Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 29

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 29
1. Sjálfstætt starfandi einstaklingur sem starfar við eigin rekstur eða sjálfstæða starfsemi í því umfangi að honum sé gert að standa ntán- aðarlega, eða með öðrum reglu- bundnum hætti skv. ákvörðun skattyfirvalda. skil á trygginga- gjaldi og virðisaukaskatti. 2. Rekstur; sjálfstæð starfsemi eða rekstur með eða án sérstaks at- vinnutækis. 3. Nákominn: einstaklingur sem er tengdur eða skyldur sjálfstætt starfandi. sbr. 3. gr. laga um gjald- þrotaskipti nr. 21/1991. Bótaréttur 2. gr. Atvinnuleysisbætur sjálfstætt starf- andi sem verður atvinnulaus og er í atvinnuleit og uppfyllir skilyrði reglu- gerðar þessarar ákvarðast á eftirfar- andi hátt: 1. Hafi hlutaðeigandi staðið mán- aðarlega í skilum með greiðslu tryggingargjalds og staðgreiðslu- skatts af reiknuðu endurgjaldi mið- að við fullt starf vegna síðustu 12 mánaða áður en hann varð at- vinnulaus, á hann rétt á hámarks- bótum, sbr. 24. gr. laga um at- vinnuleysistryggingar, en hlutfalls- lega ella miðað við fjölda mánaða sem tryggingagjald var skilað. 2. Hafi hlutaðeigandi á liðnum 12 mánuðum verið bæði í launavinnu og rekstri, þá skal hver mánuður sem tryggingagjald og stað- greiðsluskattur hefur verið greitt fyrir miðað við fullt starf, sam- svara fullri dagvinnu þann mánuð við úrskurð bóta. 3. Greiðslur bóta skulu aldrei hefjast fyrr en 15 virkum dögum (3 vik- um) eftir að hlutaðeigandi skráði sig atvinnulausan og staðreynt hefur verið að hann var sjálfstætt starfandi, að hann hefur lagt starf- semina niður og er í atvinnuleit og hann uppfyllir skilyrði reglna þessara að örðu leyti. 4. Að öðru leyti gilda ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar um bótarétt, útreikning bóta og bið- tíma vegna tekjutengingar. Lok sjálfstæðrar starfsemi 3. gr. Sjálfstætt starfandi telst atvinnu- laus, þegar hann uppfyllir öll eftirtalin skilyrði: 1. er hættur rekstri, sbr. 4.-6. gr„ 2. hefur ekki tekjur eða tekjuígildi af rekstri. 3. hefur ekki hafið störf sem launa- maður, 4. er sannanlega í atvinnuleit og getur tekið tilboðum um vinnu, 5. hefur tilkynnt lok rekstrarins til opinberra aðila, sbr. 4. gr. Árstíðabundin stöðvun starfsemi eða tímabundin hlé, vegna verkefna- skorts eða af öðrum ástæðum, veita sjálfstætt starfandi ekki rétt til at- vinnuleysisbóta. Stjóm atvinnuleysis- tryggingasjóðs skal þó hafa til hlið- sjónar hvort einstaklingum hefur verið gert ókleift að halda áfram rekstri vegna sérstakrar löggjafar um at- vinnustarfsemi þeirra, enda sé stöðv- unin samfleytt í lleiri en 24 daga. 4. gr. Til að tilkynning um lok sjálf- stæðrar starfsemi teljist fullnægjandi, þarf hún að bera með sér að: 1. lok sjálfstæðrar starfsemi hafi ver- ið tilkynnt launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra og 2. Virðisaukaskattskyldri starfsemi hefur verið hætt. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs metur að öðru leyti hvað er fullnægj- andi trygging fyrir því að sjálfstætt starfandi hafi hætt starfsemi. 