Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 27
vinnuafl dýrara í verði. samanborið við önnur aðföng. Þetta leiddi þróun landbúnaðarins inn á næsta stig sem varir ef til vill enn, en er hægt og rólega að fjara út. Á þessu tímabili var allt kapp lagt á að framfarir, þróun og nýjungar minnkuðu vinnuþörf og/eða vinnuálag. Af nýjungum sem komu fram í fjósum hérlendis má nefna ristarflórinn, rörmjaltakerfi og mjaltabása auk þess sem allar flutn- ingaleiðir fóðurs víkkuðu eftir því sem tækninni fleytti fram. I fjárhús- unum komu rimlagólf og haugkjallari, fyrst grunnur en síðar vélgengur og húsin urðu einangruð og búin vél- rænni loftræstingu. Stóru svína- og alifuglabúin koma beint inn á þetta stig með vélræna fóðrun og flóknar innréttingar. Það sem vekur athygli er að allar þessar nýjungar miðast við þarfir mannsins. Kýrnar gera ekki kröfur um ristarflór eða mjaltabás, sauðfé sækist ekki eftir dýrum, vel einangruðum byggingum og varphænur kæra sig ekkert frekar um að vera lokaðar inni í búrum. Þegar menn fara að átta sig á því að hámarksframfarir verða aðeins tryggðar, til lengri tíma litið, með því að taka fullt tillit til allra þarfa búfjárins og umhverfisins, er talað um að þriðja stigið hefjist. Líklegt er að þau sjónarmið sem einkenna hann, móti þróun landbúnaðar næstu ár og áratugi. Áratugaþróun sem miðaðist við hámarks framleiðslu, en lágmarks vinnuafl í því skyni að lágmarka afurðaverð, hefur endað í blindgötu. Störf við landbúnað eru víða orðin mjög óvinsæl vegna þess hve einhæf þau geta orðið á stórum búum og þrátt fyrir fjölbreytni á litlum og meðal- stórum búum er vinnuálagið þar mik- ið og afraksturinn lítill. Þá hafa kröfur neytenda um hagræðingu víða leitt til ómannúðlegrar meðferðar á skepnum og stórfelldrar umhverfismengunnar. Þess má geta að á stórum svæðum í Vestur-Evrópu er allt grunnvatn ódrykkjarhæft vegna mengunar af völdum búfjáráburðar. Viðbrögðin við þessu eru að minni áhersla er lögð á hámarksframleiðslu og fækkun starfsfólks (enda offram- boð af bæði mat og fólki) en í staðinn eru gerðar kröfur um að framleiðslu- aðferðimar taki mið að þörfum grip- anna og umhverfisins. Grundvallar- þarfir gripanna eru skilgreindar upp á nýtt og grunnskipulagi bygginganna breytt þannig að það þjóni þessum Af öllu framleiddu korni í heiminum fer nú tœplega 40% í dýrafóður þörfum. Hugmyndafræðin er sú að gripirnir eigi að búa við sem eðlileg- ast umhverfi sem yfirlcitt felur f sér lausagöngu í hópum með sem mest- um möguleikum á útivist. Samhliða þessu þarf landbúnaðurinn nú og í framtíðinni að nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt og meðferð úrgangs og aukaafurða eins og búfjáráburðar þarf að vera með þeim hætti að umhverfið beri ekki skaða af. Þessi nýju viðhorf, sem ekki eru að fullu mótuð ennþá. kalla á miklar breytingar á sviði húsvistar og fóðr- unar. Tjóðrun húsdýra stóran hluta ævi þeirra getur ekki talist viðunandi framtíðarlausn þó hún geti verið full- gild til skemmri tíma vegna vanda- mála við tæknilega útfærslu annara húsvistarforma. Fóðrun búfjár þarf að vera með þeint hætti að gæði af- urðanna verði hafin yfir vafa og mengun frá framleiðslunni sé í lág- marki. I báðum tilvikum þarf að leita nýrra leiða þar sem saman fara hagkvæmni framleiðslu og umhverf- isvemd í víðasta skilningi. Þau vandamál sem við Islendingar eigum við að etja með því að fylgja þessari stefnu eru aðallega bundin við langan innistöðutíma vegna ótryggs tíðarfars og skort á hálmi og öðrum undirburði sem nota mætti í legu- svæði dýranna. Styrkur okkar felst hins vegar í dreifðri byggð sent hefur það í för með sér að auðlindir landsins nýtast vel og lítil hætta er á mengun af völd- um áburðarefna. (Við lítum á búfjár- áburð sem auðlind og nýtum hann m.a. til að græða upp örfoka land). Einnig eru búin lítil og rekin á mjög manneskjulegan hátt. Við stöndum því að mörgu leyti betur að vígi en margar aðrar þjóðir við að þróa okkar landbúnað áfram eftir þessum nýju forsendum. Leiðimar sem við höfum, byggjast á nýtingu þeirrar þekkingar sem fyrir er og ekki síður, frekari þekkingar- öflun. Á sviði tækni og fóðrunar ber tvennt hæst: Upplýsingatækni og líf- tækni. Upplýsingatæknin hefur m.a. verið nýtt til að þróa sjálfvirk fóðurkerfi sem taka mið af þörfum hvers ein- Hugmyndafrœðin er sú að gripirnir eigi að húa við sem eðlilegast umhverfi sem yfir- leitt felur í sér lausagöngu í hópum með sem mestum möguleikum ú útivist. Sauðfé á beit í Dómadal á Landmannaafrétti. (Freysmynd) 13-14'94 - FREYR 491

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.