Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1994, Side 40

Freyr - 01.11.1994, Side 40
Ný tilraunafjárhús vígð á Hesti Þann 7. október sl. voru formlega tekin í notkun á ný og vegleg tilraunafjárhús á Hesti við hátíðlega athöfn að viðstöddu nokkru fjölmenni. Þar á meðal voru landbúnaðarráðherra, forystumenn bœndasamtakanna og rannsóknamála landbúnaðarins, vísindamenn og sérfrœðingar í sauðfjárrœkt o.fl. Á þeim fimmtíu árum sem sauð- fjártilraunabúið hafa starfað, hefur þar verið unnið mikið af merki- legum rannsóknum sem íslenskir fjárbændur hafa notið góðs af í sínu starfi og þær hafa einnig vakið athygli í útlöndum. Tildrög að stofnun búsins á Hesti má rekja til setningar laga um til- raunamál landbúnaðarins frá 1940 en dr. Halldór Pálsson sauðfjárrækt- arráðunautur Búnaðarfélags íslands gekkst fyrir því að tilraunabúið var stofnað og mótaði viðfangsefni þess. Sauðfjárrœktar- rannsóknir íslendinga vekja athygli „Að öllum greinum landbúnaðar- vísinda ólöstuðum, þá eru það senni- lega sauðfjárræktarrannsóknir okkar íslendinga sem mesta athygli hafa vakið í heimi búvísindanna. Þessi verkefni ná til margra sviða, svo sem erfðafræði, lífeðlisfræði, fóður- fræði, beitarrannsókna og atferlis- fræði, svo nokkur dæmi séu tekin“, sagði Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rala við þetta tækifæri. Ytri að- stæður leiddu til þess í tímans rás að skipulagi sauðfjárrannsókna var breytt og sú þróun leiddi til þess að ekki var hægt að sinna nýjum og brýnum verkefnum sem biðu úr- lausnar. Tilraunir með sauðfé og söfnun gagna fór fram á fjórum tilraunastöðvum Búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskóla Islands og síðar Rannsóknastofnunar landbún- aðarins út um landið. Einnig var samstarf við bændaskólana og bændur, og miklar beitartilraunir voru gerðar í kjölfar þjóðargjafar- innar 1974. Um þessar mundir var í mörg horn að líta í landbúnaðarrannsóknum. Þarfirnar voru margar og brýnar í rannsóknasviðum og verkefnum Fjárstofninn á Hesti hefur verið rœktaður og rannsakaður í 50 ár. (Ljósm. Magnús Sigsteinsson). Jónas Jónsson afhenti Rannsóknastofnun landhúnaðarins Ijósmynd af dr. Halldóri Pálssyni sem Þorsteinn Tómasson forstjóri Rala veitti móttöku. Freysmyndir. 800 FREYR -21'94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.