Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 17

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 17
Ungir bœndasynir í Brattahlíð. (Ljósm. G.Þ.,i. en lækkar svo þegar utar dregur niður í 7-8 gráður. Markmið ráðunautanna er að stækka túnin verulega til að minnka kjamfóðurþörfina, en það krefst mikillar ræktunarvinnu. Að meðal- tali bera bændur 100 kg N/ha á túnin í tilbúnum áburði. Búfjáráburður hefur ekki verið nýttur sem skyldi á Grænlandi, m.a. vegna þess að menn eru hræddir við illgresisfræ frá hon- um, en sumir bændur eiga í erfið- leikum með illgresi í túnum hjá sér. Þar sem jarðvegur er jafn lítill og þama, verður búfjáráburður að telj- ast mjög verðmætur. Ráðunautarnir reyna að fá menn til að nýta hann betur. Túnin eru slegin einu sinni og þá gjaman síðla sumars. Flestir rúlla heyið og pakka því í plast. Græn- fóðurrækt er þónokkur, u.þ.b. 20- 30% af gróffóðrinu. Það er eingöngu ræktað til slægna. Það er einkum rúgur og hafrar sem menn rækta og á síðustu árum einnig rýgresi. Mikið er af vallarsveifgrasi í gömlum grænlenskum túnum, þar er einnig túnvingull, língresi, snarrótarpuntur (hann er þó sjaldgæfur) og ýmsir tvíkímblöðungar. Nú eru einkum tvær grasfræblöndur notaðar, önnur með 60% vallarfoxgrasi (Engmo), 30% vallarsveifgrasi (Lavang) og 10% hálíngresi (Leikvin), en hin sem ætluðu er á þurrari tún með 60% vallarfoxgrasi (Engmo), 30% túnvingli (Leik) og 10% vallarsveif- grasi (Lavang). Einnig hafa menn sáð snarrótarpunti og beringspunti frá íslandi. Kal getur orðið nokkuð mikið í túnum sum ár og það er þá svellkal. Þurrkar geta einnig hamlað sprettu verulega. Búin eru yfirleitt nokkuð vel vél- vædd, og rafmagn er víða framleitt með díselrafstöðvum. Fjárhúsin eru frekar vönduð, einkum þau nýrri. Yfirleitt er ekki rennandi vatn í fjárhúsum. Að meðaltali eru um 325 ær á hverju búi. Féð líkist mjög okkar fé eins og það var áður en skipulegar kynbætur fyrir vaxtarlagi hófust. Meirihluti fjárins er hyrndur og allir litir sem við höfum virðast einnig til þar. Ferhymt fé og forystufé er lík- lega ekki til. Féð er á húsi frá nóvemberlokum fram að burði. Á þessum tíma er það samt mikið úti á beit. Menn reikna með að hver ær fái 0,1 FE á dag með beit. Ærnar bera á húsi í maí, en fljótlega er þeim sleppt á útjörð með lömbin. Um 1,2 lömb koma til nytja eftir hverja á. Lömbunum er svo slátrað á tímabilinu 15. sept. - 20. okt. Al- gengt er að fallþungi sé 15-17 kg. Eitt sláturhús er í landinu, í Narsaq. Þangað em lömbin flutt á prömm- um. Ullin er ekki nýtt og oft er féð rúið á haustin. Féð er yfirleitt mjög hraust og burðarerfíðleikar fátíðir. Nánast engir sjúkdómar herja á fjárstofninn þarna. Kindunum er gefíð ormalyf á haustin. Flundaæði hefur geisað í villtum refum á Grænlandi á þessu ári og nokkrar kindur hafa veikst. Kerfisbundið kynbótastarf er tak- markað, en menn velja gjaman tvílembinga til ásetnings og þá stærri lömbin. Menn reyna einnig að velja til ásetnings fé með góða bak- og lærvöðva og góðar herðar. Tilraunastöð er starfrækt í Uper- naviarsuk sem er 10 km frá Juli- aneháb, en þangað verður þó að fara sjóleiðina. Þar hafa verið gerðar jarðræktartilraunir, sauðfjárræktar- tilraunir og garðyrkjutilraunir, en í smáum stíl. Þama er einnig lítill bændaskóli þar sem um 5 nemendur hefja nám á ári hverju. Námið tekur þrjú ár, þar af eitt ár í verknámi á ís- landi. Grænlenskur landbúnaður nýtur mikilla styrkja frá hinu opinbera, má þar nefna styrki til áburðarkaupa, vélakaupa, bygginga, ræktunar o.fl. Auk þess fá þeir styrk á hvert kjötkíló sem þeir framleiða. Enn eiga Grænlendingar land- svæði sem hægt væri að nýta til búskapar í framtíðinni. Þeir leggja þó höfuð áherslu á að bæta þann búskap sem fyrir er. Afskipti íslendinga af grœn- lenskum landbúnaði Það voru íslenskir menn sem fyrstir stunduðu landbúnað á Græn- landi og afskipti þeirra hafa haldið áfram á þessu síðara landbúnaðar- skeiði. Eins og áður segir er græn- lenska féð af íslenskum uppruna og hrossastofninn að miklu leyti. Nokkrir Islendingar hafa stundað landbúnaðarrannsóknir og leiðbein- ingar á Grænlandi. Árin 1921-1923 dvaldi Rannveig Líndal á Græn- landi. Hún kenndi þar tóskap og matreiðslu sauðfjárafurða (1). Árið 1931 fór Sigurður Stefánsson til Grænlands og starfaði lengi við sauðfjárræktærbú bæði í Eystri- og Vestribyggð. Árið 1976 gerði Rannsóknastofn- un landbúnaðarins samning við grænlensk stjórnvöld um rannsóknir á grænlensku haglendi, um meðferð sauðfjár og á ræktunarmöguleikum (2). Undir stjóm Ingva Þorsteins- sonar voru gerð gróðurkort af allri Eystribyggð og beitarþol úthagans ákvarðað en honum er skipt í 35 beitarsvæði (3). Enn fremur gerðu Ingvi Þorsteinsson og Bjöm Jó- Frh. á bls. 809. 21*94 - FREYR 777

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.