Freyr - 01.09.1999, Síða 7
Bændur verða
að trúa á eigin framtíð
Viðtal við Arnór Karlsson, bónda í Arnarholti í Biskupstungum,
og fyrrverandi formann Landssamtaka sauðfjárbænda
Arnór Karlsson er trúlega
kunnastur fyrir störf sín fyr-
ir Landssamtök sauðQár-
bænda, en hann var formaður þeirra
um 6 ára skeið, frá 1991-1997, en
áður hafði hann setið þar í stjóm í
tvö ár og er nú fulltrúi þeirra á Bún-
aðarþingi. Auk þess hefur hann
lengi stundað fjárbúskap og sinnt
kennslu.
Blaðamaður Freys og Jón Viðar
Jónmundsson, ráðunautur, lögðu
nýlega leið sina í Amarholt til að
ræða við hann og fyrst var hann
beðinn um að segja á sér deili.
Ég er fæddur í Efstadal í Laugar-
dal árið 1935. Foreldrar mínir voru
Karl Jónsson, sem var upprunninn í
Laugardal, og Sigþrúður Guðna-
dóttir, sem var frá Gýgjarhóli hér í
sveit. Bæði vom þau ættuð héðan
úr uppsveitum Árnessýslu og
raunar Flóanum líka.
Ég hef átt lögheimili á fjómm
stöðum, og þeir sjást allir héðan af
bæjarhólnum í Amarholti. Efsti-
dalur blasir við í vestri, Gýgjarhóls-
kot, þar sem foreldrar mínir bjuggu
eftir að þau fóm frá Efstadal, er hér
nokkm austar og þar átti ég heima í
17 ár, síðan Ból, sem er hér næsti
bær fyrir vestan, þar sem ég bjó í 20
ár og er raunar stundum enn kennd-
ur við, og síðustu 19 árin hef ég
búið hér.
Náms- og starfsferillþinn?
Ég hóf námsferil minn í farskóla
í Laugardalnum, þá sjö ára, en
kennarinn fór þar á milli bæja. Eft-
ir það var ég í bamaskólanum í
Reykholti hér i Tungunum, en þar
var heimavist. Eftir það fór ég í
Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal, veturinn 1951-52, og
síðan haustið 1952 að Laugarvatni,
í Héraðsskólann. Ég fékk að ljúka
honum á tveimur ámm af því að ég
hafði verið í Haukdal. Ég fór svo i
Menntaskólann á Laugarvatni og
varð stúdent úr stærðfræðideild
vorið 1958.
Það var ákaflega mikið lán fyrir
okkur unga fólkið á þessu svæði að
fá Menntaskólann hingað að Laug-
arvatni. Það er mjög hæpið að við
hefðum haft aðstæður til að fara i
burtu í menntaskóla.
Haustið 1958 fór ég svo til
Þýskalands til náms í dýralækning-
um í borginni Giesen í Hessen í
Mið-Þýskalandi. Fyrst er ég þar
fram í febrúarlok 1959, en um það
leyti árs hefst tveggja mánaða
námshlé í þýskum háskólum. Þann
tíma notaði ég til að fara á vertíð í
Vestmannaeyjum. í byrjun maí fór
ég aftur utan og er fram í júlílok en
þá hefst annað námshlé í Þýska-
landi. Þá um haustið ákveð ég að
hætta þessu námi og snúa mér að
búskap.
Var þaö eitthvað utanaðkomandi
sem þrýsti á þig um það?
Nei, þetta var mín eigin ákvörð-
un. Að vísu sá ég tæplega fram á
að komast í gegnum námið íjár-
hagslega. Ég hafði alltaf unnið
fyrir mér í skóla og sá ekki að ég
gæti það í þessu námi. Ég er úr
níu systkina hópi og foreldrar
mínir voru famir að reskjast þegar
þetta var og vart aflögufær, þótt
þau hefðu haft fullan vilja til að
styrkja mig, en ég kærði mig ekki
Arnór Karlsson, bóndi i Arnarholti í Biskupstungum.
FREYR 10/99 - 7