Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1999, Page 13

Freyr - 01.09.1999, Page 13
Vinnuaðstaða og vinnuhagræðing í fjárhúsum Inngangur I tengslum við kennslu í bygging- arfræði í búvísindadeild á Hvann- eyri sl. vetur var unnið verkefni um innréttingar í ijárhúsum. Gerður var grófur samanburður á vinnuað- stöðu og skoðuð vinnuhagræðing við mismunandi innréttingar. Við lögðum aðaláherslu á brynningar og gjafatækni, en höfðum einnig augun opin fyrir öðru því sem léttir störf fjármanna. Gólfefni og með- ferð búfjáráburðar voru látin liggja á milli hluta, en um þá þætti mætti gera viðlíka samantekt og hér er gerð. Heimsóttir voru eftirtaldir bænd- ur: Magnús Hannesson og Hannes Magnússon á Eystri-Leirárgörðum í Melasveit, Sigurður Jakobsson á Varmalæk í Bæjarsveit, Gísli Þórð- arson í Mýrdal í Kolbeinsstaða- hreppi, Einar Ólafsson og Daði Einarsson á Lambeyrum í Dala- byggð, Böðvar Magnússon á Hrúts- stöðum í Dalabyggð, Sigvaldi Jóns- son bústjóri á Hesti og Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður á Hvann- eyri. Mynd 1. Tvœr gerðir af brynningar- skálum. Vatnstaumarnir frá skálinni t.v. sjást greinilega. eftir Ástu F. Flosadóttur °g Sigbjörn Ó. Sævarsson, Búvísinda- deild Bænda- skólans á Hvanneyri Brynningar Brynningar í fjárhúsum taka yfír- leitt ekki mikinn tíma yfir veturinn, en um sauðburðinn getur farið tals- verður tími í þennan þátt og því er mikilsvert að koma upp góðu brynningarkerfi. Víða er brynnt í stampa/dalla og slanga færð á milli. Einnig er stokkakerfi í einhverri mynd mjög algengt. Margir eru þó komnir með vatnsjafna eða sérstak- ar brynningarskálar. Hvemig, sem vatnsílátin eru, er nauðsyn að féð hafi alltaf góðan aðgang að vatni, geti ekki skitið í ílátin og það sé auðvelt að þrífa þau. Þá er það einnig ótvíræður kostur að búnað- urinn sé ódýr og endingargóður. Við þurrheysfóðrun þarf hver kind um 2,5 1 af vatni á dag og mesti álagstíminn er undir lok átsins. Gera þarf ráð fyrir þessu þegar brynningarkerfið er hannað. Algeng hæð frá gólfi að efri brún vatnsiláta var 55-60 cm, nema þar sem pallar vom undir ílátunum sem var oft hjá gemlingum og smá- lömbum. Virðist þessi hæð duga til að halda ílátunum nokkuð hreinum. Við sáum nokkrar mismunandi útfærslur af brynningarkerfum á áðumefndum bæjum. Djúpir jám- stampar vom á einum bæjanna, helsti ókosturinn er þyngd þeirra sem veldur erfiðleikum við þrif. Þá vill vatnið í þeim fúlna þar eð féð nær ekki til botns í þeim. Á öðmm bæ vom notuð 4” plaströr með vatnsjafna til brynninga, þau lágu á milligerðunum og með jöfnu milli- bili var tekið úr þeim. Þessi aðferð virkar nokkuð vel, nái rörin eftir endilöngum milligerðunum því að þá er tiltölulega auðvelt að þrífa þau. Tvær gerðir af litlum brynningar- skálum sáum við, á Hesti og Eystri- Leirárgörðum (7. mynd). Lítið vatn er að jafnaði í þessum skálum, því að í þeim er tunga sem skammtar vatn þegar kindin þrýstir á hana. Vatnið er því alltaf ferskt og hreint. Skálamar á Hesti vom mun fyrir- ferðaminni en ókosturinn við þær er hve mikið sullast út úr þeim og hætta er á að tré fúni undan þeim. Hinar skálamar virtust virka betur að þessu leyti og virðist vera óhætt að mæla með þeim. Báðar gerðir em frá Lister. Víða sáust brynningarskálar með Mynd 2. Haganlega útbúin brynning- arskál. Fjölinni smeygt í fals. FREYR 10/99 - 13

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.