Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Síða 36

Freyr - 01.07.1994, Síða 36
frh. Sjóöagj' d af sauöfjárafuröum Eitt af því, sem ástæða er til að endurskoða nú í ljósi breyttra aðstæðna í landbúnaði, eru sjóðagjöld og ráðstöfun þeirra. Því er nauðsynlegt að bændur geri sér grein fyrir hver þessi gjöld eru og hvert þau renna. Sjóðagjöld eru tvennskonar; búnaðarmálasjóðsgjald er 1,8% af framleiðslukostnaðarverði (afurðastöðvagreiðslum + bein- greiðslum) og neytendagjald, sem er 2,25% af óniðurgreiddu heildsölu- verði kindakjöts. Hér er sýnt hve há þessi gjöld eru annars vegar af verðlagsgrundvallarbúi og hins vegar af hverju kg kindakjöts. Gert er ráð fyrir að bóndinn fái kr. 3.500.000,- fyrirframleiðslu verðlagsgrundvallar- búsins (7625 kg kjöts, 521 slátur og 411,7 kg ull) og óniðurgreitt heildsöluverð kjötsins sé kr. 4.200.000,-. Búnaðarmála- sjóður Neytenda- gjald Samtals Afbúi Afkg Afbúi Af kg Af búi Afkg Stéttarsamband bænda 8.750 1,15 8.750 1,15 B únaðarsambönd 17.500 2,30 17.500 2,30 Sauðfjárbændasamtök 2.625 0,34 2.625 0,34 Búnaðarfélag Islands 2.625 0,34 2.625 0,34 Stofnlánadeild landb. 7.000 0,92 84.000 11,02 91.000 11,94 Forfallaþjónusta 14.000 1,84 14.000 1,84 Bjargráðasjóður 10.500 1,38 10.500 1,38 Framleiðsluráð landb. 10.500 1,38 10.500 1,38 Samtals kr 63.000 8,27 94.500 12,40 157.500 20,67 GÉFÍÐOGARÐÁNN Nokkrar grœnar staðreyndir Á íslandi þekja gróðurhús um 17 ha eða u.þ.b. 170.000 m2. Verðmæti hús- anna, án ræktunar og tækja, er um kr. 1,8 milljarðar. Ætla má að kæli- geymslur, pökkunarhús, véla- og verkfærahús séu u.þ.b. 400 milljón króna virði og eru þá ekki talin með íbúðarhús og land. Á árinu 1990 var heildar framleiðsluverðmæti græn- metis og blóma tæpur einn milljarður króna og eru þá kartöflur ekki með- taldar. Heilsársstörf eru um 350 og auk þess eru um 200 sumarstarfs- menn. Ætla má að tvö störf í þjónustu tengist hverju ársstarfi í framleiðslu, eða um 700 manns. Framlög frá hinu opinbera til fjárfestinga í græna geir- anum hafa aldrei verið veruleg og framleiðslan hefur aldrei notið styrkja né verðábyrgða. Þá hefur garðyrkja ekki notið sömu framlaga og styrkja og margar aðrar búgreinar. Jarða- og húsabótaframlög til garðyrkjunnar voru tæp 750 þúsund krónur á árinu 1990 og um 4,5 milljónir króna þegar mest var, árið 1987. Til samanburðar má nefna að framlög til annarra bú- Gróðurhús í Hveragerði. Freysmynd. greina námu 37 milljón krónum árið 1990 og 217 milljón krónum 1987 á verðlagi hvers árs. Hvað styrkjakerfi Evrópubandalagsins varðar nam heildarstuðningur þess árið 1990 til garðyrkju og ávaxtaræktar 16.859 milljón ECU eða um 1.200 milljarða íslenskra króna (miðað við tollgengi ECU í ágúst 1991). Þar er því um verulegan framleiðslustuðning að ræða. 500 FREYR- 13-14'94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.