Freyr - 01.09.1998, Síða 39
með tilliti til þeirra eiginleika verður
fyrst og fremst ætternisval og slíkt
val er því miður aldrei mjög öruggt.
Þess vegna er nánast óumflýjanlegt
að þegar traustur dómur fæst um
þessa hrúta sem ærfeður, sem byggir
á upplýsingum um dætur þeirra til-
orðnar við sæðingar, verður sá dóm-
ur nokkuð breytilegur. Samt eru
margir af þessum hrútum sem komu
ungir á stöðvarnar sem ætla að reyn-
ast afbragðsgóðir ærfeður. Þeir hrút-
ar sem öðrum fremur virðast ætla að
bregðast vonum í þessum efnum eru
af kollóttu hrútunum; Vaskur 90-
937 og Raggi 89-949 en á meðal
hyrndu hrútanna Galsi 93-963.
Þegar þessar upplýsingar eru
teknar saman undir lok ágústmánað-
ar er lokið uppgjöri á upplýsingum
frá sauðburði vorið 1998 fyrir um 60
þúsund ær. Undan þeim stöðvar-
hrútum sem flestar eiga dætur liggja
þar því fyrir upplýsingar fyrir nokk-
uð á annað hundrað dætur þeirra
hrúta sem flestar eiga dætur. Þarna
eru einnig komnar mjög mikilvægar
viðbótarupplýsingar um þá hrúta
sem nú áttu dætur fyrsta sinni eftir
sæðingar. Hér á eftir verður því í
stuttu máli gerð grein fyrir nokkrum
áhugaverðum niðurstöðum sem þar
koma fram. Athygli er að sjálfsögðu
vakin á að þetta eru aðeins upplýs-
ingar um frjósemi dætra.
Dætur kollóttu hrútanna flestra
Faldur 91990 294 100 (39 8 101)
Garpur 92808 (310 106 47 7 105)
Mói 92962 212 101 44 12 109
Svanur 92966 440 102 68 3 103
Skjanni 92968 839 102 227 7 106
Fenrir 92971 727 100 198 11 110
Hörvi 92972 1362 102 380 4 106
Melur 92978 152 111 45 -6 97
Spakur 92979 234 101 38 4 107
Fjarki 92981 421 101 46 38 127
Skreppur 92991 155 102 (42 7 103)
Njörður 92994 217 106 (22 2 98)
Bjartur 93800 (156 95 32 -4 102)
Héli 93805 (106 101 9 19 108)
Galsi 93963 1049 100 156 -2 95
Bliki 93964 294 101 83 7 105
Sólon 93977 571 102 97 3 105
Bútur 93982 845 102 103 3 103
Djákni 93983 761 101 84 0 99
Glampi 93984 1022 101 116 4 107
Mjaldur 93985 691 102 50 -4 97
Moli 93986 308 103 (5 4 102)
Bloti 93987 160 101 (35 16 111)
Bruni 93988 146 101 (31 8 111)
Penni 93989 302 106 (38 6 104)
Askur 93992 178 104 (26 -13 96)
Bylur 94803 (165 94 9 23 105)
Jökull 94804 (114 94 5 19 103)
Búri 94806 (102 108 18 -9 96)
Sveppur 94807 (84 106 11 35 110)
Peli 94810 (57 98 3 -6 98)
Spónn 94993 128 100 (6 0 100)
Nói 94995 49 112 (5 23 98)
Frami 94996 505 101 (10 6 98)
Kúnni 94997 241 101
Svaðl 94998 281 104
Hnoðri 95801 (51 98 2 16 101)
Serkur 95811 (30 99)
sýna fremur lítil frávik og dætur
margra þeirra eru með meðaltal sem
er einu eða tveim lömbum undir
meðaltali miðað við hundrað dætra
hóp. Að vísu sýna dætur Ragga 89-
949 og Vasks 90-937 mjög slaka
niðurstöðu fyrir þennan eiginleika,
eins og áður hefur komið fram, og
einnig er útkoma hjá dætrum Svans
92-966 fremur slök en þær eru full
fáar í þessu uppgjöri. Einu hrútarnir
sem sýna veruleg jákvæð frávik hjá
dætrum sínum eru dökku hrútarnir;
Mori 87-947 og Flekkur 89-965
ásamt Hnykli 90-976.
Margir hyrndu hrútanna eiga
mjög stóra dætrahópa í þessu upp-
gjöri. Þar vekur, miðað við fyrri nið-
urstöður, athygli feikilega góð frjó-
semi hjá dætrum Hnykks 91-958 á
liðnu vori en þær eru þegar nær 200
í þessu uppgjöri. Dætur Fóstra 90-
943 sýna einnig mjög góða frjósemi
og feikistórir dætrahópar bæði hjá
Goða 89-928 og Kletti 89-930 sýna
jákvæða mynd. Þá sýna nánast allir
hrútar frá fjárræktarbúinu á Hesti
eins og áður jákvæða niðurstöðu.
Þeir hrútar sem eiga dætur sem
liggja nokkuð undir meðaltali eru
hins vegar Álfur 90-973, Þéttir 91-
931 og Galsi 93-963, sem því miður
nær ekki að rétta hlut sinn gagnvart
þessum eiginleika neitt frá fyrri nið-
urstöðu. Hjá þeim hrútum sem eiga
fyrst og fremst veturgamlar dætur er
myndin nokkuð breytileg. í of
mörgum af þeim dætrahópum er
frjósemi undir meðaltali. Langsam-
lega bestu niðurstöðuna af þessum
hrútum sýna dætur Penna 93-989 en
einnig er mjög góð útkoma fyrir
feikilega stóran dætrahóp undan
Glampa 93-984. Af Hesthrútunum
eru Bútur 93-982 og Svaði 94-998
með góða útkomu, en dætur Kúnna
94-997 sýna það sem af er ekki
nægjanlega góða niðurstöðu um
frjósemi. Hrútar sem greinilega
bregðast vonum með frjósemi dætra
á grunni þeirra upplýsinga sem
þama er að finna eru Djákni 93-983,
Mjaldur 93-985 og Frami 94-996 en
fyrir hendi eru upplýsingar um frjó-
semi 50-75 dætra undan hverjum af
þessum hrútum frá síðastliðnu vori.
Freyr 1 1/98 - 39