5. gr. Sjálfstætt starfandi sem hefur hald- ið áfram persónubundnu starfi sínu við reksturinn eftir að hafa byrjað í launavinnu telst ekki atvinnulaus og í atvinnuleit, þó hann missi launavin- nuna, nema hann uppfylli skilyrði 3. gr. eða sýnt þyki að reksturinn fram- fleyti aðeins öðrum aðila sem hefur starfað að fullu við reksturinn. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs metur hvort skilyrði þessi séu uppfyllt. Afhending eða lokun 6. gr. Sjálfstætt starfandi telst hættur rekstri ef hann sannar að rekstri hafi verið hætt, hann framselur öðrum eða tekinn til gjaldþrotaskipta. Sjálfstætt starfandi getur talist vera hættur rekstri áður en að til afhendin- gar eða lokunar kemur, ef hlutað- eigandi leggur fram skriflega sönnun á því að honum hafi verið gert ókleift að halda rekstrinum áfram, t.d. með vörslusviptingu atvinnutækis. Sjálfstætt starfandi getur ekki upp- fyllt skilyrði 1. og 2. mgr. með því að afhenda reksturinn nákomnum í merkingu 1. til 3. gr. laga um gjald- þrotaskipti nr. 21/1991. Sjálfstætt starfandi getur uppfyllt skilyrði 1. og 2. mgr. með því að afhenda reksturinn afkomendum eða öðrum nákomnum ef sýnt þyki að reksturinn framfleyti aðeins þeim sem tóku við rekstrinum, þegar yfirtakan átti sér stað. Skal miðað við að dregið hafi úr veltu á hvoru undangenginna tveggja reikn- ingsára er nemi samtals að lágmarki 40% yfir tímabilið. Stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs metur hvort skil- yrði þessi séu uppfyllt. 7. gr. Sjálfstætt starfandi sem telst at- vinnulaus skv. 3. gr. getur sótt unt það til stjómar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs að hefja sjálfstæða starfsemi að nýju áður en 12 mánuðir eru liðnir án þess að sæta viðurlögum skv. 8. gr. enda hafi skapast forsendur fyrir því að hefja rekstur á nýjan leik í a.m.k. 60 virka daga. Stjóm Atvinnuleysis- tryggingasjóðs metur hvenær þessar forsendur eru fyrir hendi. Viðurlög 8. gr. Nú verður sjálfstætt starfandi upp- vís að því að hafa sótt um atvinnu- leysisbætur í hléi vegna verkefna- skorts eða af öðrum ástæðum eða að hafa haldið áfram stjálfstæðri starf- semi án tilskilinnar skattalegrar skrán- ingar og skal stjóm Atvinnuleysis- tryggingasjóðs eða sá sem stjórnin hefur falið að annast greiðslu lífeyris- bóta til sjálfstætt starfandi, endur- krefja hlutaðeigandi um ofgreiddar bætur í samræmi við ákvæði 41. gr. laga um atvinnyleysistryggingar nr. 93/1993. Jafnframt skal hiutaðeigandi sviptur bótarétti í hámarkstíma skv. 41. gr. laganna. Nú hefur sjálfstætt starfandi í starfs- grein sem í eðli sínu er árstíðabundin störf í greininni að nýju innan 12 mánaða frá því að hann sótti um atvinnuleysisbætur og skal þá litið svo á að um tímabundið hlé hafi verið að ræða, sem ekki veitti rétt til at- vinnuleysisbóta. Ef stjóm Atvinnu- leysistryggingasjóðs hefur ekki veitt samþykki sitt fyrir að rekstur sé hafinn á nýjan leik sbr. 7. gr. skal stjóm Atvinnuleysistryggingasjóðs eða sá sem stjómin hefur falið að annast greiðslu atvinnuleysisbóta til sjálfstætt starfandi, endurkrefja hlut- aðeigandi um greiddar atvinnuleysis- bætur í samræmi við ákvæði 41. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Jafnframt skal svipta hlutaðeigandi bótarétti í hámarkstíma skv. 41. gr. Frh. á hls. 458 13-14*94 - FREYR 493

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.