Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Síða 20

Freyr - 01.09.1998, Síða 20
vistvænn í nýju reglugerðinni með hliðsjón af því að það er orðið al- gengara í málinu en vistrænn og jafnframt að merking orðsins vist- vænn, sbr. miljbvenlig í dönsku, virðist falla betur að efni reglugerð- arinnar. Merkingin er skýrð svo: „sem talið er að valdi ekki veruleg- um skaða á umhverfi.” Hvað sauðfjárræktina varðar eru helstu breytingamar þær að heimilt verður að nota sýkla- og sníklalyf til fjögurra í stað tveggja vikna aldurs lamba og fram að þeim tíma fyrir mæður þeirra, t.d. ormalyf. Aftur á móti verður farið að taka tillit til landgæða, bæði ástands gróðurs og jarðvegs, þegar viðurkenndar við- miðunarreglur liggja fyrir til að byggja á beitarþolsmat fyrir einstök heimalönd og afrétti. Þá eru í reglu- gerðinni ákvæði sem setja skorður við ofnotkun tilbúins áburðar, tryggð skal góð meðferð fjárins og það skal allt vera einstaklingsmerkt og skráð. Bæði bændur og afurðastöðvar skulu sækja um viðurkenningu hjá við- komandi búnaðarsambandi en áður annaðist landbúnaðarráðuneytið þann þátt. Gæðaeftirlit er sem fyrr á höndum búnaðarráðunauta og dýra- lækna. Reiknað er með að allmargir sauðfjárbændur muni geta uppfyllt þau skilyrði sem sett eru í nýju reglugerðinni um vistvæna sauðfjár- framleiðslu. Þetta er mjög vænleg leið til gæðastýringar sem stuðlar að bættri ímynd, betri afkomu og fellur vel að þeirri gæðastýringu sem GAMES gæðakerfið gerir til innra eftirlits í sláturhúsunum (5). Lífrænn sauðfjárbúskapur Með lögum nr. 162/1994 og reglu- gerð nr. 219/1995 um lífræna land- búnaðarframleiðslu var í fyrsta skipti hér á landi myndaður opinber rammi um lífræna búskaparhætti. Skömmu síðar fengu tvær vottunar- stofur heimild til að annast eftirlit og vottun, fyrst Vottunarstofan Tún í Vík Mýrdal og Vottunarstofan LÍV í Reykjavík. Þær hafa mótað eigin reglur í samræmi við lög og reglu- gerð sem byggja mjög á alþjóðleg- um grunni og hafa nú 10 bændur og þrjú sláturhús uppfyllt skilyrði þeirra til lífrænnar sauðfjárframleiðslu. Aðeins er um kjöt að ræða því að ullarmagnið er alltof lítið til vinnslu en trúlega er markaður fyrir lífrænt vottaða ull og ullarvörur, t.d. í Þýskalandi. Eitt er víst að lífræni markaðurinn er alls staðar í vexti og þar eru hæstu verðin. Lífrænir bú- skaparhættir fela m.a. í sér víðtæka gæðastýringu á öllum stigum fram- leiðslu, vinnslu og dreifingar (6). Umhverfiskröfur eru mun meiri en í vistvænu framleiðslunni, þ.e. minni efnanotkun, hefðbundin lyf eru ekki leyfð nema í neyð og tilbúinn áburð- ur er útilokaður. í sauðfjárfram- leiðslunni er þó sitthvað svipað eða sameiginlegt með lífrænum og vist- vænum búskap svo sem einstak- lingsmerking búfjár, rekjanleiki var- anna og eftirlit með beitilöndum (7). Þannig hefur bóndi með vistvæna sauðfjárrækt uppfyllt ýmis veiga- mikil skilyrði lífræns búskapar og á hægar en aðrir með að aðlagast hon- um en það fer að mestu eftir mögu- leikum hans til öflunar lífræns vott- aðs vetrarfóðurs. Þess ber að geta að í febrúar sl. kom út reglugerð nr. 90/1998 um breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Lífrænt vottaða dilkakjötið hefur allt farið á innanlandsmarkað þar sem nokkuð hærra verð hefur verið greitt fyrir það en hið almenna. Nú eru í gangi athuganir á möguleikum á útflutningi. Ljóst er að mun færri sauðfjárbændur hafa tök á að fara út í þessa framleiðslu en þá vistvænu. Hin smærri fjárbú, einkum í blönd- uðum búskap, og fjárbú á jörðum sem hafa afnot af stórum túnum eða engjaslægjum eru í bestri aðstöðu til að hefja aðlögun að lífrænum bú- skap (8). I öllum nágrannalöndum okkar eru greiddir aðlögunarstyrkir, m.a. vegna eftirlits og vottunar- kostnaðar og myndu þeir vafalaust stuðla að þróun lífræns búskapar hér á landi. Nú liggur fyrir þingsályktun um aðlögun að lífrænum landbún- aði, samþykkt á Alþingi 4. júní 1998, þar sem skorað er á ríkisstjómina að undirbúa viðeigandi breytingar á landbúnaðarlöggjöfinni til þess að unnt sé að veita aðlögunarstuðning. Nú þegar er raunar heimild til þess í búnaðarlögum nr. 70/1998. Vonandi fjölgar þeim fjárbændum sem sjá sér fært að nýta sér lífrænan búskap sem leið til gæðastýringar. Mý sóknarfæri Um þessar mundir er að lifna dálítið yfir sauðfjárbúskapnum eftir nær tveggja áratuga samdráttarskeið. Markviss gæðastýring á sauðfjárbú- um og í afurðastöðvum getur orðið veigamikill liður í nýsköpun þessar- ar búgreinar. Gæðastýring er leið tii að efla hagræðingu og bæta rekstur, ímynd og samkeppnisstöðu. Form- leg viðurkenning þarf að fást á þeim miklu gæðum sem íslenskrar sauð- fjárafurðir hafa. Nú hefur skýr stefna verið mörkuð og reglur settar. Eg tel eðlilegt að leiðbeiningaþjón- ustan gegni forystuhlutverki við þró- un og framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt í samvinnu við ýmsa aðra aðila. Hér er því á ferðinni all umfangsmikið framtíðarverkefni. Tilvísanir 1. Ólafur R. Dýrmundsson (1998). Gæða- stýring í landbúnaði. Freyr 94 (1), 37- 39. 2. Ólafur R. Dýrmundsson (1997). Lífræn og vistræn sauðfjárrækt. Freyr 93 (6), 232-233 & 246. 3. Ályktun Búnaðarþings 1995, mál nr 18, þingskjal nr. 76 um erindi landbúnaðar- hóps Gæðastjómunarfélags Islands um átak í gæðastjómun í landbúnaði, lagt fram af umhverfisnefnd. 4. Ólafur R. Dýrmundsson (1996). Um- hverfistengd gæðastýring. Freyr 92 (3), 110-111. 5. Jón Gunnar Jónsson (1998). Gæða- keðja frá búi að borði. Freyr 94 (9), 37- 38. 6. Ólafur R. Dýrmundsson (1994). Líf- rænn landbúnaður. Freyr 90 (10), 366- 369. 7. Ólafur R. Dýrmundsson (1995). Lífræn sauðfjárrækt. Sauðfjárræktin 13. árg. 269-280. 8. Magnús Óskarsson og Ólafur R. Dýr- mundsson (1997). Sauðfé og engja- rækt. Freyr 93 (6), 252-254. 20- Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.