Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Síða 52

Freyr - 01.11.1994, Síða 52
STÖRF OG STRRFSMCNN Heiðrún Guðmundsdóttir var ráðin endurmenntunarstjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í 50% starfi og kennari á garð- plöntubraut í 50% starfi frá 1. sept- ember sl. Heiðrún er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskólanum árið 1978 og lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ árið 1994. Maður hennar er Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun. Heiðrún er frá Halllandi á Svalbarðsströnd. Gunnar G. Valdimarsson var ráðinn fulltrúi hjá Hagþjónustu land- búnaðarins á Hvanneyri um eins árs skeið, í leyfi Gunnars Kristjánsson- ar, frá 25. september sl. Verkefni hans verður m.a. að vinna niður- stöður úr búreikningum bænda. Gunnar er stúdent frá Mennta- skólanum við Sund í Reykjavík árið 1985 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í San Francisco, USA. árið 1994. Gunnar er fæddur árið 1964 í Hrísey, en hefur búið í Reykjavík frá sjö ára aldri. Ámi Snæbjörnsson tók fyrir nokkru við umsjón með Smá- verkefnasjóði landbúnaðarins en hlutverk þess sjóðs er að styrkja ný atvinnuverkefni í dreifbýli. Umsjón með sjóðnum hafði áður Amaldur M. Bjamason, atvinnumálafulltrúi bændasamtakanna. Árni mun jafnframt sem fyrr gegna starfi jarðræktar- og hlunn- indaráðunautar hjá Búnaðarfélagi Is- lands, en gert er ráð fyrir að hlutur jarðræktar í starfi hans minnki. Sími og póstfang Smáverkefna- sjóðs verður hjá Búnaðarfélagi Is- lands, pósthólf 7080, 127 Reykja- vík, sími 91-630300. Amaldur M. Bjarnason var ráðinn fulltrúi hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins frá 1. september sl. Verkefni hans verður að afla upp- lýsinga um viðmiðunarverð til álagningar verðjöfnunargjalda á inn- fluttar búvörur samkvæmt GATT- samningnum, þegar hann tekur gildi. Amaldur var áður atvinnumála- fulltrúi bændasamtakanna. Gerður Stefánsdóttir tók við kenn- arastöðu við Bændaskólann á Hól- um ásamt rannsóknarstöðu í um- hverfis- og vistfræði frá 1. mars sl. Gerður er stúdent frá MH árið 1980 og búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1981. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1985 og Cand Scient prófi í örverufræði frá Háskólandum í Árósum í Danmörku árið 1989. Gerður starfaði við vistfræðirann- sóknir við Mývatn á árunum 1989- 1994, auk þess sem hún kenndi líf- fræði og efnafræði við Fjölbrauta- skólann á Suðurnesjum. Gerður er Reykvíkingur. Gunnar Kristjánsson, fulltrúi hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri hefur verið ráðinn ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands frá 1. september sl. um eins árs skeið. Aðalverkefni hans verða hagfræðileiðbeiningar og uppgjör búreikninga á svæði sambandsins. 812 FREYR- 21'94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.