Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1998, Side 23

Freyr - 01.09.1998, Side 23
voru á heitum skrokkum þar sem slíkar mælingar yrðu notaðar í slát- urhúsum við hefðbundið mat. Væru notaðar fleiri en ein skýri- breyta samtímis til að spá fyrir um fitu og kjötprósentu þá var hægt að hækka spádómsgildið allnokkuð. FTC mælingin ásamt SEUROP fitu- mati náðu að skýra 70,7 % af heild- arbreytileikanum í fituprósentu. RSD gildið lækkaði einnig umtalsvert eða niður í 1,97. ICEMEAT mælirinn ásamt SEUROP fitumatinu náðu að skýra 66,7% af breytileikanum og RSD gildið var 2,12. Ef tekið er til hliðsjónar hverju er áorkað með SEUROP fitumati og fallþunga (R2 = 60,2, RSD = 2,30) sést að ávinn- ingurinn af að nota fitumælana er umtalsverður. Mun lægra spádómsgildi náðist er spáð var fyrir um kjötprósentu lambsskrokkanna heldur en fitupró- sentuna. FTC mæling ásamt SEU- ROP gæðamati (bæði fitu- og hold- fyllingar/vaxtarlags stigun) náði að skýra 37,8% af heildarbreytileika kjötprósentunnar og RSD gildi var 2,29. ICEMEAT mælirinn ásamt SEUROP gæðamati gaf öllu lakari niðurstöður (R2 = 29,0 og RSD 2,49). SEUROP gæðamatið gaf heldur slakar niðurstöður eitt og sér (R2 = 24,3; RSD = 2,52). Umræður og ályktanir Mælamir tveir, FTC Lamb Grading Probe og ICEMEAT GR Probe mæla sitthvort skrokkmálið og eru tæknilega ólíkir. Báðir mælamir virkuðu sem skyldi í sláturhúsi og náðu að halda í við hraða slátur- bandsins. Það var ekki leitast við að bera mælana saman vinnufræðilega. Sænski mælirinn hefur verið í notk- un síðan 1995 eftir áralangar rann- sóknir og þróunarvinnu, og hefur komið vel út í tilraunum erlendis í samanburði við aðra mæla. Islenski mælirinn er hins vegar nýr af nálinni og skal tekið fram að það hefur komið fram ný og endurbætt útgáfa af honum síðan þetta verkefni var unnið. Mælirinn er léttur og með- færilegur og hugmyndin að baki honum snjöll. Það verður því fróð- legt að fylgjast með framvindu mála þar. Bæði BWT og GR skrokkmálin em góðir mælikvarðar á vefjasam- setningu lambsskrokka. GR málið hefur verið í notkun hér á landi til langs tíma og þarf því ekki kynn- ingar við. BWT málið er hins vegar nýtt fyrir okkur en þó skal ekki ýta því til hliðar bara vegna þess að við höfum ekki notað það áður. Það hef- ur verið samþykkt af EAAP (Euro- pean Association for Animal Pro- duction) sem góður mælikvarði á fitu. Þetta mál tekur einnig tillit til stærðar skrokksins. Líkan sem innihéldi FTC mæl- ingu, SEUROP gæðamatið og fall- þunga myndi hafa hæstá spádóms- gildið samkvæmt niðurstöðum verk- efnisins. Fallþungi reyndist ekki hafa marktækt viðbótar spádóms- gildi þegar hinar skýribreyturnar voru þegar komnar. Þrátt fyrir það borgar sig að hafa hann inni þar sem röng mæling er að hluta leiðrétt með fallþunganum (há fylgni milli skrokkmælinga og fallþunga) og fallþunginn er mældur hvort eð er og því ekki um að ræða neinn við- bótarkostnað vegna hans. Það er augljós ávinningur af því að nota GR eða BWT skrokkmæl- ingar. Hagfræðileg úttekt var ekki gerð á notkun slíkra mælinga í þessu verkefni. Æskilegt er að matsmaður taki mælinguna samhliða sjónmati, en hvort það er mögulegt veltur á hraða sláturbandsins, getu mælisins, gagnavinnslukerfinu, o.s.frv. Hvort smærri sláturhús fjárfesta í rafræn- um mælum eða hvort notast yrði við handvirka mæli verður að meta hverju sinni. Eins og flestum er kunnugt og gerð hefur verið grein fyrir m.a. í Frey og Bændablaðinu hefur nýtt gæðamat á kindakjöti verið tekið upp. Akveðið hefur verið að notast við GR málið og nýja íslenska mæl- inn við fitumatið. Heimildir: Halldór Pálsson, 1939. Meat qualities in the sheep with special references to Scottish breeds and crosses I. Joumal of agricultural Science 29: 544-626. Kirton, A.H., Woods, E.G. & Duganzich, D.M. 1983. Comparison of well and poorly muscled lamb carcasses as selected by experienced meat industry personal. Proceedings of the New Zea- land Society of Animal Production 43: 111-113. Olöf Björg Einarsdóttir hefur ný- lega lokið mastersnámi í búfjár- rcekt frá Landbúnaðarháskólanum í Ultuna í Svíþjóð. Freyr 1 1/98 - 23

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.