Freyr - 01.09.1998, Síða 25
fram eru þessar rannsóknir nátengd-
ar skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna
en fullyrða má að nær öll bú þar sem
stundað er virkt ræktunarstarf í dag
taka orðið þátt í því skýrsluhaldi.
Búnaðarsambönd munu hvert um
sig kynna nánar framkvæmdina í
haust hvert á sínu svæði.
Rétt er um leið að benda á að þó
að bændur taki ekki þátt í slíkum
skipulegum afkvæmarannsóknum
eiga þeir að hafa möguleika á að fá
úrvinnslu á gögnum úr kjötmatinu á
þann hátt sem að framan er gerð
grein fyrir. Full ástæða er fyrir
bændur að huga einnig að því að
nýta sér þá möguleika. Slík skipuleg
skoðun á upplýsingunum á að geta
skilað góðum árangri við að dæma
hrútastofninn á búinu og í kjölfar
þess að vinna margvisst að því að
bæta hann.
Leiðrétting á tölulegum
upplýsingum
Við uppgjör á upplýsingum þarf að
leiðrétta upplýsingar fyrir þunga
lambanna. Omsjármælingamar eru
leiðréttar með tilliti til þunga lamb-
anna á fæti og gögnin úr kjötmati
eru leiðrétt með tilliti til fallþunga
lambanna. Þetta er gert vegna þess
að það er vel þekkt að með auknum
vænleika þá eykst fitusöfnun og
vöðvasöfnun að öðru jöfnu hjá lamb-
inu. Þess vegna er nauðsynlegt að
taka tillit til þess þegar samanburður
er gerður á dilkum sem eru misvæn-
ir. Slíkar leiðréttingar eru gerðar
með föstum stuðlum sem þekktir
eru úr fyrri rannsóknum á þessum
þáttum.
Margir bændur gera oft athuga-
semdir við slíkar leiðréttingar. Rétt
er að þær ber ætíð að skoða með
fyrirvara. Hins vegar er ekkert vafa-
mál að við samanburð á afkvæma-
hópum fæst betra mat með því að
gera slíkar leiðréttingar og þær eru
einnig til verulegs stuðnings ef verið
er að velja úr hópi misvænna lamba.
Um leið er full ástæða til að gera
sér grein fyrir að þær einkunnir, sem
reiknaðar eru, taka ekki tillit til
þunga lambanna sem eiginleika.
Þetta verður því alltaf að hafa í huga
við endanlegt mat á niðurstöðum.
Sérstaklega verður að gæta varkámi
gagnvart hrútum sem skila litlum
vænleika lamba þó að þeir ef til vill
sýni allgóðar niðurstöður úr ómsjár-
mælingum og flokkun lamba. í þeim
úrvinnslum á gögnum sem gerð er
grein fyrir hér að framan koma hins
vegar allar þungaupplýsingar greini-
lega fram og á því að vera auðvelt
að taka tillit til þeirra við endanlegt
val á milli hrúta.
Ómsjármælingar
ásetningshrúta
Rétt er að vekja á því athygli að þó
að með upplýsingum úr nýja kjöt-
matinu komi verulega betri upplýs-
ingar að vinna með en áður var má
það samt ekki verða til þess að slaka
á þeim þáttum sem bestu hafa skil-
að. Skipulegar ómsjármælingar á
ásetningshrútum á síðustu fjórum,
fimm árum hafa skilað verulegum
árangri til að auka kjötgæði hjá ís-
lenskum dilkum. I þeim efnum má á
engan hátt slaka á þrátt fyrir þessar
breytingar.
Stefna ber að því að allir ásetn-
! ingshrútar séu ómsjármældir. Eðli-
legt virðist að stefna að því að á
hverju búi séu ómsjármældur þre- til
fimmfaldur fjöldi þeirra lambhrúta
sem ætlaður er til ásetnings. A þann
hátt á að vera mögulegt að ná fram
góðu vali ásetningshrútanna.
Endurnýjun
hrútastofnsins
Til að sú vinna, sem að fram er gerð
grein fyrir, skili sér í ræktunarár-
angri er nauðsynlegt að þeim hrút-
um sem sýna lakan árangur í af-
kvæmarannsóknunum verði slátrað.
Því aðeins verða framfarir að lakari
hlutinn sé fjarlægður og í stað hans
komi yngri og betur valdir hrútar til
notkunar.
Með verulega áherslu á kjötgæði
í ræktunarstarfinu er vafalítið að
stefna ber að töluvert hraðari endur-
nýjun í hrútastofninum en til þessa
hefur verið. Ekki er ólíklegt að
bændur ættu í þeim efnum að setja
sér það mark að nota aðeins áfram á
næsta ári þann þriðjung eða fjórð-
ung hrútanna frá fyrra ári sem hafa
sýnt það meðal afkvæma sinna að
skila umtalsverðum yfirburðum. í
stað hrútanna sem heltast úr lestinni
koma vel valdir lambhrútar. Ef vel
er að slíku vali staðið á á flestum bú-
um að vera vandalítið að fylla í
skörðin með hrútastofni sem tekur
talsvert fram þeim sem dæmdur var
úr leik. Með slíkum vinnubrögðum
á að vera mögulegt að ná miklum
ræktunarárangri á skömmum tíma.
Sá ræktunarárangur mun skila sér
í auknum gæðum íslenskrar dilka-
kjötsframleiðslu á næstu árum.
Reynsla síðusta áratugar í sölu
dilkakjöts hér á landi bendir ákveðið
til að slíkt hljóti að vera verulegt
keppikefli fyrir þessa framleiðslu-
grein. Það er einn ómissandi þáttur
til að svara aukinni samkeppni frá
öðrum kjöttegunum á markaði.
Freyr 1 1/98 — 25