Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Síða 12

Freyr - 01.09.1998, Síða 12
Úrval+ 1. fI 2. flokkur 3. flokkur Mislitt Úrkast Ullarflokkar 5. mynd. Samanburður á samandregnum niðurstöðum ullarmats 1987-1988 og 1997-1998. ist sem flókar fyrir breytingu á mats- reglum. Litlar breytingar hafa orðið á hlutfalli mislitrar ullar af heildarull- armagni á tímabilinu og er mislita ullin um 10-11% af allri haustull en um 15% af vetrarull. Hlutfall hreinna sauðalita hefur aukist lítillega í kjöl- far verðhækkunar sem varð á sauða- litum haustið 1994. Ef litið er á heildarsöluverðmæti haust- og vetrarullar miðað við verð til bænda, hafa verðmæti haustullar aukist úr 105 milljónum króna 1992 í 219 milljónir 1997 og verðmæti vetrarullar hafa minnkað úr 90 milljónum króna 1993 í 68 milljónir 1998 (heildarmagn af vetrarull áætl- að 206 tonn 1998). Verðmætaaukn- ingin er því alls um 92 milljónir króna, þegar sumarullin er undan- skilin en verðmæti hennar er mjög lítið. Niðurgreiðslur á ull standa undir meira en helmingi ullarverðs í öllum ullarflokkum nema H-3, M-2 og M-3 en heildarupphæð sem varið er til niðurgreiðslna á ull er ákveðin í búvörusamningi um sauðfjárfram- leiðslu. A 5. mynd er sýndur saman- burður á niðurstöðum ullarmatsins fyrir 10 árum og nú. Þessar tölur sýna ótvírætt að ullargæði hafa gjör- breyst til hins betra á undanfömum árum og bændur hafa nú mun meiri tekjur af ull en þeir höfðu fyrir 10 árum. Enn er þó allvíða pottur brot- inn varðandi hirðu á ull og of mikið ber á fé sem gengur meira og minna í alull allt sumarið. Ull af þessum kindum skilar sér yfirleitt ekki til innleggs enda oftast einskis virði þegar hún er loks tekin af. Ullarmat heima hjá bændum Nokkrar breytingar hafa orðið á skipulagi og framkvæmd ullarmats- ins og hefur ullarmat heima hjá bændum farið vaxandi á undanföm- um ámm á sama tíma og matsstöðv- um sem safna ull fer fækkandi. Nú eru starfandi 34 ullarmatsmenn og meta 25 þeirra ull heima á bæjum en 9 í matsstöðvum. Eftirlitsmaður með ullarmati, sem er starfsmaður land- búnaðarráðuneytisins, ferðast á milli matsmanna á álagstímum og er hlut- verk hans að samræma vinnubrögð og kenna nýjum matsmönnum og veita þeim starfsleyfi. Ullarmats- nefnd hefur yfirumsjón með fram- kvæmd og skipulagi matsins og heldur m.a. fundi með öllum ullar- matsmönnum annað hvert ár. Nefnd- in hefur einnig staðið fyrir fundum með bændum um ullarmál og hefur ferðast um flest héruð landsins á bændafundi á undanfömum árum. Hér verður ekki fjölyrt frekar um hvemig bændur geta bætt ullargæði að öðru leyti en því að ræktunarstarf sem miðar að góðri ull og góð með- ferð og hirða á ullinni þarf að hald- ast í hendur til þess að ná góðum ár- angri. Þessu hefurfjöldi bænda áttað sig á eins og tölumar hér á undan sýna. Síðustu árin hefur áhugi farið vaxandi á að velja kynbótahrúta á sæðingastöðvar bæði með tilliti til ullargæða og annarra kosta og er það vel. Hins vegar hefur ekki kom- ist á almenn skráning á ullarþunga í skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna en verulegur ávinningur gæti verið af því ef gögn um ullarþunga skiluðu sér. Arfgengi á ullarþunga er tiltölu- lega hátt og úrval fyrir ullarþunga því liklegt til að skila árangri. Að lokum skal minnt á fræðslu- myndbandið „Urvals ull“ sem Landssamtök sauðfjárbænda gáfu út á sl. ári en þar er m.a. að finna ítar- lega umfjöllun um mat á ull. 12 - Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.