Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 01.07.1994, Blaðsíða 35
GEFIÐ á, GARÐANN Aðalfundur LS 1994 Landssamtök sauðfjárbænda halda aðalfund að Reykjum í Hrútafirði 22. og 23. ágúst nk. Auk venjulegra aðalfundarstarfa þarf þessi fundur að ræða og taka afstöðu til ýmissa mikilvægra mála varðandi sauðtjárræktina. Þau helstu eru: 1. Ráðstafanir vegna kindakjöts- birgða og nvting heimilda til töku verðskerðingargjalda. Nú eru heimildir í lögum til að taka verðskerðingargjald af sauðfjár- afurðum allt að 10% af afurða- stöðvaverði. Vegna mikilla birgða getur verið nauðsy nlegt að nýta þessar heimildir að töluverðu leyti í haust. 2. Úthlutun greiðslumarks til framleiðslu. Liggja mun fyrir hvert verður heildargreiðslumarkfyrirverðlagsárið 1995-1996. en fyrir miðjan september tekur landbúnaðarráðherra ákvörðun um hve miklu af því verður úthlutað til framleiðslu. 3. Aðild sauðfjárbænda að Forfallaþjónustu í sveitum. Komið hefur í ljós að sauðfjárbændur, senr hafa innan við 140 ærgilda greiðslumark (um 2550 kg). hafa engan rétt til forfallaþjónustu en eru krafðirgreiðslu til hennar. Taka þarf afstöðu til hvort rétt sé að gefa þeint og öðrum sauðfjárbændum, sem ekki kæra sig um þessa þjónustu, tækifæri til að losa sig frá henni. 4. Stofnun nvrra heildarsamtaka bænda og tengsl sauðfjárbænda- samtakanna við þau. Endanleg ákvörðun um sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda mun verða tekin á aðalfundi Stéttarsambnandsins og Búnaðarþingi í lok ágúst. Ekki er ákveðið hvernig starf búgreina- samtakanna verður tengt starfi heildarsamtakanna og hversu mikið forræði þau fá í málefnum sinnar greinar. 5. Humyndir að brevttri fram- leiðsustjórnun í sauðfjárrækt. Stjórn LS setti í vetrarbyrjun fram hugmyndir að verulega breyttri framleiðslutjórnun. Meginatriði þeirra er að meta allt innlegg greiðslumarkshafa jafngilt og fari sama hlutfall frá öllunt inn á umsýslusamninga til útflutnings. Aðalfundurinn þarf að taka afstöðu til hvort rétt sé að vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og þá hvenær. 6. Afurðastölukerfið. Rétt er að ræða hvort núverandi afurðasölukerfi þjóni nógu vel hagsmunum suaðfjárbændaeðahvort mögulegt sé að gera á því breytingar til bóta. 7. Verðlagning og staðgreiðsla sauðfjárafurða. Æskilegt er að fundurinn taki afstöðu til hvort æskilegt sé að breyta gildandi lögunt unt verðlagningu sauðfjár- afurða og fyrirkomulagi greiðslna fyrir þær. 8. Útflutningur sauðfjárafurða. Ræða þarf árangur af sölustarfi erlendis og hvaða möguleikar eru á útflutningi sauðfjárafurða fyrir viðunandi verð. Ymis fleiri mál verða sjálfsagt rædd og tekin afstaða til á fundinum bæði að frumkvæði stjórnar LS og fulltrúa sauðfjárbændafélaganna. Mjög mikilvægt er að fulltrúar komi úr öllum héruðum, en búnaðar- samböndin hafa heimild til að tilnefna fulltrúa fyrir þau héruð þar sem sauðfjárbændafélög eru ekki starfandi. Landssamtök sauðfjárbænda » form, Amór Karlsson » Amarholti 13-14'94-FREYR 499

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.