Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1998, Qupperneq 27

Freyr - 01.09.1998, Qupperneq 27
Val sláturlamba Asíðustu árum hefur val bænda um sláturtíma dilkanna í flest- um tilfellum spannað lengra bil en áður tíðkaðist. Því eru nú meiri möguleikar en áður að senda til slátrunar einungis þá dilka sem upp- fylla sem best kröfur markaðarins á hverjum tíma. Mikilvægt er að þessu sé framfylgt eins og kostur er því að nú er verðlagning á kinda- kjöti orðin frjáls, krafa um gæði framleiðslunnar að aukast og farið að vinna eftir nýju kjötmati, sem er mun meira leiðbeinandi um gæði framleiðslunnar en áður, þ.e. hold- fyllingu og fitusöfnun skrokkanna. Brýnt er fyrir bændur, sem ætla sér að stunda gæðaframleiðslu, að þjálfa sig til að velja á réttan hátt þá dilka sem fullnægja markaðskröfum hveiju sinni og gefa jafnframt mest í aðra hönd. Fjárskoðun Eins og við líflambavalið er nauð- synlegt samkvæmt framansögðu, að skoða sláturlömbin og reyna með þukli og átaki á vissum hlutum skrokksins að glöggva sig á hold- fyllingu þeirra og fitusöfnun, auk þess að gera sér grein fyrir vænleika þeirra með vigtun. Því miður er of algengt að sláturlömbin séu ekki vigtuð eða þá einungis hluti þeirra og því ekki með góðu móti hægt að meta kjötprósentu þeirra yfir heild- ina. Astæða þess er oft á tíðum sú að aðgangur að fjárvogum er ekki næg- ur og er ástæða til að hvetja for- svarsmenn fjárræktarfélaga að greiða fyrir félagsmönnum sínum með kaup á slíku tæki ef nokkur kostur er. Með notkun á ómsjá er jafnframt hægt að meta fituþykkt með all góðri nákvæmni. Mat á sláturlömbum Við mat á lömbunum lifandi með væntanlegt kjötmat í huga, er rétt að eftir Lárus G. Birgisson héraðs- ráðunaut meta sérstaklega holdfyllingu í framparti (á herðum), á baki og saman á mölum og í lærum. Fitu- söfnun er hins vegar helst metin með þukli á síðu, þ.e. á öftustu rif- beinum um 11 cm frá háþomi. Þeir sem hyggjast þjálfa sig í þessum vinnubrögðum geta skráð eigin matslýsingu á nokkrum dilkum fyrir slátrun og fengið síðan að skoða föll þeirra og flokkun að slátrun lokinni og lært þannig að þekkja einkenni sem notast í mati á holdfyllingu og fitusöfnun. Til að auðvelda slík vinnubrögð hefur Bændaskólinn á Hvanneyri undir forystu Sveins Hallgrímssonar fyrrverandi sauðfjárræktarráðunaut- ar BI tekist á hendur verkefni við að útfæra einkunnastiga og þróa mats- aðferðir á lömbunum lifandi svo að hægt sé með nokkuð tryggum hætti að segja til um í hvaða byggingar- lags- og fituflokk föllin lenda. Eink- unn frá 1-5 er gefin hverju atriði sem skoðað er, en þau era hin sömu og nefnd eru hér að framan. Jafn- framt er gefin einkunn fyrir síðufitu. Þessi fjögur atriði eru tekin sérstak- lega til mats þar sem þau hafa öll áhrif á flokkun skrokksins, sam- kvæmt nýja kjötmatinu, EUROP. Þrjú fyrstu atriðin eru notuð til að ákveða holdfyllingar- eða bygging- arlagsflokk kjötmatsins, þar sem E er best en P lakast, síðufitan ákvarð- ar síðan fituflokkun, (1, 2, 3, 3+, 4, 5) þar sem 1 er magrast en 5 feitast. Tilgangurinn er m.a. að koma í veg fyrir að verið sé að slátra lömbum sem fara ekki í nógu háan gæða- og verðlagsflokk hverju sinni. Þrátt fyrir að þetta matskerfi sé einkum ætlað til að meta lömb til slátrunar utan hefðbundins sláturtíma, er það jafn brúklegt hvenær sem er. Gerður hefur verið bæklingur um efnið sem heitir „Mat á sláturlömb- um, gæðastjómun dilkakjötsfram- leiðslu” sem hægt er að nálgast hjá umsjónarmanni verkefnisins á Bændaskólanum á Hvanneyri. Slátrun utan hefð- bundinnar sláturtíðar Að ýmsu þarf að hyggja ef bændur ætla sér að slátra utan hefðbundinn- ar sláturtíðar. Ef fyrirhugað er að flýta sauðburði til sumarslátrunar eða ala lömb fram til vetrarslátrunar verður sá kostnaðarauki sem af því hlýst að fást greiddur. Þrátt fyrir að hærra verð sé greitt fyrir þessa dilka en ella, verður hver og einn fram- leiðandi að meta hvort þær aðstæð- ur, sem hann býr við, skili honum tekjuauka eða ekki. Alltént virðist slátrun utan hefðbundinnar slátur- tíðar með ferskri sölu kjötsins ætla að skila ágætum árangri til aukinnar sölu lambakjötsins og ánægðari neytendum. Ef sumarslátrun er fyrirhuguð er nauðsynlegt að leggja mat á fram- leiðslugetu þess beitilands sem hjörð- in gengur á, hvort heldur sem er í út- haga eða á ræktuðu landi. Þá er æskilegt að skipuleggja beitilandið með girðingum, ef mögulegt er, á þann hátt að sem hægast sé að nálg- ast féð. Hægt er að nýta svigrúm innan hefðbundinnar sláturtíðar til að bata smærri lömb með beit á próteinauð- ugan gróður og auka þar með verð- gildi þeirra. Gætilega verður þó að fara í fóðrun með grænfóðri vegna hugsanlegra bragðáhrifa á kjötið. Til vetrarslátrunar veljast oftast lömb sem ella hefðu fallið í kjötmati Freyr 1 1/98 - 27

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.