Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1998, Page 10

Freyr - 01.12.1998, Page 10
Tafla 2. Grunnforsendur sem notaðar eru í framlegðar- útreikningum til þess að bera saman tegundir eldisgripa. Galloway- blendingar, íslensk íslenskir naut naut uxar Kálfur, kr. 3.000 3.000 3.000 Mjólk, 300 1 @ 30 kr. 9.000 9.000 9.000 Fallþungi, kg 200 200 200 Fóðurþarfir, FE* 1.587 1.824 2.406 Nýtingastuðull fóðurs** 0,94 0,94 0,94 FE/kg fall 8,44 9,70 12,80 Aldur sláturgrips, dagar 483 523 655 Skilaverð til bónda, kr/kg 310 310 310 * Byggt á uxa- og nautatilraunum á Möðruvöllum 1991 - 1996. ** Byggt á útreikningi á fóðumýtingu Möðruvallarbúsins. ■■■■■ villandi fyrir bændur sem afla heyja fyrst og fremst til þess að framleiða mjólk og kjöt. Ég vil meira að segja leyfa mér að fullyrða, að þessu sé oft öfugt farið. Það má t.d. benda á að i rúlluheyskap þar sem breytilegi kostnaðurinn er hár er ekki ósennilegt að kostnaður á FE sé í öfugu hlutfalli við orkustyrk (FE/kg þe) heyjanna. Kostnaður á framleidda FE er góður mælikvarði á árangur ræktunar- stefnunnar! Það er mín reynsla af ræktuninni á Möðruvöllum að einfaldast og réttlátast sé að deila ræktunar- kostnaðinum jafnt á heildarheyfeng búsins. Þó að það skipti að sjálf- sögðu afar miklu að gera sér grein fyrir framlegð hverrar spildu - til þess að mögulegt sé að hagræða - þá er það heildarútkoman sem á við í útreikningum sem þessum. Mestu máli skiptir hvemig við nýtum hey- fenginn okkar á sem arðbærastan hátt þannig að sem minnst af heyjum fari til spillis. eru því lengri tíma og meira hey- magn þarf til að ala gripi upp í sláturstærð. Á mynd 1 má sjá hvaða áhrif heygæði (FE/kg þe) og tegund eldisgripa hafa á nauð- synlegt heymagn til þess að framleiða 200 kílóa fall (rúm 400 kg á fæti) og þegar nánast eingöngu eru gefin hey. Grunn- forsendur allra útreikninga eru gefnar upp í töflu 2. Útreikningarnir byggja á niður- stöðum uxa- og nautatilrauna á Möðruvöllum frá 1991 - 1996. Þar voru allir gripir einstaklingsfóðr- aðir og séð til þess að þeir höfðu ótakmarkaðan aðgang að heyjum. Myndin sýnir glöggt, ekki bara mikilvægi heygæða heldur einnig mikilvægi tegunda eldisgripa. ís- lensku uxarnir eru frekastir á heyin enda þurfa þeir lengstan tíma til þess að ná sláturstærð. Þannig þurfa þeir um einu til einu og hálfu þurrefnistonni meira af heyi heldur en ógelt naut til þess að ná sama fallþunga (200 kg). Galloway blendingsnautin eru íslensku nautunum fremri en þar er munurinn samt umtalsvert minni. Á mynd 2 má sjá hver verðhlutföll heyja þurfa að vera til þess að eldið skili sömu framlegð óháð orkustyrk (FE/kg þe) og tegund eldisgripa þegar hey með 0,85 FE/kg þe sem er gefið Galloway blendings nautum er sett sem viðmiðun (=100). Til dæmis þarf hey sem er með 0,85 FE/kg þe að vera 40 prósentu- stigum ódýrara en sams konar hey handa Galloway blendingum til þess að það gefi sömu framlegð til húsins. Munurinn minnkar heldur eftir þvi sem að heyin eru orku- minni en þó ekki mikið. í rauninni ætti framlegðarkrafan að vera Uxar þurfa meira til að ná sláturstærð! Heygæði og tegund eldisgripa ráða miklu um vaxtarhraða og fóðurþarfir. Því lakari sem heyin Mynd 1. Ahrif heygœða (FE/kg þe) og tegunda eldisgrípa á heyþarfir miðað við ríkjandi heyfóðrun, 200 kilóa fali og 94% fóðurnýtingu. Byggt á niðurstöðum fóðurtilrauna á Möðruvöllum i Hörgárdal 1991 - 1996. 10- FREYR 14/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.