Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Síða 35

Freyr - 01.12.1998, Síða 35
fóðraðar kindur. Búin voru flokkuð eftir nythæð mjólkurkúa og eftir framleiðslumagni í þeim tilgangi að fá fram samanburð á þeim þáttum á meðalkostnað og afkomu. Þar sem reiknuð laun eigenda gefa ekki raunhæft mat á vinnuffamlagi reynd- ist nauðsynlegt að meta vinnuffamlag á búunum samkvæmt vinnumæling- um á kúabúum. Því til grundvallar vorunotaðarmælingarfrá 121 kúabúi árið 1982 og út ffá þeim lagt mat á samband vinnustunda við fjölda mjólkurkúa. Við ákvörðun á launa- kostnaði á tímaeiningu var notast við launalið í verðlagsgrundvelli kúabúa. Þegar búin eru flokkuð eftir nythæð kemur i ljós að meðal- kostnaður þeirra minnkar með aukinni nythæð sem hefúr jákvæð áhrif á afkomu þeirra. Há afúrðar- semi leiðir til minni launakostnaðar búanna og betri afkomu. Greina má sömu áhrif þegar búin eru flokkuð effir ffamleiðslumagni sem bendir til þess að meðalkostnaður þeirra minnkar með aukinni ffamleiðslu. Fram kom að launakostnaður á lítra fer minnkandi eftir því sem framleiðslan eykst í lítrum talið. Athyglisvert er hins vegar ef borin er saman afkoma búa með sambærilegt ffamleiðslumagn en ólíka nythæð, þá má ótvírætt greina hagkvæmni aukinnar framleiðni mjólkukúa á meðalkostnað og afkomu þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að ofangreind bú séu að meðaltali of lítil og ffamleiði þess vegna með of miklum meðalkostnaði. Að óbreyttum tekjum á lítra þurfa búin að framleiða a.m.k. um 138.000 lítra að jafnaði svo að meðal- kostnaður sé ekki hærri en tekjur á hvem framleiddan lítra. Að lokum skal áréttað að val á bústærð er langtímaákvörðun þar sem vega þarf hvortveggja hið ytra og innra rekstrarumhverfi búsins. Ytra umhverfi búsins tekur til alls þess sem gerist utan þess og markar rekstrargrundvöll greinarinnar. Hagkvæm bústærð í dag getur orðið önnur ef ytra umhverfi greinarinnar breytist. Greining á innra umhverfi felur hins vegar í sér mat á þáttum innan búsins og beinist m.a. að kostnaðargreiningu og innra skipu- lagi. Við kostnaðargreiningu er, eins og ffam hefúr komið, mikilvægt að greina í sundur skammtíma- og langtímaáhrif kostnaðar á rekstur búsins. í því sambandi má benda á að skammtímameðalkostnaður getur aukist meira en langtímameðalkostn- aður við ffamleiðsluaukningu þegar það kallar á aukna fjárfestingu og heildaraðlögun framleiðsluþátta. Þess vegna er mikilvægt að bóndinn búi yfir vitneskju um hegðun heildarkostnaðar búsins sem og ytri aðstæður og miði rekstur og fjár- festingar við að auka hagkvæmni með það markmið að lágmarka meðalkostnað til langs tima. Heimildaskrá: Ágúst Einarsson. 1994. Þcettir i rekstrarhagfrceði. 1. útgáfa. Reykjavík. Framtíðarsýn. Ámý Elfa Helgadóttir. Birgitta Helga X Meðalkostnaður 103jabúa — Aðhvarfslína (jafna 5) Mynd 4. Meóalkostnaóur 103 kúabúa. FREYR 14/98 - 35

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.