Freyr - 01.12.1998, Side 17
byggja á málamiðlun sem menn
kæmust að á grunni umræðu. Hann
rakti þama t.d. á hvem hátt hefði i
kjölfar slíkrar umræðu verið mótuð
stefna um nýtingu erfðatækni í
dönskum landbúnaði.
Þróun nútíma
mjólkurframleiðslu
A síðdegisfundi á þriðjudeginum
lýstu nokkrir ræðumenn sjónar-
miðum sínum á þróun nútíma
mjólkurffamleiðslu. Þar lýsti Pétur
Diðriksson á Helgavatni sjónar-
miðum bóndans, þar sem hann lagði
áherslu á nauðsyn þess að bóndinn
fylgdist vel með þróun í þjóð-
félaginu og lagaði sig að breyti-
legum kröfum. Krafa tímans væri
um aukna hagkvæmni í fram-
leiðslunni en bóndinn mætti um leið
ekki missa sjónar af mikilvægi þess
að ffamleiða hágæða afurðir.
Finnskur dýralæknir rakti ýmis
sjónarmið aðila úr þeirri stétt. Hann
lagði mikla áherslu á að aukið
framleiðsluálag á kýmar hefði viða
leitt til vissra heilsufarslegra
vandamála, sérstaklega í sambandi
við júgurheilbrigði. Þá hefði kúa-
riðan kennt mönnum mikið í
sambandi við mikilvægi þess að
leggja aukna áherslu á rekjanleika í
framleiðsluferlinum og vottaða
framleiðsluhætti, eins og áður hefur
verið vikið að.
Sænskur hagffæðingur dró ffam
ýmsar þekktar stærðir í sambandi
við stöðu og þróun mjólkurffam-
leiðslu bæði á heimsvísu og í
Svíþjóð. Evrópulöndin eru með
langmesta mjólkurframleiðslu að
umfangi, auk Norður-Ameríku.
Ástralía og Nýja-Sjáland em með
nokkuð innan við f0% af heims-
ffamleiðslunni, þó að þessar þjóðir
móti mikið umræðu um verðlag á
mjólk og mjólkurvörum. Stærstu
aðilar í neyslu á mjólk og mjólkur-
vömm em ýmis háþróuð iðnaðar-
lönd, auk Indlands. Þá benti hann á
hinn ótrúlega mun sem væri á milli
landa í ffamleiðslu eftir hvem grip
og sagði að á heimsvísu væru
meðalafurðir aðeins um 2000 kg
eftir hveija kú. í Svíþjóð hefur þróun
í átt til stærri framleiðslueininga
verið mjög hröð, meðalbúið er nú
um 37 kýr, og sem svarar til
ffamleiðslu upp á nær 250 þúsund
lítra mjólkur á meðalbúinu. Hann
taldi að ekki sæi fyrir endann á
þessari þróun, hún mundi halda
áffam með líkum hraða. Mjólkur-
verð hefði farið lækkandi og þrátt
fyrir að því sé spáð að verð mjólkur
á heimsmarkaði fari hækkandi muni
þeirrar þróunar ekki gæta á Norður-
löndunum. Aukin alþjóðavæðing í
viðskiptum leiði þvert á móti til að
hið háa mjólkurverð þar fari ffekar
lækkandi. Reynslan sýni hins vegar
að feikilegur munur sé á rekstrar-
afkomu þeirra sem séu í framleiðslu
í dag og aðeins þeir sem hafi þar
styrka stöðu verði með í framtíðinni.
Hann vænti þess einnig að
sérhæfing í úrvinnslu mundi aukast
og í ffamtíðnni muni koma í meira
mæli beinir samningar afurðastöðva
og bænda um framleiðslu mjólkur
sem uppfyllti skilgreindar (en
breytilegar) gæðakröfur.
Síðasta erindið flutti sænskur
markaðsfræðingur sem fjallaði um
hvaða þættir stýrðu vali neyenda i
kaupum á matvælum. Ákaflega
margt forvitnilegt kom ffam i því
erindi og á þessu sviði er tvímæla-
laust mikla þekkingu að sækja fyrir
mjólkuriðnaðinn til þess að geta
enn betur í framtíðinni mætt sí-
breytilegum og Qölbreyttum
kröfum neytenda.
Jóhannes Torfason
formaður NÖK
Á aðalfundi samtakanna, sem
haldinn var síðdegis á þriðju-
Pétur Diðrikssoit flytur erindi á NÖK ráðstefnunnL
FREYR 14/98 - 17