Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 15
Ferðamannaþjónusta við Jökitlsárlón á Breiðamerkursandi. Dtemi nm uppbyggingu sveitafóiks í nýrri atvinnustaifsemi: Veitingaskáli við Jökulsárlón. Eiðfaxi kemur út á ensku og þýsku framkvæmdir. Spurt var um á hvaða sviðum væri þörf á frekari stuðningi og töldu 42 þörf á aðstoð vegna fjár- festingar, 31 vegna öflunar frekari þekkingar og fæmi, 21 töldu þörf að aðgangi að upplýsingum og 33 aðstoð við markaðsöflun. Heildarniðurstaðan úr þessum könn- unum er, að mínu mati sú, að fólk eygi árangur í verkefnum sínum eða hafi náð áþreifanlegum árangri. Aætl- anir umsækjenda hafa að meirihluta staðist, fyrirgreiðslan var nægileg, sem sýnir varfærni í fjárfestingu og góða nteðferð fjár þar sem styrkup- phæðir eru oft ekki ýkja háar, en meðaltal styrkupphæða er nú um 160 þúsund krónur. og að síðustu að fólk horfir af áræði til framtíðar. Ætla má að þessi 84 verkefni skapi beint rúm 50 ársverk og síðan er um óbeina veltu og atvinnusköpun að ræða sem erfiðara er að áætla. Niðurlag. Til Smáverkefnasjóðs var stofnað með þann megintilgang að styðja við smærra framtak í sveitum, að finna leið til að styðja með árangri verkefni sem almennt höfðu ekki verið skil- greind innan verkahrings Framleiðni- sjóðs og að stuðla þannig að atvinnu- sköpun og ljölbreyttara atvinnulífi í sveitunum. Styrkjum Smáverkefnasjóðs hefur verið varið til margvíslegra, raun- hæfra verkefna sem hafa mörg skilað árangri. I umsóknum til sjóðsins er lítið um óraunhæf áfonn eða hug- myndir, ef til vill síast slíkt út þegar í upphafi við mat á áformunum. I því sambandi má geta þess að á fimmta hundrað aðilar hafa fengið umsóknar- form sjóðsins, en eins og áður hefur kontið fram teíja umsóknir nú 265. Þá ber einnig að hafa í huga að aðrir og einkum opinberir aðilar veita styrki í hliðstæðum tilgangi og má þar eink- um nefna styrki til að efla atvinnu- þátttöku kvenna og frumkvæði. Við stofnun Smáverkefnasjóðs var óljóst um þörf þess hlutverks sem honum var ætlað og því lagt upp með tveggja ára starfstíma. Þjónusta hans Itefur nú staðið á 4. ár og ekki verður annað séð af vax- andi ásókn eftir aðstoð að hlutverki hans sé lokið. Stéttarsambandið og stjóm Framleiðnisjóðs þurfa því nú að meta tilgang hans og árangur, framtíð hans og hlutverk. Eiðfaxi hf sent hefur í mörg ár gefið út tímaritið Eiðfaxa fyrir hestamenn, gefur nú út erlent tímarit sem heitir Eiðfaxi Intemational. Erlendum áskrifendum hins ís- lenska Eiðfaxa hefur fjölgað gríðar- lega undanfarin ár og það hefur verið hvati þeirra að Islandsferðum og vax- andi áhuga á íslenska hestinum. Út- dráttur á ensku. þýsku og sænsku hef- ur fylgt blaðinu fram til þessa. Eiðfaxi Intemational er gefinn út á þýsku og ensku. Efni blaðsins verður m.a. úrval úr íslenska Eiðfaxa og fjallar fyrst og fremst unt þá þætti hestamennskunnar sem tengjast ís- lenska hestinum. Fjöldi litmynda prýðir blaðið og það flytur greinar, fréttir og fróðleik heiman frá og er- lendis. Fyrst um sinn kemur blaðið út ársfjórðungslega. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 91-685316. Úr fréttatilkynningu. 13-14'94 - FREYR 479

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.