Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1995, Page 5

Freyr - 01.08.1995, Page 5
að vernda hagsmuni sína og verðmætasköpun þegar atvinna þegna þeiira er í húfi. Kjölfestan í íslenskum landbúnaði er mat- vælaframleiðsla. Margs konar önnur verð- mætasköpun fer þar einnig fram, auk þess sem margháttuð menningarverðmæti standa og falla með byggð í dreifbýli. Þótt þau verðmæti verði ekki metin til fjár eiga þau t.d. mikinn þátt í verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Við umfjöllun á innflutningi búvara er nauðsynlegt að hafa heildarhagsmuni þjóðar- innar í bráð og lengd að leiðarljósi. M.E. Með grœna fingur Framhald af bls. 322 Þetta fólk aðstoðaði okkur við að safna og áhöfn þyrlunnar lét líka hendur standa fram úr ermum einstaka sinnum. Þegar heim kom, afhenti ég Til- raunastöð Skógræktar rrkisins á Mógilsá allt efnið sem við höfðum safnað og síðan var hafist handa við að fjölga því. Mikið af þessu kom merkilega vel til, t.d. runnafura sem getur orðið alltað fimm metrar á hæð. Hún er næst-algengsta skóg- viðarplantan á Kamtsjatka og vex alveg frá sjávarmáli upp í 1200- 1500 m hæð. Algengasta viðarteg- undin er steinbjörkin og af henni tókum við líka talsvert. Við hirtum líka mjög mikið af elri en af því eru tvær tegundir eystra. Annars vegar er hæruölur sem getur orðið býsna hátt tré, 14-15 og jafnvel 16 m á albestu stöðum í námunda við ámar; hinsvegar er það hrísölur sem fljótt á litið virðist vera allsstaðar, þar sem á annað borð er trjágróður. Ölur er sjálfbjarga með köfnunar- efni vegna rótarbaktería sem vinna það úr loftinu. Spumingu um hvort hann hyggð- ist fara enn eina ferð til Austur- heims í söfnunarferð svaraði Óli að sig langaði helst til að fara til Kúríl- eyja, eyjaklasa á milli Japans og Kamtsjatka-skaga. J.J.D. Leiðrétting í fyrri hluta viðtalsins við Óla Val Hansson, Með græna fingur, í 7. tbl. bls. 282, er í feitletruðum inngangi sagt að Óli Valur hafi unnið á keisaralegri gróðrarstöð í Berh'n í eitt og hálft ár. Þar á að standa hálft ár. Þá stendur í myndatexta á bls. 284 að Óli Valur hafi haldið til Þýskalands árið 1940. Þar á að standa 1941. BÁRUPLAST Eigum til á lager og sníöum eftir máli báruplast. Vel gegnsætt. Tiivalið á þök, veggi, skjólveggi, handrið o.m.fl. Einnig: Plötujárn Flatjárn Rúnnjárn Vínkiljárn Öxulstál Efnisrör Rafsuðuvír Rafsuðuþráður J. HINRIKSSON HF. Sudarvogi 4 • Pósthólf 4154 • 124 Reykjavik • Símar: 581 4677 / 588 6677 • Fax: 568 9007 • Telex: 2395 8. '95 - FREYR 317

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.