Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1998, Qupperneq 6

Freyr - 01.09.1998, Qupperneq 6
Fjölskyldan á Brúnastöðum í Fljótum,f.v. Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Jóhannes H. Ríkharðsson, fyrirframan þau er dóttir þeirra Ríkey Þöll Jóhannesdóttir. Þá kemur Ríkharður Jónsson, faðir Jóhannesar. Svandís Böðvarsdóttir frá Akureyri, Einar Longe Gissurarson frá Hafnarfirði og Sigurður Arason frá Hafnarfirði eru öll í sumardvöl á Brúnastöðum. Á myndina vantar vinnumanninn Geir Sigurðsson úr Reykjavík og fóstursoninn Vigfús Jónsson en hann var í Danmörku er myndin var tekin. (Ljósm. J.S.). bætt stöðu sauðfjárræktarinnar. Nú eru gerðar miklu meiri kröfur bæði til bænda og afurðastöðva, hagsmunir þeirra eru reyndar að mestu leyti þeir sömu, þ.e. að fram- leiða vöru sem neytandinn velur fram yfir aðrar vörur og borgar við- unandi verð fyrir, en báðir aðilar þurfa að huga að eigin pyngju. Það er nánast öruggt að slátur- leyfishöfum á eftir að fækka en ekki víst að sláturhúsum fækki jafn mik- ið. Það er ekki ólíklegt að blokkimar stækki og sláturhúsin fari út í meiri sérhæfingu því að flutningur á slát- urfé er ekki lengur neitt vandamál. Eg er ekkert mjög mikill mark- aðshyggjumaður, en vil þó að bænd- ur fái sinn skerf af kökunni en ekki að neytandinn fái vöruna fyrir ekki neitt eða að milhliðir hirði allan ágóðann. Bændur þurfa að nýta kosti frjálsrar verðlagningar en ekki verða þolendur hennar. Hvernig hefur nýi búvöru- samningurinn reynst? Ég held að hann hafi reynst í megin dráttum nokkuð vel. Allavega er birgða- og markaðsstaðan allt önnur en hún var. Að vísu gengu upp- kaupamarkmiðin ekki upp enda fannst mér þar um mika bjartsýni að ræða, auk þess sem tilboðin voru of lág. Ég held að bændur séu almennt þokkalega ánægðir með samninginn en það eru ákveðin atriði sem þeir eru ósáttir við og ganga ekki upp til lengri tíma litið. Þau atriði sem helst um ræðir þar eru að ekki er hægt að færa til greiðslumark og að bein- greiðslumar séu strangt til tekið óháðar framleiðslu. I síðasta búvörusamningi setti ríkið það skilyrði að aftengja bein- greiðslur og framleiðslu en það hef- ur bæði kosti og galla í för með sér, kost að því leyti að hægt er að fjölga fénu og spila upp á eigin spýtur en þá er um leið mjög erfitt að verja þessar greiðslur sem niðurgreiðslur á vöruverði til neytenda. Bein- greiðslumar eru í flestum tilfellum miðaðar við aðstæður á hverri jörði á ákveðnu árabili en án tillits til þeirrar eðlilegu þróunar sem verður að geta átt sér stað við kynslóða- skipti og breytingar í búskapnum þeim samfara. Ef stór hluti bænda er með beingreiðslur sem eru í litlu samræmi við framleiðsluna er samn- ingsstaða okkar við ríkið um bein- greiðslur orðin mjög erfið. Þetta er eitt af því sem verður að skoða fyrir næsta samning sem verður gerður árið 2000. Hvemig á að tengja framleiðslu og bein- greiðslur er svo meiri höfuðverkur svo að allir verði sáttir. Beingreiðsl- 6 - Freyr 1 1/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.