Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 48

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 48
Menntun mjólkureftirlitsmanna Kristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður Á árinu 1993 bauð Bœndaskólinn á Hvanneyri í fyrsta skipti upp á frœðslu fyrir mjólkureftirlitsmenn og þá sem sinna viðgerðar- og eftirlitsstörfum hjá Einn af föstum þáttum í starfi mjólkureftirlitsmanna er árleg skoðun á hirðu mjalta- búnaðar ásamt mœlingum og lagfœringu á búnaðinum. Guðmundur Karlsson, eftir- litsmaður hjá Ms. KEA, er hér við skoðun í fjósi Tilraunastöðvarinnar á Möðru- völlum. Soghœðin og kranar mœldir í Möðruvallafjósinu. Endurmenntunardeild skólans hóf þá í samvinnu við SVEM (Samtök viðgerðar- og eftirlitsmanna við mjólkurframleiðslu) markvissa fræðslu fyrir félagsmenn samtakanna og aðra þá sem áhuga hafa á og starfa að málefnum mjólkurframleiðenda. Strax í upphafi var ákveðið að reyna að koma eins víða við og unnt væri til þess að stuðla að sem viðtækastri vitneskju manna á all flóknu sam- spili hrámjólkurgæða og vélbúnaðar til mjólkurframleiðslu, þ.e. mjalta- kerfa og búnaðar sem þeim fylgir, aðstæðna og hreinlætisþátta á fram- leiðslusstað og síðast en ekki síst á ástand og virkni mjólkurkælitank- anna sjálfra. Það er ekki úr vegi að kynna örlítið í stórum dráttum starfsemi og tilurð SVEM þar sem þau samtök hafa ekki látið mikið fara fyrir sér og hafa því ekki verið áberandi í landbúnaðargeiranum. Samtökin voru stofnuð á Akureyri 19. mars 1982 og voru stofnendur 17 talsins dreifðir um landið og höfðu það sameiginlegt að starfa allir við eftirlit og/eða viðgerðir á mjaltabúnaði og mjólkurtönkum hjá mjólkurframleiðendum á vegum mjólkursamlaganna. Fyrstu stjórn samtakanna skipuðu þeir Ari Teits- son, Ms.KÞ, sem kjörinn var fyrsti formaður samtakanna, Jón Finnsson Ms.KB, og Guðmundur Karlsson Ms.KEA. Núverandi stjóm samtakanna 1994-1997 skipa Kristján Gunn- arsson Ms. KEA, formaður stjórnar, og með honum þeir Gunnar Kjart- ansson MBF og Friðjón Jóhannsson Ms. KHB. Markmið samtakanna var og er að stuðla að fræðslu félagsmanna sinna og samræmingu starfa þeirra aðila sem að þessu málum vinna, gæta sameiginlegra hagsmuna mjólkur- framleiðenda og mjólkursamlaga. Síðar tengdust þau svo starfsemi skyldra aðila á hinum Norðurlönd- unum. Ákveðið var að í tenglsum við árlegan aðalfund SVEM yrði ævinlega boðið upp á fræðslufyrir- lestur og hefur svo verið æ síðan og hafa ailt upp í fjórir fyrirlestrar verið haldnir á hverjum fundi samtakanna árlega og hafa þeir komið úr ýmsum 808 FREYR-21'94

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.