Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 27

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 27
3. Tryggingar ökutœkja 3.1. Ökutœkjatrygging. 3.1.1. Lögboðin ábyrgðartrygging. Skráningarskyld ökutæki geta verið: Bifreiðar, dráttarvélar fjórhjól og snjósleðar. Vátryggingin nær til sérhverrar skaðabótakröfu sem vátryggingartaka er skylt að vátryggja gegn, samkvæmt gildandi umferðarlögum sem eigandi hins vátryggða ökutækis, vegna tjóns sem hlýst af notkun þess. Greiðsluskylda tryggingafélags takmarkast við þá vátryggingarupphæð sem tilgreind er í trygg- ingarskírteini. Vátryggingartaki er tryggður svo og hver sá sem notar ökutækið með hans samþykki. Tryggingin nær einungis til slysa sem dráttarvél veldur þegar hún er í notkun sem ökutæki, en ekki sem aflgjafi samkvæmt skilgreiningu tryggingarfélaganna sem byggir á umferðar- lögum. 3.1.2. Slysatrygging ökumanns og eigenda. Tryggingin greiðir bætur fyrir tjón vegna umferðarslyss, sem ökumaður verður fyrir við stjóm hins vátryggða ökutækis eða ef hann er farþegi í hinu vátryggða ökutæki. Hámarksbætur eru nú 14 miljónir króna. Bætur úr þessari slysatryggingu dragast frá skaðabótum sem tjónþoli kann að eiga rétt á eftir umferðarlögum eða öðrum skaðabótareglum. Þessi trygging nær einungis til slysa sem ökumaður dráttarvélar verður fyrir við akstur hennar samkvæmt skil- greiningu tryggingarfélaganna sem byggir á um- ferðarlögum. Hún bætir ekki tjón sem kann að orsakast af því að dráttarvélin er notuð sem afl- gjafi við bústörf, svo sem til að knýja blásara eða heyvinnutæki. I slíkum tilvikum verður til að koma sérstök slysatrygging. 3.1.3. Framrúðutrygging. Vátryggingin tryggir framrúðu venjulegrar bifreiðar. Tryggingin bætir brot á rúðunni. 3.2. Kaskótrygging. * Tryggingin bætir skemmdir á ökutækinu sjálfu af eldingu, eldsvoða og sprengingu sem af hon- um hlýst, árekstri, áakstri, veltu eða hrapi, grjóthruni, snjóflóði og skriðufalli. Einnig bæt- ir hún skemmdir sem hljótast vegna tilrauna til að stela ökutækinu. Til viðbótar bætir kaskó- trygging bifreiðar tjón vegna foks, flutninga- slyss, brot á rúðum og skemmdir á palli vöru- bifreiðar. * Tryggingin bætir ekki ýmis tjón sem hér eru ekki talin upp, svo og ef tjón hlýst við ýmiss konar óeðlilegar kringumstæður. * Tryggingin skiptist í al-kaskó eða hálf-kaskó. al-kaskó bætir áfallið tjón að fullu, en í hálf- kaskó er um að ræða 50% sjálfsábyrgð í hverju einstöku tjóni. Einnig eru möguleikar á svo- kallaðri vegakaskó og umferðarkaskótryggingu þar sem bíleigandi getur tekið mið af því við hvaða aðstæður bfllinn er notaður og hvers eðlis áhættan er. Iðgjald er ákveðið eftir iðgjaldaskrá trygging- arfélaganna. 3.3. Brunatrygging ökutœkis. Vátryggingin bætir skemmdir á ökutækinu sem verða vegna eldsvoða, eldingar eða sprenginga sem stafa af eldinum. Iðgjald kr. 929 til 1455 eftir aldri. 3.4. Hálf-kaskó. Tryggir ökutæki gegn bruna, þjófnaði, 50% í veltu/hrapi, allar rúður. Iðgjald kr. 2.257 - 3.533 eftir aldri. 21*94-FREYR 787

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.