Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1994, Side 53

Freyr - 01.11.1994, Side 53
Formannafundur NBC í Reykjavík Norrœnu bœndasamtökin NBC vilja varðveita sameiginlega landbúnaðarhefð Formenn bændasamtakanna á öllum Norðurlöndunum, NBC, hittast árlega til að funda um stöðu landbúnaðar á Norðurlönd- um. Að þessu sinni fór fundur þeirra fram á Hótel Sögu í Reykjavík, 6. nóvember sl. og sendi frá sér ályktun þá sem er birt hér á eftir. Eins og fram kemur í ályktuninni, telja formennirnir það ekki hafa áhrif á samstarf innan Norrænu bændasamtakanna þótt einhver Norðurlandanna kunni að standa utan Evrópusambandsins. Þá ætla þau að beita sér fyrir því að land- búnaður á Norðurlöndunum geti lagað sig að kröfum nýja GATT- samkomulagsins án þess að það komi niður á því sem norrænn land- búnaður stendur fyrir, sem er fyrst og fremst sjálfbær atvinnuvegur í sátt við náttúruna og framleiðsla heilnæmra matvæla. Ályktun. NBC er 60 ára og mun áfram standa vörð um hagsmuni land- búnaðar á Norðurlöndum. Norrænir bændur hafa starfað saman í 60 ára á vettvangi Norrænu bændasamtakanna, NBC (Nordens Bondeorganisationers Centralrád). Samtökin hafa reynst farsæl í starfi á breytingartímum. Síðasti áratugur hefur einkennst af miklum breytingum og kröfum til landbúnaðar á Norðurlöndunum, í Evrópu og í heiminum öllum. Land- búnaðurinn er veigamikill þáttur í nýja GATT samkomulaginu og miklar kröfur gerðar til hans þar. Umfangsmikil endurskoðun hefur átt og á sér stað í landbúnaðarmálum í Evrópu. Umhverfismál í landbún- aði eru í brennidepli á alþjóða- vettvangi. Mannfjölgun í heiminum er hröð og kallar á aukna matvæla- framleiðslu. Framundan er stækkun Evrópu- sambandsins með a.m.k. einu Norð- urlandanna. Finnland hefur sam- þykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. I Svíþjóð og Noregi verður greitt þjóðaratkvæði um aðild eftir 6 og 21 dag. Samvinna norrænna bænda innan NBC verður að laga sig að breyttum starfsskilyrðum. Burðarás samvinn- unnar við þessi nýju skilyrði verður að vera hinn sami og verið hefur undanfarin 60 ár, það er náið sam- starf norrænna bænda,- Bændur á Norðurlöndunum hafa svipuð við- horf í starfi sínu: Virðinguna fyrir landi og dýrum, skilninginn á skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlinda, viljann til að standa vel að rekstri búa sinna og síðast en ekki síst viss- una um að með starfi sínu séu þeir að fullnægja grundvallarþörf manns- ins fyrir heilnæmri fæðu. NBC mun starfa áfram á þessum grunni, óháð því hvaða Norðurlönd gerast aðilar að Evrópusambandinu. Málefnum norræns landbúnaðar verður áfram haldið á lofti á Norður- löndunum og á alþjóðlegum vett- vangi. Þau eru: * umhverfismálin og sjálfbær þró- un landbúnaðarins MOLflfi Sláturfé í Borgarfirði hefur fœkkað um 35.000 Sauðfé í Borgarfirði hefur fækkað mikið á undanfömum ámm eins og annarsstaðar á landinu. Um síðustu áramót var Afurðasölu Kaupfélags Borgfirðinga breytt í hlutafélag sem heitir Afurðasalan í Borgarnesi hf. Þar var í haust er leið slátrað 44.259 dilkum og 3.125 full- orðnum, samtals 47.384 kindum. Meðalþyngd var 15,6 kg. Sláturfé í Borgarfirði hefur fækkað um 35.000 fjár frá því þegar fé var flest í hér- aðinu fyrir nokkrum ámm. * virðing fyrir náttúruauðlindunum, einnig í alþjóðlegu samhengi * góð meðferð húsdýra * hrein matvæli í hæsta gæðaflokki * öflug samvinna í landbúnaði * áhersla á þýðingu landbúnaðarins fyrir lifandi dreifbýli Formannaráð NBC, saman komið á fundi í Reykjavík, vill næstu ára- tugi standa vörð um það besta sem norræn landbúnaðarhefð felur í sér, á tímum mikilla breytinga. í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJÓVAOOALMENNAR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.