Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1994, Page 22

Freyr - 01.11.1994, Page 22
1. Inngangur. Að frumkvæði stjómar Stéttarsambands bænda hefur verið tekin saman eftirfarandi greinargerð um tryggingar í landbúnaði. Markmiðið með því er að fá samandregið yfirlit um þær tryggingar sem bændum er boðið upp á, gera grein fyrir hvort þeir séu á einhvem hátt að tvítryggja sig gegnum það flókna framboð trygginga sem þeim er boðið upp á og draga fram valkosti við ein- staka tryggingarmöguleika. Upplýsingar voru fengnar hjá Vátrygginga- félagi Islands hf., Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Tryggingastofnun ríkisins, Bjargráðasjóði og Lífeyrissjóði bænda. Leitast er við að gefa hlut- lausa lýsingu á tryggingum í landbúnaði án þess að gera greinarmun á því frá hvaða tryggingar- félagi tryggingin er enda er eðli þeirra í flestum tilvikum mjög áþekkt. í eftirfarandi greinargerð er tekið saman yfirlit yfir helstu tryggingarflokka sem snerta bændur, helstu staðreyndir varðandi hvem trygg- ingarflokk og því lýst hvað sé tryggt og hvað ekki, ef skil milli þess eru óljós. Einnig er tekið saman yfirlit yfir ýmis önnur atriði sem snerta réttindamál bænda og þá trygg- ingarvernd sem þeir njóta á ýmsum öðrum sviðum svo sem í gegnum Lífeyrissjóð bænda, Bjargráðasjóð og Tryggingastofnun ríkisins. Að síðustu eru sett upp dæmi um kostnað vegna vátryggingarvemdar á ímynduðu búi þannig að auðveldara sé að átta sig á hvemig tryggingarpakki fyrir eitt bú er samsettur og hvað hann kostar. 782 FREYR-21'94

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.