Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Síða 28

Freyr - 01.01.1999, Síða 28
Keppt var í 350 og 800 metra stökki á kappreiðum Fáks í sumar og bættu hestar tima sina stöðugt. Besti tími sumarsins í 300 metra stökki fékkst á landsmótinu en bestu tímamir í 350 og 800 metra stökki á kappreiðum Fáks. Kósi frá Efri-Þverá og Daníel I. Smárason fengu bestu tímana í 300 og 350 metra stökki og vom mjög sigursælir framan af sumrin, en Vinur frá Stóra-Fljóti og Stígur Sæland bættu sig stöðugt siðari hluta sumarsins og fengu næst besta tímann í 350 metra stökki og þriðja besta timann í 300 metra stökki. Þrír bestu tímar sumarsins i 800 metra stökki fengust á kappreiðum Fáks 29. ágúst. Leiser frá Skálakoti og Axel Geirsson fengu besta tímann en Völsungur frá Lækjarskógi og Stigur Sæland fylgdu fast á efitir. Kólfur frá Axlarhaga og Hulda Sigurðardóttir fengu þriðja besta tímann en Kólfur þessi, þá með knapann Ágúst Ásgrímsson, fengu næst besta tima sumarsins í 300 metra stökki á kappreiðum Léttis. Nari frá Laugarvatni fékk besta tímann sem vitað er um í 300 og 800 metra brokki. Knapi var Bergþóra Jósepsdóttir í báðum tilvikum og í báðum tilvikum á Geysismótinu í júní. Áhugi á kappreiðum vaknaði á ný eftir nokkum dvala og má búast við mörgum kappreiðum á næsta ári. Kósi frá Efri-Þverá fékk besta tímann í 300 metra stökki á landsmótinu á Melgerðismelum. Knapi er sem fyrr Daníel I. Smárason. Bendill frá Sauðafelli og Ragnar Hinriksson fengu besta tima sumarsins í 250 metra skeiði og sigruðu á helstu mótunum, hér á landsmótinu á Melgerðismelum. Leiser frá Skálakoti og Axel Geirsson fengu besta tíma sumarsins í 800 metra stökki og sigruðu tvisvar sinnum á kappreiðum Fáks í sömu keppnisgrein. 24- FREYR 1/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.