Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 33
Algengast er að dýrum sé gefið mat- arsalt (NaCl) til að tryggja að nóg sé af natrium í foðrinu, en í matarsalti eru frumefnin matrium og klór. Natríum örvar uppsog aminosýra og sykra þar sem þessi efni tengjast natriumjónum í þörmunum. Skortur á natrium veldur lítilli átlyst, sljóleika og krampa. Svín geta þolað 2-3 sinn- um meira magn af natrium en mælt er með í fóðurblöndum, ef þau hafa frjálsan aðgang að vatni. Natrium- eitrun lýsir sér í miklum þorsta, lítilli átlyst, krampa, óreglulegum gangi, uppköstum og háunt blóðþrýstingi. Klór Klór er einn af mikilvægustu raf- vökum líkamans eins og natrium og hefur áhrif á jafnvægi vökva í líkam- anum eins og natrium. Einnig hefur klór áhrif á jafnvægi sýrustigs í lík- amanum og maganum. Skortur á klór veldur vöðvakrampa, sljóleika og lít- illi átlyst. Svín geta þolað 3-4 sinnum meira magn af klór en mælt er með í fóðurblöndum, ef þau hafa frjálsan aðgang að vatni. Klóreitrun veldur miklum þorsta, lítilli átlyst, krampa, óreglulegum gangi og uppköstum. Kalium Kalium er einn af rafvökum líkam- ans eins og natrium og klór og hefur áhrif á jafnvægi vökva í líkamanum, færslu taugaboða og starfsemi vöðva. í fóðurblöndum er næstum alltaf meira af kalíum en fóðurþarfir gera ráð fyrir vegna mikils magns af kali- um í fóðri bæði úr jurta og dýraríkinu. Mikið magn af kalium hindrar nýtingu á magnesium. Skortur á kali- um kemur fram sem lítil átlyst, úfið háralag og óreglulegur gangur. Ef frjáls aðgangur er að vatni geta dýrim þolað vel miklar breytingar á kalium- magninu eða allt að 7-8 sinnum meira en mælt er með í fóðurblöndum. Notkun á kaliumauðugu fóðri t.d. melasa, mysu og grasmjöli, getur valdið erfiðleikum vegna of mikils magn af kalium í fóðrinu. Kaliumeitr- un veldur óreglulegum hjartslætti eða jafnvel hjartastoppi. Magnesium Magnesium er í mörgum hvötum, en urn 70% af magnesium í líkaman- um er í beinagrindinni. Ef skortur er á magnesíum í fóðrinu nýtist magnes- ium sem er í beinagrindinni. Magnesiummagnið í fóðri er venju- lega það mikið að ekki er nauðsynlegt að bæta við magnesium í fóðrið við venjulegar aðstæður. Uppsog á magnesium fer aðallega fram aftast í smáþörmunum. Mikið magn af kalíum dregur úr nýtingu á magnesíum. Mikið magn af magnes- ium dregur úr nýtingu á kalsíum og forsfór. Skortur á magnesíum veldur liða- bólgu, helti, lömun, krampa og lítilli átlyst. Magnesíumeitrun veldur niðurgangi og jafnvel vöðvalömun. Nauðsynlegt er að rétt hlutfall sé á milli kalsíum og magnesíum til að taugaboð berist. Þar sem magnesíum hefur áhrif á tauga- boð er talið að 0,2% magnesíumoxið í fóðurblöndum dragi úr atorku grísa og komi þannig í veg fyrir stress. Járn í líkamanum er jám mikilvægur hluti af blóðrauðanum eða hemoglob- ininu. Jámið í rauðu blóðkomunum bindur súrefni og flytur það til frum- anna, sem nota súrefni til að nýta orku næringarefnanna. Einnig er að finna jám í blóðvökva, mjólk, lifur og nokkrum hvötum. Tvenns konar gerðir eru af jámi, annars vegar sem ferri-jónir (Fe+++) og hins vegar sem ferró-jónir (Fe++). Ferró-jónir sogast óhindrað upp í þör- munum en ferrí-jónir sameinast öðr- um efnum til að auðvelda uppsogið. Ýmis efni auðvelda uppsog á jámi svo sem sumar amínósýmr (valin og histidin), ascorbinsýra eða D-vítamín, lífrænar sýrur (t.d. mjólkursýra, sítr- ónsýra) og sykrur (t.d. fruktósi). Mikið magn af ólífrænu fosfati dregur úr uppsogi á jámi þar sem fos- fatið myndar ásamt jámi óuppleysan- leg sölt. Sama er að segja um mikið magn af zinki, cadmium og mangan en þessi steinefni hindra uppsog á jámi. Jám veldur sýringu í vöðvum, en E-vítamín, sem bindur súrefni og kemur í veg fyrir þessa sýringu. Þess vegna getur skortur á E-vítamíni vald- ið svokölluðu jámsjokki hjá grísum. Einkenni jámskorts eru bleikfölir grísir, sem verða fljótt móðir og ör- magna. Helstu einkenni jámeitrunar em lystarleysi, lítill vaxtarhraði. 13-14‘94-FREYR 497

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.