Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 21
raforkuverði og aðflutningsgjöldum rekstrarvara, auk annarra álaga, myndi bæta samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu stórum gagnvart innflutningi. Aðgerða þörf Það er augljóst að enn er langt í land með það að Islendingar borði grænmeti í því magni sem æskilegt er talið. Nú hafa garðyrkjubændur ásamt Sölufélagi garðyrkjumanna og Agæti hf. gengið enn frekar til liðs við sjón- armið Manneldisráðs og bundist samtökum um að gera átak til að freista þess að vekja okkur Islendinga til vitundar um kosti þess að borða meira grænmeti. Helstu grœnmetistegundir sem eru í rœktun á Islandi I sölu allt árið: Steinselja, kryddjurtir, sveppir, salat, gúrkur I sölu snemmsumars og fram á haust: Tómatar, paprika I sölu síðsumar og fram á vetur: Gulrœtur, gulrófur, hvítkál, blómkál, kínakál, skrautkál, párra, spergilkál, sellerí Plöntulyf og eftirlit Notkun plöntulyfja er lítil í garð- yrkju hér á landi, ma vegna þess að strangar kröfur eru gerðar til hollustu grænmetis. Plöntulyf eru oft á tíðum ódýr lausn og leyfileg í mörgum Evrópulöndum. Innan Evrópubanda- lagsins er til að mynda leyfður fjöldi efna sem mörg hver eru með öllu bönnuð á Norðurlöndunum. Dönsku neytendasamtökin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og ótttast stór- aukna notkun plöntulyfja með innri markaði Evrópubandalagsins. Það er umhugsunarvert að eftirlit með efna- innihaldi garðyrkjuafurða má teljast með minnsta móti hér á landi þótt innflutningur hafi stóraukist á undan- fömum árum. Aukin notkun alls kyns óæskilegra efna við matvælaframleiðslu er í aug- um margra vaxandi áhyggjuefni, og þá ekki aðeins notkun plöntulyfja heldur einnig vaxtarhormóna, lyfja og aukaefna ýmiss konar. Hér á landi hefur virku eftirliti með efnainnihaldi matvöru enn ekki verið komið á fót, hvort heldur um innlenda eða inn- flutta framleiðslu er að ræða, þótt innlendir matvælaframleiðendur hafi ítrekað óskað þess. Óskert hollusta Sagt hefur verið að við séum það sem við borðum og lykillinn að hollu mataræði er, eins og flestir vita, græn- meti og ávextir; fitusnauð fæða sem er sneisafull af fjörefnum, steinefnum og trefjum. En heilbrigði og hollusta eru hvoru tveggja nátengd framleiðsluaðferðum. Eiturefnanotkun í garðyrkju rýrir ekki aðeins heilnæmi fæðunnar heldur hefur hún óæskileg áhrif bæði á um- hverfið og þá sem þar vinna. A töll- unni hér að neðan getur að líta notkun vamarefna OECD- landanna á hvem hektara ræktaðs lands. ísland er í næstneðsta sæti. Þess má geta að við notum drjúgan hluta þessara efna í garða við hús sem lækkar verulega það hlutafall sem notað er á matjurtir. Samanburður á notkun varnarefna efni kg/ha Holland 18,5 Japan 17,6 Ítalía 13,3 Belgía 11,3 Grikkland 8,9 Bretland 5,8 Portúgal 5,8 Sviss 5,1 Frakkland 4,5 Austurríki 4,2 V-Þýskaland 4,2 Danmörk 2,6 Noregur 1,8 Bandaríkin 1,8 írland 1,5 Svíþjóð 1,4 Kanada 0,9 Finnland 0,8 Island 0,6 Tyrkland 0,3 Heimild: OCED Environmental Data Compendium 1989 MOLflR Lífrœnar varnir Ymiss konar meindýrum í gróð- urhúsum má verjast með tvenns konar hætti; annað hvort með hefð- bundnum plöntulyfjum eða með nátt- úrulegri gagnsókn, ef svo má að orði komast. Með því að sleppa út dýmm eða sveppum sem herja á skaðvaldinn má koma á náttúrulegu jafnvægi í gróðurhúsunum. Notkun ránmaura og annara nytjadýra og sveppa fer vax- andi og hér á landi er notkun lífrænna vama orðin býsna algeng í græn- metisframleiðslu. Þar sem stór hluti plöntumeindýra hefur borist hingað til lands með innfluttum vamingi em nytjadýrin ekki til sem eðlilegur hluti íslenska lífríkisins. Við flytjum þau hins vegar inn og höfum gert það um nokkurt skeið og þannig hefur dregið stórlega úr notkun plöntulyfja. Gegn roðamaur og kögurvængjum flytjum við inn ránmaura sem lifa aðalega á lirfum meindýranna. Til að halda mjöllús í skefjun er notuð vespa sem verpir eggjum sínum í lirfur mjöllúsarinnar og klekjast þær þar út. Einnig er notuð vespa til að halda blaðlús niðri. Sú vespa er til hér í náttúmnni og er hún ásamt lirfu maríuhænunnar dæmi um innlenda náttúrulegar vamir. Gegn lirfum ranabjöllunnar em notaðir þráðormar sem skríða inn í lirfuna og fjölga sér og drepa lirfuna. Nú er nýhafin innflutningur á rán- títu til að halda blómakögurvængjunni í skefjun. 13-14*94 - FREYR 485

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.