar eru mikil berjalönd. Norður af sveitinni rísa Vaðalfjöll, tveir sér- kennilegir, samstæðir stuðlabergs- hnjúkar, um 100 m háir yfir hciðinni í kring; eru það fornir gígtappar. Vel rekið kaupfélag Þau Sigfríður og Eiríkur segja að lítil hreyFmg sé á fólki úr sveitinni. Það sé að öðru jöfnu kyrrt á jörðum sínurn. „Það er mikilvægt fyrir svona landbúnaðarhérað að þar sé rekið traust sláturhús og kaupfélag,“ bendir Eiríkur á, „það er undirstaða svona byggðarlags. Kaupfélag okk- ar heitir Kaupfélag Krjóksfjarðar. Þar er sláturhús sem búið er að vera að endurbyggja frá grunni núna á seinni árum og hefur verið gert af ótrúlegri útsjónarsemi og hag- kvæmni.“ Eiríkur leggur áherslu á að héraðsmenn séu alveg einstak- lega heppnir með kaupfélagsstjóra sinn, Sigurð Reyni Bjarnason. „Við þyrftum eiginlega að fá hann fjölfaldaðan", segir Sigfríður. „Sigurður Reynir rekur kaupfé- lagið eins og einkafyrirtæki“, heldur Eiríkur áfram, en hann á sæti í stjórn kaupfélagsins. I Reykhólasveit er þéttbýlt og talsvert félagslíf. Tónlistarskóli var stofnaður þar fyrir þremur árum og þá um leið Samkór Reykhóla- hrepps. Tónlistarskólinn hefur ekki verið starfandi í vetur. í samkórnum starfa 34 félagar úr fjórum sóknum, Flateyjarsókn, Gufudalssókn, Geiradalssókn og Reykhólasókn. 13-14'94 - FREYR 473

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.