Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1998, Side 40

Freyr - 01.12.1998, Side 40
má sjá hvemig þau skiptast upp eftir sýslum. Fjósgerðir Langflest Qósin voru básafjós, en þar á eftir komu básafjós með mjaltabás. Samanlagt voru þessar tvær fjósgerðir 96,4% af skráðum Ijósum (sjá töflu 2). Þegar litið var til frumutölu þessara fjósgerða kom í ljós að frumutalan var marktækt hærri í básafjósunum með mjaltabás. Skýringin á þessu felst líklega í nokkrum samvirkandi þáttum en sennilega er höfuðorsökin meira smitálag í þessum Qósum, þar sem kýmar velja ekki alltaf sama bás milli mjalta. Þar sem þessi fjósgerð er nánast óþekkt erlendis var ekki hægt að sækja svör í aðrar rannsóknir. Þrátt fyrir fjölmargar rannsóknarniðurstöður frá ná- grannalöndunum síðustu árin, um kosti legubásafjósa, (bæði hvað varðaði vinnufyrirkomulag og dýravelferð), hefur þessi fjósgerð Langflest fjósin vorn básafjós. ekki enn náð fótfestu hérlendis. Líklegt má telja að skýringuna sé að finna í framleiðsluaðstæðunum, (smáum einingum), skorti á undirburði undir kýmar og ráðgjöf. Tafla 4. Skráð fjós flokkuð eftir loftræstigerð. Inntök Uttök Engin 11 8 Vifta í skorstein 392 68 Veggvifta 21 4 Vifta í haughúsi 17 0 Skorsteinn 161 11 Veggop, fast 5 97 Veggop, stillanlegt 0 16 Gluggar 8 401 Loftstokkur 0 2 Margar gerðir 128 136 Hjarðfjós með rimlum em ekki mörg, en fullyrða má að þessi fjósgerð sé nánast óþekkt annars staðar í Evrópu. Þessi fjós uppfylla ekki nútíma kröfiir sem bændur gera til aðbúnaðar mjólkurkúa, s.s. kröfur um mjúkt, þurrt og varið legusvæði og hafa þessi fjós auk þess verið bönnuð hérlendis frá árinu 2004. Byggingarár Upplýsingar um byggingarár lágu fyrir i allflestum tilfellum. A mynd 1 má sjá hvemig þróunin síðustu áratugina hefur verið hérlendis, en langflest fjósin vora byggð á áranum 1950-1980 og var meðalbyggingarár 1966. Síðustu árin hefur verið mjög lítið byggt og hefur ekki verið byggt jafn lítið síðan fyrir 1950. Nokkuð hefur þó verið um viðbyggingar og voru slíkar byggingar skráðar á 36,8% skráðra fjósa. Ekki kom nákvæm- lega fram um hvers konar byggingar var að ræða, en líklegt má telja að endumýjun mjólkur- húsa og geldneytaaðstöðu skipi þama stóran hluta. Ef litið er til einstakra fjósgerða kemur í ljós að elstu byggingamar era básafjós, en þau yngstu básafjós með mjaltabás (sjá töfíu 3). Þessi þróun i nýbyggingum er töluvert ólík þróun í nýbyggingum í nálæg- um löndum, þar sem vaxtar- broddurinn hefur verið meðal 40- FREYR 14/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.