Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 9

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 9
Hver er framlegð nautakjötsframleiðslunnar? inngangur Nauta- og uxaeldi er nú til dags nánast eingöngu stundað sem aukageta með mjólkuframleiðslu. Á sínum tima lækkaði verð á nautakjöti til bænda vegna of- framboðs og innbyrðis sam- keppni, en seinna aðallega vegna strangara kjötmats og breyttrar verðlagningar í kjölfarið. I dag virðist sem betra jafnvægi sé á milli framboðs og eftirspurnar á nautakjötsmarkaðnum enda hefur Landssamband kúabænda lagt áherslu á að stýra framleiðslunni með markaðsspám og auka- greiðslu fyrir ungkálfa þegar stefnir í of mikinn ásetning. Ég er oft spurður að því hvort eitt- hvert vit sé í að standa i svona eldi. Er ekki skynsamlegra að leggja alla áherslu á mjólkurframleiðsluna, kaupa ffekar meiri kvóta, en skera nautkálfa jafnóðum og þeir fæðast? Eins og í flestu er ekkert eitt algilt svar til við svona spumingum. Þeir sem em að velta þessu fyrir sér gætu samt haft eitthvert gagn af að lesa þennan pistil því að hér verður reynt eftir Þórodd Sveinsson Rannsókna- stofnun landbúnaðar ins, Möðru- völlum að draga ffam þá þætti sem ráða helst ffamlegð (ffamlegð = tekjur - breytilegur kostnaður) nautakjöts- eldis á kúabúi. Framlegð er það kall- að sem bóndinn hefur upp úr krafs- inu til þess að greiða niður stofn- kostnað (fastan kostnað) og sjálfum sér laun. Forsendur, útreikningar og niðurstöður Þær forsendur sem ég tel nauð- synlegar fyrir ábatasamt nauta- kjötseldi sem byggist á heyfóðrun em; - fyrsta flokks hey - hey að vild - naut frekar en uxa og .hugsan- lega Galloway blendinga frek- ar en Islendinga - rétt sláturstærð - sérstakt lokaeldi - gott rými og stærðarflokkun í stíum Heyið er stærsti kostnaðarliðurinn! Stærsti breytilegi kostnaðarliður eldisins er hey enda algengt að hlutur þess af heildarfóðri (í FE) sé 80 - 99% og í breytilega kostnað- inum á bilinu 45 - 70%, allt eftir hey- og kjamfóðurverði. Það er því grundvallaratriði að bóndinn viti á hvaða verði hann er að framleiða sín hey. Fyrir flesta ætti að vera auðvelt að áætla nokkuð nákvæm- lega heyverðið út frá fyrirliggjandi gögnum í búreikningum og túna- bókum eða jafnvel forðagæslu- skýrslum. Dæmi um útreikning á heyverði er gefíð í töflu 1. Þar em innifalin vinnulaun vegna heyskap- ar og afskriftir véla og tækja. Þessa liði tel ég mikilvægt að halda inni í ræktunarkostnaðinum til þess að hægt sé að leggja mat á raunveru- legan virðisauka af því að umbreyta fóðri í kjöt og mjólk og til þess að mismuna ekki aðkeyptu fóðri og heimafengnu fóðri. Áfskriftimar, sem hér em áætlaðar, em 2/3 af heildarafskriftum véla og tækja á búinu. Eins og margoft hefur komið fram í ritum fer heyverð mikið eftir þeirri nýttu uppskeru sem næst af hektaranum. Þar er yfirleitt átt við uppskeru i FE eða þurrefni sem hefur verið bjargað í hús eða í rúllur. Einnig hefur verið sýnt fram á að því seinna sem slegið er því meiri heildaruppskera, sér- staklega ef einungis er litið á magn þurrefnis. Menn hafa því viljað draga þá ályktun að lakari hey (meira sprottin) séu ódýrari en betri hey (minna sprottin). Þessar viðmiðanir eru á margan hátt Tafla 1. Dæmi um ræktunarkostnað (í krónum) á kúabúi. Tekið úr búsreikningum frá Möðruvöllum í Hörgárdal. Áburður 696.295 Sáðvara 96.049 Gasolía og smuming 140.000 Varahlutir og viðgerðir 252.500 Viðhald ræktunar 95.000 Plast og gam 105.000 Rafmagn 175.000 Vinna við heyskap 1.041.500 Afskriftir véla og tækja 500.000 Samtals, krónur 3.101.3440 Nýtt uppskera, FE Kr/FE 236.841 13,10 FREYR 14/98 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.