Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 4
Sátt þarf um landbúnaðinn með þjóðinni Viðtal við Björn Harðarson í Holti í Stokkseyrarhreppi. Björn Harðarson er fæddur og uppalinn í Holti, hann er lærður vélstjóri og flutti nokkru eftir að hafa lokið námi með konu sinni, Elínu Karlsdóttur, til Svíþjóðar þar sem hann starfaði hjá Volvo í 14 ár, en hún sem leikskóla- og grunnskólakennari. En hugur- inn stefndi heim og þeim bauðst að taka við búi í Holti og tóku því. Þótt Björn sé aðal viðmæl- andi í þessu viðtali tók Elín meiri þátt í því en beint kemur fram. Viltu byrja á að kynna þig? Ég er fæddur árið 1959 og uppalinn hér í Holti. Foreldrar mínir eru Anna Guðrún Bjöms- dóttir og Hörður Sigurgrímsson, bændur hér. Afi minn, Sigurgrímur Jónsson, bjó héma líka og langafi, Jón Jónsson, sem keypti jörðina og flutti hingað árið 1888. Ég er lærður vélstjóri frá Vélskóla íslands sem er ijögurra ára nám. Meðan á því stóð og fyrst á eftir var ég vélstjóri á fiskiskipum, allt frá 50 tonna bátum héðan frá Stokkseyri og upp í 500 tonna togara. Kona mín er Elín María Karls- dóttir, uppalin í Reykjavík en ættuð frá Valstrýtu í Fljótshlið í foðurætt, en móðir hennar er sænsk. Við eigum fimm böm. Um ári eftir að ég lauk vélstjóra- prófi, eða árið 1981, ákváðum við að flytja til Svíþjóðar. Aðalástæða þess var að amma Elínar bjó þar. I Svíþjóð bjuggum við svo í 14 b2 ár. Ég fékk vinnu hjá Volvo i verksmiðju sem framleiðir mótora í alla fólksbíla fyrirtækisins og er í bænum Skövde, tæpa 200 km fyrir norðan Gautaborg. Þar vann ég alls konar störf, bytjaði á að skrúfa saman mótora, svo komst ég í að prufukeyra þá, síðan varð ég verkstjóri og þá tæknimaður. Það var auðvelt að færa sig til innan fyrirtækisins. Ég fór líka á nám- skeið á vegum Volvo, m.a. hálfs árs skóla á launum, sem var samsettur úr mörgum smánámskeiðum. Þarna voru smíðaðir mótorar alveg frá grunni, steyptar blokkir, sveifarásar, hedd, knastásar o.s.frv. og allt sett saman. Langaði heim Svo vendið þið ykkur kvœði í kross og ákveðið að flytja heim. Já, okkur var farið að langa mikið til að flytja heim og það var annað hvort að hrökkva eða stökkva, því að bömin vom orðin það gömul, eldri strákurinn orðinn 14 ára. Auk þess vom fjölskyldumar hér í Holti famar að reskjast og enginn sjáanlegur til að taka við, það atriði var strax inni í myndinni. Bræðumir Jón og Hörður bjuggu þá, en Vemharður var hættur vegna heilsuleysis. Við flytjum svo heim árið 1995 og hófum hér búskap um áramótin 1995/1996. Við keyptum Jón út úr búskapnum fyrst og foreldra mína á eftir. Allt búið er nú i eigu okkar hjóna en Vemharður á enn þriðjung af jörðinni. Þú kemur ekki alveg ókunnugur að þessu. Nei, ég vann héma alveg fram að 17 ára aldri, öll sumur, og hafði gaman af búskap, leiddist kannski helst mjólkurkýr á þeim aldri, eins og krökkum gerir oft. Svo er þetta Holt í Stokkseyrarhreppi (Freysmyitdir). 4- FREYR 14/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.