Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1995, Qupperneq 24

Freyr - 01.08.1995, Qupperneq 24
Um styrki til landbúnaðar í Danmörku Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri Óvíða á jarðarkringlunni er betra undir bú en í Danmörku. Loftslag er þar milt en sumarhiti og úrkoma jafnframt nœg til þess að uppskera af öllum jarðargróða, sem á annað borð er hœgt að rœkta á norðlœgum slóðum, með því besta sem gerist. Landið er auðunnið til hvers konar ræktunar enda munu um 70- 80% af flatarmáli Danmerkur vera ræktað búskaparland. Við þetta bætist að danskir bændur standa í fremstu röð að kunnáttu og byggja á langri hefð við framleiðslu, jafnt fyrir útflutning sem fyrir innanlandsmarkað, vörur sem hvarvetna hafa á sér hið besta orð. Þá þykir danskur landbúnaður búa yfir traustu og þróuðu sölukerfi, þar sem samvinnufélög þeirra eru, enda eru Danir þekktir fyrir að vera góðir sölumenn. Það er því alrangt, sem oft heyrist, að danska þjóðin búi í landi án sérstakra náttúruauðlinda, mesta auðlind hennar er þetta óvenjugóða landbúnaðarland. Danir hafa sem kunnugt er verið í Evrópubandalaginu í meira en þrjátíu ár og undu sér þar framan af ágæta vel því að til danskra bænda streymdu þá fjármunir langt umfram það sem á þá var lagt. Nú er annað hljóð komið í strokkinn hjá mörgum bóndanum enda stöðugt meira að þeim þrengt með æ flóknari reglugerðafargani. Margir munu nú ætla að við þessar aðstæður væri ekki verið að greiða bændum framlög eða styrki til framkvæmda eða framleiðslu. Þeir bændur sem eiga áratuga ef ekki aldagamla hefð sem fram- leiðendur til útflutnings ættu aldeilis að geta staðið á eigin fótum í samkeppninni, án allra styrkja. En þetta er þó ekki aldeilis raunin. í bæklingi sem kom út á sl. ári, 70 bls. að stærð, gefinn út af leið- Jónas Jónsson. beiningaþjónustu dönsku bænda- samtakanna og ber heitið „Tilskuds- muligheder i landbruget" (Mögu- leikar á framlögum til landbún- aðar), eru leiðbeiningar um það á hverju rnenn hafa rétt og hvernig menn notfæra sér hann í þessum efnum. Megin flokkar styrkja sem þarna eru upp taldir eru níu. Styrkir til fjárfestingar og til bættrar fjárhags- afkomu eru margháttaðir, þar á meðal er sérstakur stuðningur við fámenn og afskekkt byggðarlög. Hér á eftir fer lauslegt yfirlit yfir helstu styrkina. Upphæðir eru um- reiknaðar í íslenskar krónur á genginu 11,47 ísl. kr. fyrir hverja danska. Umhverfisvernd * Framlög til umhverfisvernd- ar eru af ýmsu tagi og geta menn fengið ýmist 35% af kostnaði við framkvæmdir til úrbóta í umhverfis- málum ef þær eru fyrir einstök býli en 40% af kostnaði ef fleiri býli standa saman að framkvæmdum. Undir þetta fellur til dæmis gerð haugstæðu, tankar eða þrær fyrir fljótandi búfjáráburð, þrær fyrir frárennsli frá gripahúsum eða vot- heygeymslum og dælubúnaður og annar tæknibúnaður sem þessu er tengdur. Skilyrði er að þessar framkvæmdir séu gerðar til að uppfylla kröfur sem yfirvöld um- hverfismála gera. Jarðrœkt * Ræktunarframlög og framlög bundin við fiatarniál lands. Veitt eru árleg framlög til ræktunar sem hér segir: - Til kornræktar 25.188 kr./ha. - Til ræktunar á repju eða sinnepi til að framleiða jurtafeiti, 4.462 kr./ha. - Til fræræktar til framleiðslu á jurtafeiti, styrkur enn óákveðinn. - Til ræktunar belgjurta til fræ- framleiðslu 36.383 kr./ha. - Til að leggja land í tröð (taka akurlendi úr ræktun) 31.190 kr./ha á ári. Sum af þessum framlögum eru bundin nánari ákvæðum um stærð- armörk. Þá eru einnig gerðar kröfur um það hvernig með það land er farið sem hætt er að rækta. Það má t.d. ekki vera opið yfir veturinn, heldur þarf að binda yfirborð þess með gróðri. 336 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.