Freyr - 01.09.1998, Page 26
Líflambaval er mikið vandaverk,
því að rækt hjarðarinnar og fram-
farir í ijárstofninum eru undir því
komnar að vel takist til með það.
Líflambavalið er líka erfiðara fyrir þá
sök að taka þarf tillit til margra eigin-
leika sem skipta máli. Eðlilegasta
sjónarmiðið, þegar líflömb eru valin,
er að taka fyrst og fremst tillit til
þeirra eiginleika, sem mest áhrif hafa
á afurðaverðmæti sauðfjárbúanna.
Til aðstoðar við fjárvalið hefur
bóndinn ýmis hjálpargögn og er ætl-
unin í þessu greinarkorni að gera í
örstuttu máli grein fyrir þeim helstu.
Skýrsluhald
Við val líflamba koma skýrsluhaldið
og niðurstöður úr því í góðar þarfir,
að minnsta kosti á öllum stærri íjár-
búum. I lítilli hjörð getur góður fjár-
maður þekkt það vel hvem einstak-
ling að skýrsluhald sé ekki nauðsyn-
legt en alltaf er þó fengur að slíkum
upplýsingum fyrir kynbótastarfið í
heild.
Sjálfsagt er að skrá í fjárbókina
jafnóðum til minnis athugasemdir
um æmar, sem ástæða væri að hafa í
huga þegar ákveðið er hvort velja á
til lífs lömb undan þeim. Þetta geta
verið hlutir eins og erfiður burður,
stórir spenar o.fl. Þá er að sjálfsögðu
ástæða til að skoða afurðastig og
frjósemi ærinnar og einkunn föður-
ins fyrir dætur. Þeir sem senda vor-
bækur til uppgjörs fá í lambabók-
inni, sem send er til baka, prentaða
ættemiseinkunn hvers lambs, annars
vegar fyrir ftjósemi og hins vegar
afurðastig, ef nægjanlegar upplýs-
ingar liggja fyrir. Þessar upplýsingar
er mjög þægilegt að nota.
Fjárvogin
Eitt af bestu hjálpartækjunum við
líflambavalið er fjárvogin. Þó svo að
nokkur tími fari í að vigta allan
lambahópinn er það vinna sem skil-
líflamba
eftir %r
Ólaf C. Vagnsson
hérads-
ráðunaut j yi j
ar sér í betra líflambavali. Þungi
lambanna gefur bæði upplýsingar
um mjólkurlagni ánna og eiginleika
lambanna í sambandi við vaxtar-
hraða. Oft geta þéttvaxin og lágfætt
lömb leynt svo á sér að ekki er tekið
eftir þeim nema vigt sé notuð.
Ymis utanaðkomandi atriði geta
haft áhrif á þungann og er þá nauð-
synlegt að taka tillit til þeirra þegar
einstaklingar eru bomir saman. Þarna
má meðal annars nefna mismunandi
aldur en ekki er óeðlilegt að reikna
með að aldursmunur upp á 5-7 daga
gefi 1 kg í þungamismun. Einnig
getur aldur ærinnar haft nokkuð að
segja. Eðlilegt er að lömb undan 2ja
vetra ám og ám 7 vetra og eldri séu
eitthvað léttari en lömb undan ám á
besta aldri. Að sjálfsögðu getur svo
mismunandi gott beitiland haft mikið
að segja og er sjálfsagt að taka tillit til
þess eins og hægt er.
Fjárskoðun
Ymsa eiginleika, sem sjálfsagt er að
taka tillit til við líflambavalið, er
auðvelt að meta með því að skoða
lambið, þukla það og þreifa. Þama
má meðal annars nefna flesta þætti
varðandi ullargæði, illhærur, dökka
bletti, dropur, grófa ull o.fl. Þá geta
fiestir með smá þjálfun metið hvort
lamb hefur góða eða lélega holdfyll-
ingu í framparti, á baki, mölum og í
lærum. Það er alltof algengt að
menn vantreysti sér í þessu sam-
bandi því að það er auðveldara að ná
tökum á þessu en margir halda. Til
þess að þjálfa sig í svona holdfars-
mati getur verið ágætt að skoða vel
nokkum hóp lamba áður en þau fara
í sláturhús, skrifa hjá sér stuttlega
lýsingu að eigin mati og fá svo að
skoða skrokkana í kjötsal á eftir og
bera saman. Með nýju kjötmati ætti
ekki að þurfa að skoða skrokkana
heldur ætti að vera nægjanlegt að
bera niðurstöðumar úr eigin skoðun
saman við niðurstöður kjötmatsins.
Ómsjá
Telja verður að ómsjáin hafi nú á
nokkrum ámm sannað gildi sitt sem
mikilvirkasta hjálpartækið í ræktun-
arstarfinu. Er sjálfsagt að nýta sér
hana eins og kostur er, bæði við val á
lífhrútum og lífgimbrum. Til þess að
góður árangur náist þarf að skoða
allmiklu fleiri lömb en setja þarf á,
a.m.k. þrefalt fleiri lambhrúta og
þriðjungi fleiri gimbrar. Til þess að fá
sem besta nýtingu á þær ómsjár, sem
til em í landinu, þarf að skipuleggja
þetta starf sem best. Þar er eðlilegt að
stjómir fjárræktarfélaganna verði
ráðunautum og öðmm starfsmönnum
búnaðarsambandanna, sem að þessu
vinna, til aðstoðar.
Afkvæmarannsóknir
í annarri grein hér í heftinu er fjallað
um nýtt fyrirkomulag á afkvæma-
sýningum, þar sem notaðar verða
saman niðurstöður ómsjármælinga
og tölur úr nýja kjötmatinu til þess
að reikna út kjötgæðaeinkunn fyrir
hrútana á búinu. Vísast til hennar
um framkvæmd og annað slíkt.
Þessar niðurstöður ættu, ef allt
gengur að óskum, að liggja fyrir áð-
ur en endanlegt líflambaval er gert.
Sjálfsagt er að nota sér þessar tölur
við líflambavalið, en leggja verður
áherslu á að þama er fyrst og fremst
verið að tala um kjötgæðaeinkunn,
nánast ekkert tillit er tekið til ann-
arra þátta.
26- Freyr 1 1/98