Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 24
Lífrœnar varnir Á allra síðustu árum, hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting gagnvart notkun plöntulyfja í garðyrkju, og þá sérstaklega við rœktun matjurta, hvort heldur er hjá garðyrkjumönnum eða almenninai. Kröfur neytenda aukast sífellt um minnkaða notkun plöntulyfja, sérstak- lega við ræktun matjurta, vegna hugs- anlegra leifa efnanna í afurðum og náttúru. Þessar kröfur neytenda falla mjög vel að óskum framleiðenda, þar sem notkun þeirra á plöntulyfjum stafar eingöngu af illri nauðsyn. Framleiðendur vilja því gjarnan hætta notkun þeirra. Hvað eru lífrœnar varnir? Með lífrænum vörnum er hér átt við eyðingu ýrnissa skaðvalda, sem herja á nytjaplöntumar, með ákveðnum tegundum nytjadýra sem lifa að meira eða minna leyti á skaðvöldunum og geta á þann hátt oft haldið þeim í skefjum. Tiltækar eru nú nokkrar tegundir skordýra, maura, baktería, sveppa, þráðorma og vírusa. Einungis er leyfi- legt að llytja hingað til lands hluta þessara nytjadýra. Þegar beitt er lífrænum vömum, er nytjadýrum dreift sem fyrst eftir að meindýrin fara á kreik. Sé nytja- dýmnum dreift áfram reglulega, er lítil hætta á að meindýrin nái sér aftur á strik. A.m.k. einu sinni í viku em plönt- umar skoðaðar vandlega og leitað að meindýrum eða ummerkjum þeirra. Þegar meindýr finnast er staðurinn merktur og nytjadýrum dreift þar eins fljótt og kostur er og fylgst vandlega með þessum svæðum á næstu vikum. Þegar ákveðið er að beita lífrænum vömum gegn meindýrum, er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að nytjadýrin eru mun viðkvæmari fyrir plöntulyfjum en meindýrin. Síðast liðin ár hefur notkun líf- rænna vama aukist mjög hér á landi, einkum gegn meindýrum við ræktun grænmetis í gróðurhúsum. Eftir því sem menn hafa náð tökum á lífrænum vömum gegn meindýrum, hefur áhuginn farið ört vaxandi fyrir því að finna svipaðar lausnir gagnvart sveppasjúkdómum. Sú vinna er kom- in talsvert á veg og er megin áherslan enn sem komið er lögð á jarðvegs- sveppi sem leggjast á rætur plantn- anna. Rqnmaurar Agæt reynsla er komin á ránmaur- inn Phytoseiulus persimilis, sem hefur reynst mjög áhrifaríkur gegn spuna- maur í mörgum plöntutegundum. Ránmaurinn er lítill, appelsínugulur að lit og perulaga. Hann lifir eingön- gu á spunamaurum og kýs fremur egg og ungar lirfur en fullvaxta dýr. Hann leitar spunamaurinn uppi og drepur hann með því að sjúga næringu úr honum. Fullvaxinn ránmaur getur étið allt að 20 spunamaurslirfur og 5 full- vaxna spunamaura á dag. Fram til þessa hafa verið á mark- aðnum tvær tegundir ránmaura gegn kögurvængju, (Amhlyseius cucumeris og A. harkeri). Fullvaxinn ránmaur ræðst einkum á ungar kögurvængjalirfur og drepur þær með því að sjúga næringu úr þeim. Ránmaurinn leitar fómardýrin uppi. Hver ránmaur étur 2-3 kög- urvængjalirfur á dag. Sníkjuvespur Sníkjuvespur (Aphidius matricariae og A. colemani) gegn blaðlús eru um 2 mm langar, með grannt mitti og langa fálmara. Sníkjuvespan verpir eggjum sínum inn í blaðlýsnar og fer allur þroskunarferillinn fram inni í lúsunum. Fullvaxið kvendýr sníkjuvespu gegn mjöllús (Encarsia formosa) er 0,6-0,8 mm langt, með 4 glæra vængi, svartan haus og gulan búk. Hvert kvendýr verpir um 80-120 eggjum í lirfur mjöllúsarinnar og þroskunarfer- illinn úr eggi yfir í fullvaxta dýr er um 20-30 dagar. Ránmý Fullvaxið ránmý er um 3 mm langt og líkist litlu bitmýi.Kvendýrin verpa eggjum sínum inn í blaðlúsaþyrping- ar. Nýklaktar lirfur leita uppi blaðlýs og drepa þær með því að sjúga nær- ingu úr þeim. Lirfumar geta líka sprautað eitri inn í blaðlýsnar og drepið þær. Rántíta - Orius. Nú er koinið á markað nýtt nytja- dýr, rántítan (Orius), og er einkum ætluð gegn blómakögurvængju. Hér er um gráðugt rándýr að ræða, sem ræðst einnig á ýmsar tegundir smárra 488 FREYR - 13-14 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.