Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1998, Side 22

Freyr - 01.12.1998, Side 22
Kúasýningar vorið 1998 Kúasýningar samkvæmt ákvæð- um búfjárræktarlaga bar að halda árið 1998 á Vesturlandi. Sýningar fóru fram með sama formi og verið hefur um fjölda ára, að kýr voru skoðaðar heima á búunum. Dómar voru framkvæmdir eftir sömu reglum og verið hefur undangengin ár og notaður dóm- stigi sá sem verið hefur í notkun frá árinu 1986. Allar kýr voru einnig stigaðar eftir línulegu mati sem notað hefur verið nokkur síðustu ár. Höfundur greinarinnar var aðaldómari á öllu sýningar- svæðinu en héraðsráðunautar hver á sínu svæði aðstoðuðu við skoðunina. Skoðunin hófst í Kjósarsýslu 7. maí en henni lauk á Vestfjörðum 4. júní. Skoðun fór fram á 166 búum eða nánast öllum búum með skýrsluhald á svæðinu þar sem skýrsluhald hefur verið samfellt síðustu tvö ár. Nokkur bú til viðbótar, þar sem skýrsluhald er nýhafið, voru einnig heimsótt til að dæma kvígur í kvígu- skoðun, en sú skoðun fór ffam eins og undanfarin ár samhliða á öllu svæðinu. Til skoðunar komu sam- tals 753 kýr eða nánast sami fjöldi og fyrir fjórum árum þegar skoðaðar voru á þessu svæði 748 kýr. Til skoðunar voru yfirleitt lítt valdar aðrar kýr en þær, sem samkvæmt kynbótamati höfðu möguleika á I. verðlauna viðurkenningu, auk þess sem eldri kýr, sem fengu sína viðurkenningu fyrir fjórum árum, voru yfirleitt ekki teknar aftur til skoðunar, ef ljóst var að þær mundu standa áfram í sama verðlauna- flokki. Flokkun kúnna nú var tals- vert betri en fyrir fjórum árum. Nautsmæðradóm eða I. verðlaun+ fengu samtals 148, samanborið við 100 fyrir fjórum árum. I. verðlauna viðurkenningu fengu til viðbótar 479 kýr en árið 1994 voru þær 424. Aðrar kýr fengu II. verðlaun. Rétt er að vekja á því athygli að ýmis atriði geta komið í veg fyrir að kýr séu notaðar sem nautsmæður þó að þær hafi nautsmæðradóm á sýningu. eftir Jón Viðar Jónmundsson nautgripa- ræktarráðu- naut hjá BÍ Hymdar kýr eru ekki felldar ffá nautsmæðradómi þó að aldrei séu þær notaðar sem nautsmæður. Einn- ig er aðeins miðað við heildarkyn- bótamat kúnna í þessum dómum, en hjá þeim kúm, sem naut eru tekin undan á Nautastöðina, er auk þess gerð krafa um lágmark í kynbóta- mati fyrir próteinhlutfall mjólkur og allmargar af þeim kúm sem nauts- mæðradóm fá uppfylla ekki það lágmark og verða af þeirri ástæðu einni ekki notaðar sem nautsmæður. Þegar bomir em saman dómar kúnna á svæðinu nú og fyrir fjórum árum þá fá sýndar kýr að meðaltali 81,8 stig í útlitsmati, sem er 0,2 stigum meira en þá. Breytingar em þær að dómur fyrir júgur lækkar örlítið en hækkar talsvert fyrri spena, en breytist nánast ekkert fyrir aðra þætti. Yfirleitt er ekki mikill munur á útlitsmati kúnna eftir svæðum, nema kýr í Nf. Suður-Borgarfjarðar stigast talsvert hærra en kýr í öðrum nautgriparæktarfélögum og hafa 82,7 stig í mati að meðaltali. Hæst útlitsmat allra kúima fékk Gullhumla 3 á Stóra-Kroppi í Reykholtsdals- hreppi, 89 stig, og 88 stig fengu eftirtaldar fjórar kýr: Iðja 57 í Ásgarði í Reykholtsdal, Blossa 110 á Hundastapa í Borgarbyggð, Ösku- buska 179 í Hrauntúni í Kolbeins- staðahreppi og Dimma, 83 í Effi- Engidal í Skutulsfirði. Samtals 17 kýr fengu síðan 87 í mati. Athygli vekur að þrjár af framantöldum kúm, Gullhumla, Iðja og Dimma, em allar dætur Hólms 81018. Hjá sýndum kúm er brjóstummál mælt til að leggja mat á stærð þeirra. Að meðaltali mældust kým- ar með 182 cm brjóstummál sem er einum cm meira en var á sýning- unum árið 1994. Mest bijóstummál sýndra kúa hafði Ögn 137 í Eystri- Leirárgörðum í Leirársveit, sem var með 206 cm bijóstummál, en sjö aðrar kýr mældust með tvo metra í brjósummál eða meira. Síðustu árin eru spenar mældir hjá sýndum kúm, bæði lengd þeirra og þvermál. Niðurstöður þessara mælinga sýna spenalengd 6,26 cm að meðaltali og þykkt spena 22,2 mm að jafnaði. Þetta eru því styttri og grenndri spenar hjá skoðuðum kúm en var á sýningunum fyrir fjórum árum. Það hlýtur að teljast jákvæð þróun fyrir þessa eiginleika og i samræmi við það að dómur sýndra kúa nú er nokkru hærri fyrir spenagerð en var á sýningunum árið 1994. Þegar gluggað er í niðurstöður um ytri einkenni kúnna, sem skoðaðar eru, þá kemur í ljós að breytingar sem fram komu fyrir fjórum árum ganga nú i öndverða átt þannig að nú fjölgar rauðu kúnum hlutfallslega en þeim bröndóttu fækkar. Þá fækkar áffam svörtum kúm, en hins vegar er um að ræða fjölgun á gráum kúm. Þessar breytingar á milli sýninga á síðustu árum endurspegla tilviljunar- kennda þróun í litaflóru kúnna en enga þróun i ákveðna átt um breytingar i stofninum. Hymdum kúm fækkar enn og voru aðeins 16 eða 2,1% af skoðuðum kúm. Affur á móti er smávægileg hlutfallsleg ijölgun á hnýflóttum kúm. Hér á eftir er örstutt fjallað um skoðun kúnna og nautgriparæktina i hveiju héraði. Á þessu landsvæði hefrú fækkun mjólkurffamleiðenda verið nokkuð hröð á siðustu árum eins og um allt land. Góðu heilli hafa allmargirmjólkurffamleiðendur, sem áður stóðu utan skýrsluhalds, komið þar til starfa, þannig að ekki hefur enn orðið tilsvarandi þróun í fjölda skýrsluhaldara. Þessi misserin er samdráttur á þessu svæði samt líklega hlutfallslega meiri en á öðrum stöðum á landinu. Bú í mjólkur- 22- FREYR 14/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.